bob hund - Istället För Musik: Förvirring [Från Replokalen -95]
Hef séð þessa kappa þrisvar á sviði en vildi svo mikið hafa séð þennan flutning. Frekar mikið rugl, einn fer út af laginu og hinir sjá hvað er að gerast, í stað þess að stemma hlutina af og laga þá eru allir á einu um að einfaldlega halda áfram og rugla enn meira í taktinum, erindum, versum og því meira fokk í forminu því betra. Algjör ringulreið. Mikið rokk og mikið ról.
Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Tuseday?, no, Sunday night....
Því miður ekki góð hljóð- eða myndgæði en þvílíkir tónleikar. Fær mann til að langa til að fara oftar í kirkju.
Nick Cave - Wild World
Lifandi á Íslandi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð, Cave að taka gamalt Birthday Party lag. Byrjar rólega með hægri en öruggri uppbyggingu, píanó, trommur, bassi og smá Warren Ellis á fiðlu en áður en yfir lýkur er Cave farinn að hamra á lyklaborðið með mikrafóninum og væla eins og heróínfíkillinn sem hann var.
Arcade Fire - Wake Up
Ein svakalegasta hópupplifun sem ég ef verið lent í. Band í þvílíkri stemmningu og spilagleðin allsráðandi. Heyra og sjá fjöldann taka undir. Vel þess virði að vera blautur í nokkra daga.
Tom Waits - Innocent When You Dream
Í raun er þetta eini maðurinn sem ég þarf að sjá á tónleikum. Er búinn að sjá allt sem mig langar mest að sjá, Pixies, Cave, bob hund, Who, Tull, Dylan, Young, Waters... en þessi er eftir. Sögumaður dauðans.
Friday, November 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment