Ég hef oft sagt að ég hafi ekki fattað RHCP fyrr en ég sá Live at Slane Castle. Þetta er eitt af þessum böndum sem algerlega springur út á tónleikum og maður sér hvað það er uppfullt af hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þetta lag er gott dæmi um það. Fínasta lag á plötu en á tónleikum fær það nýtt líf og er það að miklu leyti snillingnum John Frusciante að þakka sem virðist geta gert það sem hann vill með gítarnum sínum.
4. Daft Punk - Superheroes / Human After All / Rock'n Roll(Alive 2007)
Alive 2007 platan með Daft Punk er alger snilld og ein besta live plata sem ég veit um. Þetta er lokalagið á plötunni(fyrir uppklapp) og nær geðveikin algjöru hámarki á seinustu metrunum.
3. Tool - Pushit(Live)
Tool er efst á listanum mínum yfir hljómsveitir sem ég verð að sjá áður en ég dey. Hérna taka þeir Pushit í nýrri útgáfu og lagið er svo frábrugðið upprunalegu útgáfunni að Maynard verður að biðja áhorfendurna um leyfi og traust þeirra áður en lagið byrjar.
2. Radiohead - Like Spinning Plates
Like Spinning Plates er alveg frábært lag af hinni vanmetnu Amnesiac plötu. Lagið var tekið upp afturábak en þar sem að það er mjög erfitt að gera það á tónleikum þá þarf að fara aðeins öðruvísi leið að því og maður kemst að því að þetta er einfaldlega alveg gullfallegt lag.
1. The Who - Young Man Blues(Live at Leeds)
Live at Leeds eiga að vera bestu tónleikar sem hafa náðst á band. Ég held að það sé bara rétt!
mp3 kemur seinna
No comments:
Post a Comment