Tuesday, March 11, 2008

Why?

Í roadtrippi Montréalútsendara toppfimmáföstudegi í lok febrúar datt lag með hljómsveitinni Why? ansi oft inn á shuffle listann. Þetta var hið ágætasta lag en ég var nú ekkert 'smitten' þannig séð. Í kvöld heyrði ég svo cover hljómsveitarinnar á Close to Me sem, fyrir einum meðlim toppfimmáföstudegi, er Cure lagIÐ! Í fyrstu var ég ekki alveg viss en eftir nokkrar hlustanir finnst mér það gott! Það er mun rólegra og lágstemmdara en upprunalega útgáfan en það virkar einhvern veginn.

Nýjasta plata Why?, Alopecia, kom annars formlega út í dag eða gær. Í tilefni af því eru þeir að spila á hverju einasta kvöldi frá 11. mars til 19. apríl. Ég er bara búin að heyra tvö lög af plötunni en þau gefa allavega til kynna að hún sé þess virði að tékka á henni. Montréaldeildin mun athuga málið nánar þann 26.


Why? á Myspace
Why? - Close to Me (The Cure cover) [.mp3]
Why? - Good Friday [.mp3]

ps. er ég ein um að finnast miðjudúddinn á myndinni líta meira út fyrir að vera veikur rúmenskur maður en hress dúddi frá Californiu?

1 comment:

Kristín Gróa said...

Haha nei þú ert ekki ein um það, hann lítur totally út eins og veikur rúmenskur dúddi! Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta þegar ég var að lesa og uppgötvaði svo að ég á þetta Cure cover með þeim en hef bara ekkert hlustað á það. I will do so now... ég meina úr því að þú segir að það sé gott þá trúi ég þér!