Friday, June 1, 2007

Topp 5 guilty pleasures - Zvenni

Don't Stop Believing - Journey

Heyrði þetta lag í sjónvarpsþætti þar sem brandarinn gekk út á að aðalsögupersónan væri journey-aðdáandi. Ég hló grunlaus að honum eins og hinir. Samt sem áður losnaði ég ekki við lagið úr höfðinu. Endaði á að hala því niður og þá var það komið til að vera.


You Only Tell Me You Love Me When You're Drunk - Pet Shop Boys

Man hvað ég gerði mikið grín að Palla vini mínum fyrir að fíla þetta halló júróhommapoppband. Hló bókstaflega að honum. En rakst síðan einhvern tímann á texta á netinu sem mér fannst ansi smellinn. Eitthvað í anda Cave eða Cohen um óendurgoldna eða íllendurgoldna ást. Fannst þetta virkilega öflugt. Komst síðan að því að þetta var Pet Shop Boys. Var ekki sáttur. En ákvað að takast á við fordóma mína, heimsótti Palla og fékk diskinn lánaðann. Og viti menn, þrátt fyrir halló intró, útró og synth-útsetninguna þá var það bara ansi gott.

I Can Make You A Man - Tim Curry

He'll be pink and quite clean
He'll be a strong man, oh honey...
But the wrong man


Tim Curry í toppformi í hlutverki sínu sem Dr Frank-N-Further í The Rocky Horror Picture Show. Hlustaði ansi mikið á plötuna þegar ég var yngri. Skildi lítið í textunum, sá svo myndina hjá Guðjóni vini mínum, það útskýrði margt.

Faith Of The Heart - Russell Watson

Mjög umdeilt lag. Var upphafslagið í Enterprise, nýjustu star trek seríunni. Framleiðendur þáttanna ákváðu að breyta út af vananum og nota popplag í stað hálfklassisks hljómverks eins og hefð var fyrir. Útkoman var Bon Jovi-legur og væminn söngur um trú á styrk manneskjunnar og staðreyndina að ef viljinn kemur frá hjartanu er allt mögulegt. Átti reyndar vel við þema þáttana sem gerðust 100 árum áður en hinar seríurnar áttu sér stað í framtíðinni. Mannkynið rétt búið að uppgötva vörpuaflið (þökk sé Zefram Cochrane) og er að stíga sín fyrstu skref í geiminum fyrir alvöru í skugga Vúlkananna sem vilja halda aftur af ákafa jarðnesku frumherjanna vitandi betur um hætturnar sem bíða þeirra. En ekkert getur stöðvað mann eins og kaptein Jonathan Archer (leikinn af Scott Bakula úr Quantum Leap þáttunum) í að fljúga skipinu sem faðir hans vann svo hart að en lifði ekki til að sjá komast úr geimhöfn.
Allaveganna... hræðilegt lag sem venst hægt og hægt og um mitt annað tímabil af líftíma þáttanna var það orðið bara ansi gott. Þeir dóu stuttu seinna. Ekki nægt áhorf.

Babooshka - Kate Bush

Sá myndband á vh1 sem óharðnaður táningur. Kate Bush klædd sem einhvers konar Zenu-Valkyrja sveiflandi sverði og svífandi í kring um kontrabassa til skiptis. Lagið var heillandi á undarlegan hátt og hræðilega hallærislegt á sama tíma. Tók langan tíma að melta það almennilega. Varð aldrei almennilega samur eftir það.

2 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Ég held að Journey sé bara eitt stórt guilty pleasure band. Það fílar þetta enginn í alvöru með straight face

Anonymous said...

Ég geri ráð fyrir því að þú sért að tala um scrubs og það var frábær þáttur. Ég fíla þetta journy lag líka.