Friday, November 7, 2008
Endurblandanir - zvenni
Black Ingvars - Här Kommer Pippi Långstrump
Myrku Ingvararnir blanda Línu við Satisfaction riffið og skapa hressan dansmetal.
Walk This Way - Run DMC/Aerosmith
Run DMC fokka (með leyfi) í lagi rokkaranna í Aerosmith og saman verður áhugaverð blanda. Í raun stór stund í rokk/poppsögunni að blanda saman rokki og rappi á nokk vinsamlegan máta.
My Generation/Land of Hope and Glory - The Who
Eitt frægasta lag Who umbreytist óvænt í breska þjóðernissönginn Land of Hope and Glory.
John Allyn Smith Sails - Okkervil River
Okkervil skeyta þjóðlaginu sem Beach Boys gerðu þekkt á sínum tíma aftan á eigið lag með ágætis útkomu.
Nick Cave and the Bad Seeds - Deanna/Happy day
Cave og co. í svipuðum pælingum og Okkervil en meiri blöndun í gangi því lögin renna ansi ljúflega saman og í raun verður nýtt og afar áhugavert lag úr sem í mínum eyrum er bara alls ekki slæmt. Góð blanda.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment