Friday, May 8, 2009
Topp 5 vangalög - Kristín Gróa
Þegar ég var tólf ára þá var aðalspenningurinn við það að fara á bekkjarkvöld að sjá hverjir myndu vanga við rólegu lögin. Það kom ekki oft fyrir að ég tæki þátt í slíku (búfokkinghú eh?) en það kom þó fyrir. Einhverra hluta vegna tengi ég bara tvö lög við þetta og það eru lögin í fyrsta og öðru sæti á þessum lista. Hin eru meira lög sem eru fullkomin vangalög ef maður stundaði þannig lagað lengur ;)
5. Eric Clapton - Wonderful Tonight
Fyrir þá sem eru í sambandi.
4. Chris De Burgh - Lady In Red
Fullorðins, pínku hallærislegt en engu að síður frekar frábært.
3. The Bangles - Eternal Flame
Ókei ég elska þetta lag klárlega.
2. Roxette - It Must Have Been Love
Einn af klassíkerum tíunda áratugarins enda fæ ég mega nostalgíukitl þegar ég hlusta á þetta.
1. Bryan Adams - Heaven
Það er örugglega bara nostalgía en mér finnst þetta næstum því gott lag. Þetta er allavega í mínum huga ultimate vangalagið.
Labels:
Bryan Adams,
Chris De Burgh,
Eric Clapton,
Roxette,
The Bangles,
vangalög
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
respect að minnast á Roxette. Vanmetin hljómsveit
Post a Comment