Friday, November 14, 2008

Topp 5 live lög - Kristjana

Eeerfitt!!! Gat engan veginn valið topp 5 live lög þannig að ég setti mér frekari skorður: topp 5 live lög sem ég hef sjálf séð flutt...et voila:


Nei nei, ég er ekkert svooo gömul. En ég náði að sjá The Who á Glasto í fyrra og get því tótó klínt þessu hérna með ;)




Öll Man Man lögin eru most awesome live...öll! :) Skeggjaðir sveittir karlmenn í tennisstuttbuxum, skraut, ljósaseríur, öskur, hopp, læti, hnífapör og skálar notuð sem hljóðfæri og bara almennt brjálæði! Það er allt gott við þetta ;)




Óviðjafnanlega flott live...með öllum trommunum! Úff!




Wake Up er lagið sem verður til þess að maður stappar svo mikið fótum að maður hálfbrýtur allar tær! Bættu við þónokkrum þúsundum af eplaciderfullum bretum og fáranlega vel tónlistarlega þenkjandi ferðafélögum og þú ert komin með fullkomna live upplifun!

Og ég hefði gefið ofboðslega margt og mikið til að sjá Power Out á Rock en Seine 2005!




Hef einu sinni séð þetta flutt live og það var fullkomið in every way. Hinsvegar eru engar upptökur til af því. Buckley og Nina Simone gerðu þetta samt líka vel þannig að þau fá bara heiðurinn ;)





Svo verður að vera eitt honourable mention. Tom Waits hef ég aldrei séð live en ég komst nálægt því í Mobile, Alabama í sumar. Stóð fyrir utan Saenger Theatre þegar hann var að byrja en tímdi ekki morðfjár fyrir skítasæti uppi í rjáfri og fór því ekki inn. Mér finnst samt 'næstum séð' nógu gott til að hann fái honourable mention og A Christmas Card From A Hooker In Minneapolis er bara ógó pógó flott live og það er gaman að heyra í áhorfendunum hlæja.

No comments: