Friday, November 14, 2008

topp 5 lifandi lög - zvenni

bob hund - Istället För Musik: Förvirring [Från Replokalen -95]
Hef séð þessa kappa þrisvar á sviði en vildi svo mikið hafa séð þennan flutning. Frekar mikið rugl, einn fer út af laginu og hinir sjá hvað er að gerast, í stað þess að stemma hlutina af og laga þá eru allir á einu um að einfaldlega halda áfram og rugla enn meira í taktinum, erindum, versum og því meira fokk í forminu því betra. Algjör ringulreið. Mikið rokk og mikið ról.

Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Tuseday?, no, Sunday night....


Því miður ekki góð hljóð- eða myndgæði en þvílíkir tónleikar. Fær mann til að langa til að fara oftar í kirkju.

Nick Cave - Wild World
Lifandi á Íslandi, eitt það magnaðasta sem ég hef séð, Cave að taka gamalt Birthday Party lag. Byrjar rólega með hægri en öruggri uppbyggingu, píanó, trommur, bassi og smá Warren Ellis á fiðlu en áður en yfir lýkur er Cave farinn að hamra á lyklaborðið með mikrafóninum og væla eins og heróínfíkillinn sem hann var.

Arcade Fire - Wake Up
Ein svakalegasta hópupplifun sem ég ef verið lent í. Band í þvílíkri stemmningu og spilagleðin allsráðandi. Heyra og sjá fjöldann taka undir. Vel þess virði að vera blautur í nokkra daga.

Tom Waits - Innocent When You Dream
Í raun er þetta eini maðurinn sem ég þarf að sjá á tónleikum. Er búinn að sjá allt sem mig langar mest að sjá, Pixies, Cave, bob hund, Who, Tull, Dylan, Young, Waters... en þessi er eftir. Sögumaður dauðans.

No comments: