Friday, May 29, 2009

Topp 5 reytt fiðurféshúð- Unnur Birna



Gæsahúð með engum fjöðrum, jakk. Ég nennti ekki að fara að leita eftir kjánahrollslögum, en ég hef sjaldan fengið jafn mikinn kjánahroll og þegar ég sá þetta.
ALLAVEGA!

Hér skulum við nú samt hlusta á eitthvað alminnileght.

Í útsetningu Come Shine öðlast þetta margspilaða lag glænýtt líf. Píanóþrástefsfílingurinn stelur senunni að einhverju leyti, risið í laginu er ótrúlega vel presenteraður, hlusta skal í háu volumi í góðum græjum. Fann diskinn aftur eftir nokkurn tíma og hlustaði á í bílnum og bíllinn fékk vængi og ég sveif yfir götunni...

Mestu gæsahúðina fæ ég þó þegar Mánar taka þetta lag og pabbi minn öskrar í lokin. Oh my God!!

j) Where Do I Go From Here - The Carpenters

Svolítið öðruvísi gæsahúð, en að spila þetta á blasti í bílnum (ég bjó sko einu sinni í bílnum mínum) og syngja með (helst í ástarsorg) er kikk útaf fyrir sig.

k) Perfect Strangers - Deep Purple

Að spila þetta lag live með góðum undirtektum áhorfenda fær meira að segja rökuð hár til að rísa.

Stórt lag. Ris, sig, ris, sig og risa ris með trommubreiki í lokin sem fer alveg með mig og gæsahúðin verður svo mikil að ég fæ fjaðrir og tekst á loft. Heitasta band í heiminum í dag.

2 comments:

Georg Atli said...

Sjitt hvað Furkan er svakalega fyndinn!!!!

Unknown said...

HAHA ég hélt fyrst að þú værir á myndinni!!!!