Friday, November 14, 2008

Topp 5 live lög

Það er gamalt og klassískt í þetta sinn hjá mér...


5. Cheap Trick - I Want You To Want Me (Live At Budokan 1978)

Cheap Trick voru brjálæðislega vinsælir í Japan (eins og má heyra af skrækjunum!) og tóku þessa plötu upp í Budokan áður en þeir náðu vinsældum á heimsvísu. Platan varð svo megahittari og gerði þá að stjörnum... þeir hafa nú reyndar ekki enst vel með tímanum en mér finnst þetta lag brjálæðislega skemmtilegt.


4. Billie Holiday - Lover Man (Oh Where Can You Be?)

Ég hef verið að hlusta mjög mikið á Billie Holiday upp á síðkastið eftir langt hlé. Ég vel þetta lag nokkurnveginn af handahófi því úr nógu góðu er að velja hjá henni og ekki veit ég hvar eða hvenær þetta er tekið upp... en live er það og það dugar.


3. Neil Young & Crazy Horse - Down By The River (Live At The Fillmore East 1970)

Ég get alveg sagt ykkur það strax að ef þið eruð ekki fyrir Neil Young gítarsóló þá getið þið alveg eins sleppt því að hlusta á þetta lag. Neil Young gítarsóló eru hins vegar nánast einu gítarsólóin sem ég meika yfirhöfuð svo ég fæ alveg gæsahúð og verki og þessar rúmu tólf mínútur fljúga hjá.


2. Johnny Cash - Folsom Prison Blues (Live At Folsom Prison 1968)

Hello, I'm Johnny Cash... úff þessi rödd! Besta opnunarlína lags ever?


1. Bob Dylan - Like A Rolling Stone (Live At The Free Trade Hall, Manchester 1966)

Sögulega auðvitað mjög merkilegur performans enda löngu orðið frægt þegar einn æstur áhorfandi hrópar "Judas!" í upphafi lagsins og allir klappa. Merkilegast er auðvitað að Dylan lætur þetta ekkert á sig fá heldur gjörsamlega hrækir laginu út úr sér af þvílíkum krafti. Rafmagnað!

No comments: