Friday, November 21, 2008

Óþekkt bræðralög - Krissi


Hver kannast ekki við að mæta í partí með stóra bróður og
heyra allt kvöldið útundan sér setningar eins og "ooo,
hvað er litli bróðir hans að gera hérna, af hverju er
hann ekki bara heima?" ....?

Mín bræðralög snúast um litlu bræðurna sem vildu líka
meika það en stóðu alltaf í skugga stórabró.

The Scaffold - Thank you very much
Þetta snilldarlag er eftir litla bróður Paul McCartney sem
kallaði sig Mick McGear. Bandið hans, The Scaffold, varð
ekki eins frægt og Bítlarnir en voru ákaflega hressir
sveinar þrátt fyrir það (mæli einnig með hittaranum þeirra,
Lily the Pink). Ef þið hlustið á lagið til enda og fáið
það ekki á heilann skulda ég ykkur kók og prins.

Chris Jagger - Baby is blue
Krissi litli bróðir er miklu hæfileikaríkari en stóri
leiðinlegi bróðirinn.
http://www.chrisjaggeronline.com/

Dave Davies - Death of a clown
Dave bjó til gítarsándið í You really got me og fékk
inn einstaka lag á Kinksplötum en var kúgaður af stóra
bróður, Raymond Douglas Davies. Síðast er ég vissi
töluðust þeir ekki við. Death of a clown er auðvitað
tær snilld.

Tom Fogerty - Joyful Ressurection
Tom Fogerty fékk enga sénsa með sitt efni hjá Creedence
Clearwater Revival enda réði John bróðir öllu. Tom fékk
sig fullsaddan, hætti í bandinu 1971 og hóf sólóferil.
Hann talaði ekki við Jón bróður undir það síðasta en
stundaði að hringja inn í útvarpsþætti og blaðra við
útvarpsmenn um daginn og veginn. Tom lést úr eyðni 1990
en síðasta platan hans hét Sidekicks.

David Knopfler - 4U
Dave litli Knopfler er litli bróðir Marks. Hann var á
gítarnum hjá Dire Straits á fyrstu tveimur plötunum en
hætti svo í bandinu vegna rifrilda við stóra bróður.
Þeirra samband er enn í tómu fokki að sögn Dave. Dave
hefur gefið út slatta af plötum og fengið helvíti góða
dóma.
http://www.myspace.com/davidknopfler


No comments: