Friday, November 7, 2008

Topp 5 remix - Kristín Gróa

Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki mikil remix manneskja og er almennt ekkert spennt fyrir að verða mér út um svoleiðis eða hlusta á þau ef ég slysast til að eignast þau. Bestu remixin finnst mér þau sem hljóma ekki eins og remix... ef það meikar eitthvað sens.


5. Boys Noize - Lava Lava (Tits And Clits Remix)

Mér finnst orginallinn ekkert svo spes en remixið finnst mér betra og það er mjög gott að hlaupa við það. Try it!


4. HEARTSREVOLUTION - CYOA! (Flosstradamus Remix)

Get ekki sagt að þetta sé betra en upprunalega útgáfa... meira svona jafngott en öðruvísi.


3. HEALTH - Crimewave (Crystal Castles vs. Health)

Mér finnst Health remix diskurinn Health//Disco rosalega góður, kannski af því ég hef aldrei hlustað neitt af viti á upprunalega diskinn. Mér finnst þetta laaaaangbesta lagið á diskinum, mjög Crystal Castles-legt og snýr annars frábærum orginal alveg á haus.


2. Kelis - Bossy (Alan Braxe & Fred Falke Remix)

Mér finnst upprunalega útgáfan alveg flott en þar vantar pínku oomph. Hér er oomphið.


1. Andrew Bird - Imitosis (Four Tet Remix)

Nú finnst mér þetta lag alveg ótrúlega flott til að byrja með en mér finnst remixið alveg hreint geggjað. Eins og við er að búast af Four Tet er remixið ekkert in your face en breytingin gerir samt það mikið að ég hlusta frekar á þetta en orginalinn.

No comments: