Friday, January 30, 2009

Tvíeyki - zvenni

Shatner & Nimoy


Þetta magnaða og "fjölhæfa" dúó gaf út plötu í sameiningu eftir að hafa átt farsælt samstarf á sjónvarpsskjánum. Báðir hafa gefið út plötur sitt í hvoru lagi en í tónlistinni eins og leiknum er það efnasamblanda beggja sem er uppskriftin að sjarmanum. Á plötunni Spaced out er búið að raða saman öflugustu lögum kappanna
Lifið lengi og dafnið...

Rocket Man og The Ballad of Bilbo Baggins

Proclaimers - I´m on my way



Skoskir, rauðhærðir gleraugnaglámar... og já tvíburar... gerist varla betra tvíeyki... og þeir eru á leiðinni...


Flight of the Conchords - Pencils in the Wind



Þó nýsjálenska parið Bret og Jemaine virðist gjarnan svamla í grunnu lauginni á það djúpa punkta og ríkt líkingamál og jú líklega er ástin soldið lík límbandsrúllu...

Thomas og Jonas - Lågsäsong


Sænsku æskuvinirnir Tómas og Jónas eru búnir að vera saman í fjölmörgum (og misstórum) böndum og hafa brallað ýmislegt. Hér er ekkert band að flækjast fyrir þeim heldur eru þeir einfaldlega Tómas og Jónas.


Incredible String Band - The Half-Remarkable Question



Stórmerkilegar pælingar hjá súru hippunum Mike Heron og Robin Williamson í Incredible String Band... eða að minnsta kosti hálf-stórmerkilegar.

Topp 5 tvíeyki - Kristín Gróa

Ekkert endilega bestu tvíeykin eða uppáhalds tvíeykin mín heldur bara djöfulli góð lög með tvíeykjum. Jamm.


5. The Black Keys - All You Ever Wanted

Byrjum á einu nýlegu. Þetta er af hinni frábæru Attack & Release sem kom út í fyrra.


4. The Everly Brothers - You've Lost That Lovin' Feeling

Ahh hljóðveggurinn hans Phil Spector. Hvar værum við án hans? Drama í hæsta gæðaflokki hér á ferð.


3. Air - Playground Love

Ég er búin að ofspila þetta lag í svona... uhh... níu ár og fæ ennþá kitl í magann þegar ég hlusta á það. Þetta er líka af soundtrackinu sem Air gerðu fyrir kvikmyndina Virgin Suicides sem er svo gerð eftir einni af uppáhalds bókunum mínum svo ég tengi þetta allt saman í einn hrifningarvöndul.


2. Simon & Garfunkel - America

Eru Simon & Garfunkel ekki ultimate dúóið? Mér detta þeir allavega fyrst í hug þegar talað er um tvíeyki og þetta lag þykir mér æði.


1. Richard & Linda Thompson - The Calvary Cross

I'll be your light 'till doomsday
Oh, it's a black cat cross your path.
And why don't you follow
My claw's in you and my light's in you
This is your first day of sorrow


Eitt af (vissulega fjölmörgum) alltime uppáhalds lögunum mínum. Cue gæsahúð.

Tvíeyki Unnar Birnu

Gestalistakvendi vikunnar er söng- og fiðlarinn
Unnur Birna. Hér eru tvíeykin hennar:

Norsku frændur okkar Edward Grieg og Henry Ibsen
- og Pétur Gautur (Peer Gynt).



Ibsen skrifaði leikritið um Pétur Gaut og bað Grieg um að semja músíkina. Óborganlegt verk, hin fegursta músík.


Stephane Grappelli og Django Reinhardt



Fremstu string-swingarar allra tíma, fyrr og síðar og þótt víða væri leitað. Stofnuðu Quintette du Hot Club de France 1934 og hér sjáum við live upptöku (frá 1939) þar sem þeir leika hið ódauðlega J'attendrai. Ég mun bíða. Við erum að tala um heitustu gæjana!


Tim Rice og Andrew Lloyd Webber


- og öll þeirra stórverk. The Likes of Us, Evita, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat og auðvitað Jesus Christ Superstar sem allir þekkja og ætla ég að velja hér lagið hans Símonar úr bíómyndinni 1973.
En einsog alþjóð veit söng Ian Gillan hlutverk Jesú í fyrstu upptökunni 1970 og verð ég að troða inn einu lagi með Deep Purple sem minnir ískyggilega á Gethsemane. Hefur Gillan hugsanlega verið búinn að fá handritið í hendurnar og andinn komið yfir hann...


The Carpenters



Systkinin sem byrjuðu sem jazztríó (og þá auðvitað með bassaleikara sem þriðja mann) en enduðu í poppinu. Hér er bítlalagið Please Mr. Postman í skemmtilegri útgáfu The Carpenters. (og svona líka skemmtilegt myndband!)


Dave Brubeck og Paul Desmond


Ódauðlegt tvíeyki sem á sér skrykkjótta sögu.
Þeir hittust fyrst 1944 - þegar þeir höfðu báðir fengið herkvaðningu. Eftir einhver ár í hernum byrjuðu þeir að spila saman og stofnuðu tríó og spiluðu heilmikið. Á tímapunkti slettist samt sem áður upp á vinskapinn hjá þeim og fóru þeir hvor í sína áttina. Brubeck vildi ekki sjá Desmond nálægt heimili sínu og bannaði meira að segja konunni sinni að hleypa honum inn. Síðan er sagt að eftir nokkurn tíma hafi Desmond skotið upp kollinum fyrir utan hjá Brubeck og bankað upp á þegar sá síðarnefndi var úti í garði. Konan hleypti honum inn og sagði manni sínum síðan hver væri kominn. Desmond lofaði öllu fögru ef þeir gætu aðeins orðið vinir aftur og eftir langa mæðu sættust þeir loksins þegar hannn bauðst til að vera barnapía Brubeck-hjónanna. -
Þá stofnuðu þeir og voru aðalandlit The Dave Brubeck Quartet (1951) sem sem gerði lagið Take Five sem allir ættu að kannast við og síðar Take Ten sem er einskonar áframhald af helmingnum af því.

Topp 5 tvíeyki - Georg Atli

1. Tom Waits og Kathleen Brennan

Goðsögn í lifanda lífi, Tom Waits var/er órtúlegur lagasmiður þegar hann er einn, en ennþá betri með Kathleen.



2. Strummer & Jones – The Clash *UPPFÆRT*

Vanmetið lagahöfunda tvíeyki, fær engan vegin nógu mikið credit fyrir frábærar lagasmíðar, að mínu mati.



3. Morrisey & Marr – The Smiths

Voru nánast svarnir óvinir og sömdu nánast allt sitt í sitt hvoru lagi, það er góð saga sem fylgir þessu lagi en hún kemur seinna...



4. Axl Rose & Slash - Guns n' Roses

Rokkhundarnir, sést klárlega bæði á nýja Guns n’ Roses plötunni og öllu frá Velvet Revolver hvað þeir eru góðir saman og lélegir í sundur



5. Bret & Jemaine - Flight of the Conchords

Þarf að segja eitthvað um þessa annað en að þeir eru snillingar??

Tuesday, January 27, 2009

Topp 5 lög ársins 1982 - Krissa

Gurds, seini Skúli, yet again! ;/ Hélt fyrirfram að 1982 hefði nú ekkert verið spes tónlistarár en annað kom í ljós, það var bara hægt að finna ágætis tónlist - svona inn á milli (ég meina, Love Lift Us Up er t.d. ekkert í sérstöku uppáhaldi hjá mér ;)

5. The Clash - Should I Stay or Should I Go
Kom út á Combat Rock - hressleikinn uppmálaður!

Jútjúb jútjúb jútjúb


4. Human League - Don't You Want Me
Kom reyndar út á Dare! '81 en instrumental útgáfan kom út á Love and Dancing '82 þannig að þetta rétt sleppur með ;) Æðislegt synthapopp!

Jútjúb jútjúb jútjúb


3. Michael Jackson - Billie Jean
Thriller kom út 1982!

Jútjúb jútjúb jútjúb


2. Marvin Gaye - Sexual Healing
Alveg óþarfi að tala e-ð undir rós, betra að segja hlutina bara beint út ;)

Jútjúb jútjúb jútjúb


1. Tears for Fears - Mad World
And I find it kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I'm dying are the best I've ever had

Það er allt gott við þetta lag, allt!

Jútjúb jútjúb jútjúb
Meira jútjúb (klárlega þess virði að horfa á, þó ekki væri nema til að sjá hversu OFURsvalur gítarleikarinn er bwaha)
Og by the by, Gary Jules coverið er ekki síðra (jafnvel betra) en upprunalega útgáfan. Checkit!


Svo er smá svindl, ööörfá honourable mentions sem hefðu jafnvel bömpað einhverju af ofantöldum lögum út af topp 5 en fengu það ekki því þau komu út '81 (en voru all over ze place '82)
Kraftwerk - Das Modell
Soft Cell - Tainted Love (bara það að lagið kom út á hinni splendidly nefndu Non-Stop Erotic Cabaret ætti eiginlega að tryggja því smá mention)
Joan Jett & the Blackhearts - I Love Rock'n'Roll
Því þetta lag er jafn æðislegt og Britney Spears coverið af því er óbjóðslegt!
Kim Wilde - Kids in America

Sunday, January 25, 2009

Topp 5 lög ársins 1981 - Kristín Gróa

Ég fæddist 21. september á því herrans ári 1981 sem var nú bara þokkalega gott tónlistarár. Þann daginn voru Lionel Richie og Diana Ross á toppi bandaríska vinsældalistans með lagið Endless Love en í Bretlandi var það maðurinn með rakvélakinnbeinin Adam Ant sem var á toppnum með Prince Charming. Þið megið giska núna hver þessara artista komst á listann minn...


5. Dead Kennedys - Too Drunk To Fuck

Ég veit ekki hversu oft þetta lag hefur ratað á lista hjá mér ýmist í þessari upprunalegu útgáfu eða í flutningi Nouvelle Vague en ég get ekki hamið mig svo hér kemur það einu sinni enn.


4. Adam & The Ants - Stand & Deliver

1981 var árið hans Adam Ant. Af 40 vinsælustu lögum ársins í Bretlandi áttu hann og maurarnir hans hvorki meira né minna en fjögur og geri aðrir betur. Mér finnst Adam Ant alveg svakalega svalur og svo var hann geggjað sætur og með hvíta rönd málaða þvert yfir andlitið... what more could a girl ask for?! Ég var alvarlega að íhuga að koma í hans gervi í rokkstjörnuafmælið mitt og Rósu vinkonu í haust en missti alveg móðinn þegar allir sögðu "Adam who?" og föttuðu ekkert um hvern ég var að tala. Fólk!


3. Kim Carnes - Bette Davis Eyes

Internetið segir þetta vera vinsælasta lag ársins 1981 ef teknar eru saman niðurstöður af vinsældalistum út um allan heim en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég veit bara að þetta lag er algjört guilty pleasure hjá mér og ég get hlustað á það út í hið óendanlega.


2. New Order - Ceremony

Ian Curtis framdi sjálfsmorð árið 1980 og fljótlega eftir það stofnuðu þrír eftirlifandi meðlimir Joy Division hljómsveitina New Order. Curtis skrifaði textann við þetta lag og hann hafði sungið það með Joy Divison fyrir dauða sinn en það var ekki gefið út fyrr en í mars 1981 sem fyrsta smáskífa New Order. Ótrúlega fallegt lag.


1. The Specials - Ghost Town

Why must the youth fight against themselves?
Government leaving the youth on the shelf
This place, is coming like a ghost town


Árið 1981 voru Bretar ekki í góðum málum. Iðnaðarsvæðin í norður Englandi og Skotlandi voru lömuð af atvinnuleysi sem fór yfir 20 % í sumum borgum, þar á meðal heimaborg The Specials Coventry. Fátækt, atvinnuleysi og togstreita á milli kynþátta ollu víða óeirðum og mitt í þessu öllu fór þetta lag á topp breska vinsældalistann. Ég held að sjaldan hafi nokkur hljómsveit fangað eins tíðarandann og The Specials gerðu hér.

Friday, January 23, 2009

Topp 5 – 1981 Georg Atli

Ég fæddist árið 1981, hér kemur mitt topp fimm yfir tónlistarviðurði á árinu 1981:

1. 1. ágúst hefur MTV útsendingar og þetta er fyrsta lagið sem þau spila (lagið kom reyndar út 1979).



2. Bob Marley deyr 11. maí




3. Depeche Mode gefur út sína fyrstu plötu, Speak and Spell
, 6. október


4. Sonic Youth,


Mötley Crüe,


Metallica


og Kajagoogoo eru allar stofnaðar



5. Rolling Stones gefa út plötuna Tattoo You

1979 - zvenni

1979 - Smashing Pumpkins



Lag um 1979 og kom út á fínum tíma fyrir mig. 16-17 ára pjakkur að uppgötva nýja tónlist, bjór og hróarskeldu.

One Step Beyond - Madness



Hressir gaurar...


Disorder - Joy Division



Skuggalegur söngvari með skuggalega rödd.


Comfortably Numb - Pink Floyd


Brot úr vegg.

Pocahontas - Neil Young & Crazy Horse



Lagið var tekið upp 1975 en kom út á Rust Never Sleeps. Hér er hann varla að muna hvernig það byrjar eða þora að taka það.

Topp fimm 1979 lögin hans Árna

Árið 1979 var ár barnsins sem er mjög við hæfi því þá varð ég barn.
Boomtown Rats - I don´t like Mondays

Árið 1979 hófst á mánudegi, sá vikudagur átti eftir að koma meira við sögu því 29. janúar, fjórum mánudögum síðar, hóf Brenda Ann Spencer skothríð á samnemendur sína. Tveir létu lífið og átta slösuðust. Þegar Brenda var spurð um ástæðu verknaðarins svaraði hún einfaldlega: "I don´t like Mondays".


Sid Vicious - My Way

Einungis þremur dögum eftir skotárás Brendu Ann kom Sid Vicious úr heróínmeðferð og í veislu sem var haldin því til heiðurs mætti mamma Sids með heróín handa syni sínum sem var 99% hreint, nokk ólíkt hinu venjulega efni sem innihélt einungis 5%. Móðurgjöfin reið Sid að fullu og var hann úrskurðaður látinn daginn eftir.


The Libertines - Up the bracket

Rétt rúmur mánuður leið þar til arftaki Sid Vicious kom í heiminn en það var krúttlega vandræðabarnið Pete Doherty. Enn er ekki útséð með örlög Pete en vonandi þarf hann að minnsta kosti ekki að óttast mömmu sína.


Marianne Faithful - Working class hero

Árið 1979 ól af sér ýmis kombökk, eitt mjög gott (Faithful,) annað sem hefði betur mátt sleppa (The Who).


Smashing Pumpkins - 1979

Árið 1996 var gott ár. Ár greip Woodys með ryðguðum töppum, ár ýmissa íþróttaathafna á Ásvöllum, sundárið mikla og trúlega að einhverju leyti fæðing hressleikans í heild sinni. Sama ár kom líka þetta fína lag sem fangar stemninguna ágætlega.

Friday, January 16, 2009

matarlög - zvenni

Alan's Psychedelic Breakfast - Pink Floyd



Oh..uh..me flakes...
scrambled eggs, bacon, sausages, toast, coffee, marmelade..
I like marmelade...
pourridge is nice..
any cereal,
I like all cereals...
oh god...

Skynörvandi morgunmatur í sárið


Wild Honey Pie - Pixies



hunangsbaka!
hunangsbaka!

Villihunangsbaka bítlanna eftir endurbættri uppskrift smáálfanna.


Summer Cannibals - Patti Smith



Ate the summer cannibals
Ate, EAT EAT!
Ate the summer cannibals
Ate, EAT EAT!

Misjafn er mannanna smekkur.


Peaches en Regalia - Frank Zappa



Ferskjur í regngalla...?


Grænmetisvísur - Dýrin í Hálsaskógi


Sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

Topp fimm matarlögin hans Óskars

Það er ekki hægt að vera með matarþema án þess að bjóða rokkkokkinum Óskari og hér koma lögin hans í engri sérstakri röð.

The Beatles - "Savoy Truffle"

“Cool cherry cream and a nice apple tart
I feel your taste all the time we're apart
Coconut fudge really blows down those blues
But you'll have to have them all pulled out
After the Savoy truffle”

Segir bara allt sem segja þarf.


The Smashing Pumkins - "Mayonaise"

Mæjóið er náttúrlega ómissandi í matargerð.


Blur - "Bank Holiday"

“Bar-b-que is cooking
Sausages and chicken
The patio is Buzzing
The neighbours they are looking
John is down the fun pub
Drinking lots of larger
Girls and boys are on the game
All the high streets look the same”


Bob Dylan - "One more cup of coffee"

Fyrir mér er kaffibollinn á við góða máltíð.

Stuðmenn - “Sósa og salat”

“Þetta er langbesta sjoppa sem að ég hef komið í
Og hún er æðislega góð
Sósa og salat”

Topp fimm lögin hans Árna um mat


Sykurmolarnir - Eat the menu

Bítt´í epli, fáðu salat, kjammsað´á kæfu, éttu matseðilinn!!!

ps. hver er að dansa í lokin? Ég hélt að það væru bara stelpur sem dönsuðu...?


Beck - Beercan

Morgunmatur meistarans

Glámur og Skrámur - Í sælgætislandi

Trylltasta barnalag sem ég hef heyrt...

Dr. Gunni - Snakk fyrir pakk

Dr. Gunni af sinni alþekktu gjafmildi býður upp á fjórar útgáfur af þessum smellna smell.


Jesus Christ Superstar - The last supper

Ég er búinn að ofnota þennan ágæta söngleik en við höfum aldrei heyrt hann á...kóreysku!

Topp5... Pulsur - Georg Atli

Matur er Matur er Pylsa??

Pulsulistinn

1. Prefab sprout – the king of rock and roll

Hot dog, jumping frog, Albuquerque… meikar sense... eða ekki… eða bara alls ekki. Tékkiði endilega á textanum



2. David Lee roth – Hot Dog and a shake

I'm more that just a victim
of a hungry heart
kiss me quick
I'm double- parked


David Lee Roth er svangur og er að flýta sér...




3. Led Zeppelin - Hot Dog

Pulsa?




4. Captain Beefheart and The Magic Band - Tropical Hot Dog Night

Kafteinninn er alltaf jafn óræður, tvíræður og margræður...



5. NOFX – Hot Dog In A Hallway

Gæjarnir í NOFX eru það sem er oft kallað ,,chubby chasers” :-)



Áhugavert hvað pylsur virðast vera undarlega ofarlega í huga ólíkra tónlistarmanna og líka merkilegt að þetta er alls ekki tæmandi listi yfir pylsu/pulsu tengd lög....

p.s. hendi vídjó-linkum út og laga-linkum inn við tækifæri/nennu

Wednesday, January 14, 2009

Bishop Allen


Greetings from Seattle. Síðasti dagurinn minn hérna úti og þokkalega mikið að gera en ég var að finna svo æðislegt lag sem ég var búin að steingleyma og ég verð bara að tjá mig um það! Þetta lag minnir mig reyndar á febrúar í fyrra sem var bæði erfiður og skemmtilegur mánuður allt í bland... og þó minnir það mig sérstaklega á Kína því ég var jú einmitt í Kína í febrúar og var með playlista sem ég hlustaði kjánalega oft á á leiðinni í og úr vinnu og þar var þetta lag. Vá hvað þetta var klúðursleg setning. Aaaaanywho...

Hljómsveitin Bishop Allen kemur frá Brooklyn og er víst að fara að gefa út nýja plötu á árinu en ég veit svo sem ekki mikið meira um það allt saman. Lagið Like Castanets er nostalgíulagið mitt en The Monitor er líka fjári gott svo það fær að fljóta með. Jájá.

Bishop Allen - Like Castanets
Bishop Allen - The Monitor

Tuesday, January 13, 2009

2009 hressleiki par excelance!

Gríðarlegur nýárshressleiki hefur einkennt þennan toppfimm meðlim í dag. Er þá ekki tilvalið að skella inn nokkrum hressleikadæmum?

Numero uno er: Coconut Records

Þekkið þið eitthvað svona fólk sem virðist hafa fengið 5faldan skammt af hæfileikum? Svona fólk sem er ógó pógó klárt, kann að semja fáranlega góða tónlist, flytja hana, leika, teikna og er samt með svona 17 hæfileika í viðbót? Jason Schwartzman virðist vera einn af þessum dúddum. Hann kann ekki 'bara' að gera góðar myndir heldur virðist hann líka kunna að semja tónlist...og flytja hana. OK OK, hann var memm í að semja óþolandi theme songið í The O.C. Sólódótið hans sem Coconut Records hinsvegar er kannski langt því frá frumlegast í heimigeimi en hresst er það og hreinasta æði pæði. Merkilegt! All that talent pakkað saman í einn pínuponsulítinn dúdda.

Anywho, önnur plata svartmannsins, Davy, kemur út núna í janúar...skibbísens fyrir því! Fyrri platan var kannski pínu mistæk en inn á milli eru most awesome lög. Reynið t.d. að hlusta á Nighttiming án þess að langa til að dilla af ykkur rassinn! Afhverju er Nighttiming ekki allstaðar spilað þar sem fólk á að hrista rassa? Tjah, maður spyr sig.

Coconut Records - Nighttiming
Coconut Records - Microphone
Coconut Records - Mama Hvað er betra en bara Jason Schwartzman að syngja? Jú, þegar Zooey Deschanel syngur með honum!

Svo finnst Kristínu söngur Jasonsins líka minna sig svolítið á Kevin Barnes og ég er bara ekki frá því að það sé rétt hjá henni! Það er aldrei ókostur ;)



Numero dos: Bear Cat

Ef þú ert nýsjálenskur, elskar pöndur og Ramones og Ronettes þá stofnarðu apparently hljómsveit og syngur bara lög um pöndur. Hljómar fullkomlega rökrétt, ekki satt? Þetta er allavega hressleikinn uppmálaður og fyllilega viðeigandi á degi sem þessum!

Bear Cat - Red Panda Blues



Og síðast, en alls ekki síst: Hercules and Love Affair

Já, ok, ég er ekki fyrst til að dásama Hercules and Love Affair en hey, þetta er bara svo yfirmáta hresst og dansvænt...úff púff! Og hverjum dettur líka í hug að fá Antony Hegarty til að syngja inn á 'disco' lag? Tjah...

Hercules and Love Affair - Hercules' Theme
Hercules and Love Affair - Blind

Saturday, January 10, 2009

Uppgjör Árna á árinu 2008

Sæl öllsömul og afsakið listaleysið mitt að undanförnu.
Hér kemur árið mitt...

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Held að ég hafi aldrei verið jafnlatur við að sækja tónleika og í ár en bestu tónleikar ársins eru:

Neil Young á Hróa...hef sjaldan séð nokkurn mann spila á gítarinn sinn af jafnmikilli hörku.

Grinderman á Hróa...gredda og grár fiðringur en samt með snyrtileikann í fyrirrúmi.

Reykjavík! á Kaffibarnum...þegar við gengum inn þá stóðum við á milli bassaleikarans og trommarans. Svo var Bóas klifrandi upp á öllu, fólk að góla í míkrófóninn, guttar að grípa í gítara og spila með, Jack Daniels flöskur sem gengu um meðal áhorfenda og svo bara svaka gaman.

Stones tribute á Dillon sportbar...óskilgetinn sonur Jaggers kom þarna fram því líkindin voru skuggaleg.

Síðast en ekki síst er þegar Heiða í Unun tók Lög unga fólksins á Menningarnótt í Friðarhúsinu...takk Óskar fyrir óskalagið

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Hef átt góðar stundir með Koggu frænku minni að hlusta á tónlist og hef því uppgötvað Pílu pínu og Glám og Skrám á nýjan leik. Mjög góð lög, ekki síst hjá Röggu Gísla.

Fór loksins að hlusta almennilega á Neil Young í tilefni af hróa. Silver and gold stendur upp úr af þeirri hlustun.

Megas og Passíusálmarnir. Fór að kenna 17. öldina og sálmarnir létu mig ekki í friði.


3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Að hafa ekki farið á Þursana, Sigur rós, Björk í Norræna húsinu, Aldrei fór ég suður, Síldarbræðsluna í Borgarfirði eystri og Airwaves.


4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Fleet foxes
Kings of Leon
MGMT
Bonnie Prince Billie
FM Belfast
Ólafur Arnalds
Heima með Sigur rós

5. Hver er bjartasta vonin?

Bon Iver er svaka skemmtilegt
Sin fang bous kom sterkur inn rétt fyrir jól


6. Ætlarðu á Hróa 2009?


hugsanlega...

Heimsyfirráð eða dauði - stofnun Nashville deildar ToppFimmÁFöstudegi og nýir listamenn hægri vinstri


Já sæll!

Í dag bættust tveir nýir listamenn í toppfimm hópinn! Fyrstan ber að nefna Georg sem er búinn að vera allra manna duglegastur að koma með lista undanfarið þannig að sú viðbót er klárlega frábær og toppfimm eingöngu til framdráttar ;)

Og þar sem toppfimm stefnir að sjálfsögðu á heimsyfirráð var ákveðið að opna nýja deild í sjálfri country music capital of the world - Nashville, TN. Hinn nýji listamaðurinn, Óli Dóri, mun halda þar úti starfsemi næsta hálfa árið eða svo. Óli Dóri er drengur góður, Elvis aðdáandi og gríðarlega mikill smekkmaður á tónlist þannig að við megum búast við æsispennandi listum frá honum auk pósta um local Nashville bönd, Graceland skrepp og country fróðleiks ;)

Þessu ber að fagna - vúhú!

Lokauppgjör 2008 - Krissa

1. Bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Jebus minn ég sá svo mikið af góðum tónleikum á árinu, litlum sem stórum, nýju dóti og gömlu. Smærri tónleikarnir stóðu samt eiginlega upp úr á þessu ári og ég held ég þurfi að segja að Man Man (hversu oft get ég sagt það eiginlega) hafi verið bestir á Le National í Montréal í apríl. Voru á fullkomnum tíma, á fullkomnum stað, mér veitti svooo ekki af smá break og að skreppa í ofurhressleikann var exactly what I needed.

A close second var líklega að sjá The Kills þegar Kristín heimsótti Montréal deildina í maí. Bjóst einhvern veginn ekki við miklu en svo voru þau bara geðveik og það var svo brjálæðislega mikill kynþokki á sviðinu að maður varð næstum vandræðalegur við að horfa á það haha

2. Gamalt dót sem ég uppgötvaði á árinu:
Nashville Skyline plata Dylan var bara plata ársins hjá mér - eða allavega soundtrack fyrri hluta ársins! Úff púff! Hún hafði bara einhvern veginn farið alveg framhjá mér.

Svo telst það nú kannski ekki gamalt, en kom allavega ekki út á árinu, að ég afrekaði loksins að hlusta á Panda Bear eftir að hafa keypt Person Pitch í byrjun ársins. Og ég skil engan veginn afhverju ég hlustaði ekki á hann fyrr? Hvaða rugl var það eiginlega? Ég meina, Bros er bara svo fáranlega æðislega awesomely gott lag!

Og já, svo tók ég allsvaðalegt æði aftur fyrir The Milk of Human Kindness með Caribou eftir að sjá hann í apríl - hann var bara simply of góður og ég var með plötuna á repeat næstu vikurnar þegar ég rölti um götur Montréal - endurtók algjörlega æðið sem ég fékk þegar hún kom út :)

3. Vonbrigði ársins
Engin ein plata eða hljómsveit sem ég varð fyrir neinum gríðarlegum vonbrigðum með á árinu. En tónlistartengd vonbrigði ársins eru samt svo mörg að þau eru í punktaformi:
  • að missa af Dodos live í Montréal út af einhverju asnalegu eins og að þurfa að skila verkefni í skólanum eða e-ð.
  • að neyðast til að sitja undir Rihanna á undan Kanye. Ég bjóst nú við að það yrði allavega hresst eða e-ð en það var bara...leiðinlegt! Held í alvöru að það skásta sem ég hafi um málið að segja sé að sviðið var alveg fínt haha. Hún var allavega engan veginn góð upphitun!
  • að hafa gleymt (nei sko, bókstaflega, gleymt!) að mæta á El Perro del Mar og Lykke Li eftir að vera löngu búin að kaupa miða og vera búin að tala um tónleikana oft í vikunni. Fatta svo í hádeginu daginn EFTIR tónleika að ég átti að vera e-s staðar kvöldið áður.
  • að hafa ekki skellt mér á M.I.A. þegar hún var að spila úti. Man ekki hvort það var forgangsröðun sem réði eða hvað en það var klárlega rugl að fara ekki!
  • að hafa ekki séð Duchess Says þegar ég var nýkomin út til Kanada - heyrði plötuna viku seinna eða e-ð og varð ansi fúl!
  • Xiu Xiu tónleikarnir sem ég fór á voru pínu vonbrigði. Upphitunin (Thao Nguyen and the Get Down Stay Downs) var betri en sjálft aðalnúmerið, allavega það kvöldið!
  • Og síðast, en alls ekki síst, sé ég eftir að hafa gengið út úr miðasölunni 5 mín áður en Tom Waits hóf spilerí í Mobile í Alabama í sumar - út af einhverju svona asnalegu eins og að sætin væru svo fáranlega léleg og miðaverðið svo hátt. Ég meina, hversu oft fær maður tækifæri til að sjá Waits live? Þó það sé bara í partial view? ;/

4. Ætlaði alltaf að tékka á en trassaði:
Bon Iver! Veit ekki hversu oft ég hugsaði að ég yrði að fara að tékka á honum en gerði ekki. Bara búin að heyra svona lag og lag og öll hljóma þau fáranlega vel. Spurning um að verða sér úti um hana hið fyrsta :)

5. Bjartasta vonin
Úff to the púff! Uhh...á ég að vera fyrirsjáanleg og segja bara Fleet Foxes? Kemur allavega fáranlega sterklega til greina! Verður spennandi að heyra plötu nr. 2 :)

6. Hvaða tónleikar komu þér mest á óvart á árinu?
Ég fór að sjá Patrick Watson ásamt alveg heilum helling af e-m öðrum tónlistarmönnum frá Montréal í janúar. Kvöldið var til að vekja athygli á Baie Déception sem er um inúítana í Nunavik og vesenið þar. Meira vissi ég eiginlega ekki áður en ég fór. Þegar ég mætti í Corona tók svo allt annað við mér en ég bjóst við. Flott gamalt leikhús, hálfkjánaleg mynd um inúítana til að byrja með, endalaust mikið af góðri tónlist, Patrick Watson auðvitað frábær en Brad Barr ekki síðri og ég hafði aldrei heyrt neitt með honum áður. Upplestur á frönsku og ég geðveikt sátt við að skilja part og part, þrátt fyrir að vera nýkomin út...úff þetta kvöld var bara yfirmáta frábært á allan hátt! Betri lýsing fæst á Midnight Poutine :)

Svo kom Sam Amidon mér skemmtilega á óvart á Airwaves :)

Friday, January 9, 2009

Lokauppgjör 2008 - Kristín Gróa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Ég sá reyndar alveg fáránlega mikið af flottri tónlist á árinu en þeir fara allir í einn graut því ég afrekaði strax í febrúar að sjá bestu tónleika lífs míns. Ég gerði mér ferð til Kaupmannahafnar til að sjá hetjuna mína hann Neil Young spila og ég kem aldrei til með að upplifa annað eins. Hálft settið var hann einn acoustic og svo kláraði hann þetta með hljómsveit og gaf allt í botn með old black á öxlinni. Að sjá átrúnaðargoðið sitt spila öll sín bestu lög í fantagóðu formi í tvö þúsund manna sal er eitthvað sem er ekki hægt að toppa. Ég sá hann reyndar aftur á Hróarskeldu og það var geðveikt en þessir tónleikar í Kaupmannahöfn voru út úr kortinu.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

So the great affair is over but whoever would have guessed
It would leave us all so vacant and so deeply unimpressed
It's like our visit to the moon or to that other star
I guess you go for nothing if you really want to go that far


Leonard Cohen. Tjah kannski fullmikið sagt að ég hafi verið að uppgötva hann á árinu en lengi vel var New Skin For The Old Ceremony eina platan sem ég hafði hlustað á. Ég bætti þremur plötum í safnið á árinu og féll pínku fyrir kallinum. Textarnir hans eru kreisí góðir.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?


The Notwist platan The Devil, You + Me. Ég keypti hana algjörlega óheyrða af því ég hafði lesið svo rosalega margt jákvætt um hana en jánei... mér fannst hún eiginlega bara leiðinleg. Ótrúlega unremarkable plata.

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?


Microcastles með Deerhunter hefur enn ekki fengið að hljóma í mínum eyrum en hún þykir almennt einn af hápunktum ársins. Ég var reyndar örugglega eina manneskjan sem kveikti aldrei á Cryptograms og samt á ég hana uppi í hillu... svo kannski fíla ég nýju ekkert heldur? Hmmm.

5. Hver er bjartasta vonin?

Á topp fimm plötulistanum mínum voru þrjár debut plötur en vinninginn hafa Fleet Foxes, það er engin spurning. Ótrúlega þroskuð og vönduð frumraun sem þeir sendu frá sér.

6. Bónusspurning að eigin vali

Hverjar voru bestu íslensku plötur ársins?


FM Belfast - How To Make Friends, Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust og Ultra Mega Technobandið Stefán - Circus.

Lokauppgjör - Georg Atli

1.Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Tindersticks, klárlega. Ég var búinn að bíða allt of lengi með það að sjá þá live og loksins komst ég svo að sjá þá og varð ekki fyrir vonbrigðum, magnaðir tónleikar í alla staði og Stuart Staples er massa svalur.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Humm… Seasick Steve… telst hann sem gamalt dót?? Hann er amk gamall og spilar á eldgamlann gítar þó svo að plöturnar hans séu ekkert langt síðan plöturnar hans komu út…

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Að komast ekki á Hróarskeldu þegar næstum allir aðrir fóru…og lænöppið var líklega það besta í langan tíma

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Animal Collective og Neutral Milk Hotel. Þekki þessi bönd engan veginn nógu vel (en líkar vel við það sem ég hef heyrt) og hef líka alltaf ætlað að hella mér í djass og gamlan blús…..

5. Hver er bjartasta vonin?
Úff… margar nýjar góðar á 2008… Fleet Foxes, Bon Iver, Marnie Stern…. hef heyrt góða hluti með The Temper Trap fyrir 2009.

6. Hvern/hverja værir þú mest til í live 2009?
Tom Waits, ekki spurning alltaf Tom Waits, og Arcade Monkeys, Fleet Foxes, Bon Iver og Apparat Organ Quartet.

Lokauppgjör - Erla Þóra

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Why? í Montréal í mars.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?


Leonard Cohen. Hálfkjánalegt að uppgötva hann svona seint, en gamla stöffið hans er flott.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Erfitt að segja... en ég ætla að segja Fuck Buttons á Airwaves. Úff.

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Lykke Li. Stefni nú samt enn á að tékka á skvísunni!

5. Hver er bjartasta vonin?

Fleet Foxes.

6. Bónusspurning að eigin vali

Hvaða tónleika öfundaði ég aðra að fara á á árinu?
Klárlega Man Man tónleikarnir í Montréal í Apríl sem Krissa fór á! Hefði nú reyndar líka alveg verið til að í að hafa farið með henni að sjá Kanye West for that matter.

Thursday, January 8, 2009

Lokauppgjör!


Toppfimm mun kunngjöra lokauppgjör ársins 2007 núna á föstudaginn. Eftir þetta munum við horfa fram á veginn og hætta að velta okkur upp úr fortíðinni... promise! Það sem kemur í ljós er hvað okkur finnst um eftirfarandi:

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
5. Hver er bjartasta vonin?
6. Bónusspurning að eigin vali

Þangað til:

Pnau and Ladyhawke - Embrace (Fred Falke & Miami Horror Remix)

Monday, January 5, 2009

Topp 5 plötur ársins 2008 - Kristín Gróa


5. Wolf Parade - At Mount Zoomer

Einhverra hluta vegna fór ekkert sérstaklega mikið fyrir þessari plötu og almennt fékk ég þá tilfinningu að fólk hefði orðið fyrir vonbrigðum með hana. Mér fannst þetta aftur á móti heilsteypt og góð plata sem var algjörlega rökrétt skref frá Apologies To The Queen Mary.





4. The Dodos - Visiter

Alveg hreint æðisleg plata. Hún er kannski ívið of löng og það hefði alveg mátt grisja hana aðeins en hápunktarnir eru svo svakalegir að þeir halda henni uppi.





3. Vampire Weekend - Vampire Weekend

Án efa skemmtilegasta plata ársins. Ég mana ykkur til að hlusta án þess að brosa og dilla ykkur... ekki hægt!





2. Fleet Foxes - Fleet Foxes

Þvílík debut plata. Það er eins og hún komi frá afskekktum stað á öðrum tíma, ekki Seattle nútímans. Ótrúlega heilsteypt og falleg plata.





1. TV On The Radio - Dear Science

Ég efaðist ekki augnablik um toppsætið. Þeir verða bara betri og betri félagarnir og þessi plata er svo margslungin, grípandi, dansvæn, gáfuleg, frumleg og bara engu lík! Eftir að ég fékk hana í hendurnar hefur varla annað komist í spilarann.

Friday, January 2, 2009

2008 - zvenni

Hlustaði á nokkrar plötur á árinu, uppgötvaði nýjar og rakst á gamlar. Allt í allt fínt ár.

í engri sérstakri röð...

Dig, Lazarus, Dig!!! - Nick Cave & The Bad Seeds

Link
(hér sést Cave afla 70. þús punda til góðgerðarmála með því að taka smell Destiny's Child's Bootylicious í frægafólkskarókípartíi)

Gamli góði Cave með vondu fræjunum sínum getur enn gert góða plötu, hversu margir eldast og halda samt áfram að gera góða hluti? ekki allir... er alla veganna sáttur við kauða og plötuna hans, og hér er uppáhaldslagið hans Gulla frænda af henni, skál Gulli!

More news from nowhere


Horses - Patti SmithLink

Man ekki alveg hvenær ég keypti þessa plötu, máski á Glastonbury í hitteðfyrra... en alla veganna þá gleymdist hún í rekkanum og aðrar voru teknar fram yfir. Óvænt datt hún svo inn í haust með miklum og góðum afleiðingum.

Free Money


For Emma, Forever Ago - Bon Iver


Hæg og mjúk plata sem kom mér mikið á óvart, búinn að hlusta afar mikið á hana í ár. Bon Iver rokkar... en ekki bókstaflega.

Blindsided


Astral Weeks - Van Morrison


Önnur plata sem ég átti til í rekkanum en gaf mér aldrei tíma til að stúdera fyrr en síðasta sumar. Þurfti nokkrar hlustanir en var vel þess virði. Mæli með plötunni fyrir fólk sem langar að kynna sér Manninn, ef henni er gefinn smá tími og athygli hverfur maður inn í þverflautu- og strengjaskotnar stjörnuheimsvikur Van Morrisons.

Sweet Thing


Með Suð Í Eyrum Við Spilum Endalaust - Sigur Rós


Plata sem ég keypti mér í haust og er enn að hlusta á. Að mínu mati óhefðbundnasta plata sveitarinnar hingað til, þ.e. sú venjulegasta... en hei, hefðbundið hér, óhefðundið þar, Girls will be boys and boys will be girls, Its a mixed up muddled up shook up world except for lola
Lo-lo-lo-lo lola...

Íllgresi

Topp 5 Plötur 2008 - Georg

1. Bon Iver – For Emma, Forever Ago

Einlægasta og fallegasta og sárasta og besta plata sem ég hef heyrt í langann tíma... (ok hún kom út í des 2007 en mér finnst hún svo góð að ég ætla samt að hafa hana efsta á 2008 listanum)



Skinny Love a la Blogotheque





2. Cut Copy – In Ghost Colors

...sækadelic-elektró-rokk??? Rosalega flott og gott og hressandi, soldið líkt MGMT en mér finnst þetta betra.



Hearts On Fire:





3. Fleet Foxes – Fleet Foxes

Nýliðar ársins með ótrúlega þægilega plötu (þægilegt er meint á sem bestan hátt), þeir fá fullt lánað allstaðar frá og gera það bara mjög vel.



White Winter Hymnal





4. Marnie Stern – This Is It And I Am It And You Are It And So Is That And He Is It And

She Is It And It Is It And That Is That

Óhljóða-pönk-krútt (eða eitthvað svoleiðis) með geðveikt flottum gítar!



Ruler







5. Flying Lotus – Los Angeles


Hipp-hopp plata ársins



Vídjóið er hér, en það er víst ekki við allra hæfi (enda var það bannað af Youtube)... og það eru blikkljós svo ekki horfa ef þið eruð flogaveik...





Komust-ekki-alveg-á-listann-listinn

MGMT – Oracular Spectacular

Fucked Up – The Chemistry Of Common Life

Glasvegas - Glasvegas

Beck – Modern Guilt

Nick Cave – Dig, Lazarus Dig!

Vampire Weekend – Vampire Weekend

Portishead - Third

TV On The Radio – Dear Science