Wednesday, December 23, 2009
Sarpurinn
Mér finnst það ekki skemmtilegt þegar útvarpsstöðvarnar byrja að blast jólalögum við hvert tækifæri frá því um miðjan október, mest megnis af því að það eru til svo rosalega mörg jólalög sem eru bara ótrúlega leiðinleg og léleg. Aftur á móti finnst mér mjög skemmtilegt að hlusta á skemmtileg og góð jólalög, og finnst þess vegna rosa gaman aðð hafa dottið niður á þessa plötu. Hérna tekur Ella Fitzgerald klassísk hátíðar og jólalög og setur þau upp í ofur flottan swing-stíl (eins og nafnið gefur til kynna!) Platan kom út árið 1960 og var pródúseruð af Norman Granz, sem er víst legend innan jazz-heimsins, ekki það að ég viti nokkur deili á honum... og held að það sé bara óþarfi að segja eitthvað meira um plötuna.
Þetta verður líklega síðasta færslan á þessu ári en Topp 5 mætir brakandi fersk 2010 með allskonar árslista áratugarlista og fleira fínerí, en hérna koma lögin:
This Christmas Song
Have Yourself a Merry Little Christmas
Let It Snow! Let It Snow! Let It Snow!
White Christmas
Tuesday, December 22, 2009
Plata mánaðarins (næstum því)
Planið var að birta síðustu færsluna fyrir plötu desembermánuðar í þetta sinn en þar sem við lentum í smá höfundarréttarviðvörunarveseni frá herra Dylan þá verður ekkert úr því!
Í staðinn ætla ég að deila með ykkur tveimur jólalagacoverum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og vil í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla! Sarpurinn mætir seinna í dag og svo byrjum við árið af fullum krafti föstudaginn 8. janúar með árslistunum okkar. Stay tuned!
Aberdeen City - Just Like Christmas (Low cover)
Asobi Seksu - Merry Christmas (I Don't Want To Fight Tonight) (Ramones cover)
Friday, December 18, 2009
Topp 5 textamisskilningur - Kristín Gróa
Oh baby baby... Svanborg! í stað Ooh baby baby it's a wild world
Já ég og vinkona mín vorum geðveikt góðar í ensku þegar við vorum sjö ára.
4. Alice Cooper - Poison
I wanna love you but your hips are a little bit pointed í stað I wanna love you but your lips are venomous poison
Gæti verið stórhættulegt!
3. Robert Palmer - Addicted To Love
Might as well face it, you're a dick with a glove í stað Might as well face it, you're addicted to love
Hvernig er hægt að klúðra nafni lagsins? Ég veit það ekki en þetta er fyndið. Já og hversu awesome er að hafa afsökun fyrir að birta þetta geðveika myndband hérna?
2. Starship - We built this city
We built this city on the wrong damn road í stað We built this city on rock and roll
That cracks me up. Djöfuls bömmer!
1. Nouvelle Vague - Master and Servant
From opposable thumbs í stað From disposable fun
Ókei það er ekki að ég heyri ekki hvað hún er að syngja (þrátt fyrir hreiminn) heldur finnst mér hvernig hún segir "disposable fun" hljóma alveg eins og "opposable thumbs" og ég syng það þess vegna alltaf óvart með.
Topp 5 textamisskilningur - Georg Atli
5. Ace of Bace - All That She Wants
"Olajuwon, is a little baby...." og síðan hófst áratuga langt "beef" milli sænsku hljómsveitarinnar Ace of Bace og körfuboltakappans Hakeem Olajuwon (þessi nr. 34) sem sér ekki fyrir endan á í dag.
4. Wham - Careless Whisper
"Filthy feet have got no rhythm"
Þetta er gott að vita áður en maður reynir að bösta múv niðrí bæ.
3. Sálin - Orginal
"Það er ekki nóg, að hafa samfarir!"
Ætli það fari ekki bara soldið eftir því hvað það er sem þú ert að reyna að gera?
Fann ekki lagið sem ég setti á listann en öll lögin með Sálinni eru eins þannig að þetta hlýtur að duga
og já alveg rétt alvöru textinn í þessu lagi er " það er ekki nóg að hafa sannanir"
2. Europe - Final Countdown
"We're heading for penis!"
... eh.... nei, sko... það er eiginlega Venus! (sagt í annars hressandi sing-a-long-i)
1. Natalie Imbruglia - Torn
"I'm a leatherface, this is how I feel
I am cold and I am shamed..."
Þegar sæta og saklausa nágranna stelpan Natalie Imbruglia syngur um það hvernig það getur verið erfitt að vera "Leatherface" í daglegu lífi og samskiptum við annað fólk, ég held að allir geti fundið fyrir sársauka hennar, Þapð getur verið erfitt að vera hryllingsmyndaskúrkur...
Langar líka að benda á lagið um Hugleik Dagson (í staðinn fyrir titilsetninguna, hugsað með amerískum hreim) sem snillingarnir úr Mið-Ísland fundu.
Tuesday, December 8, 2009
Plata mánaðarins
Áfram höldum við að hlusta á undarlegustu jólaplötu síðari tíma, Christmas In The Heart með Bob Dylan. Ég var einmitt í Habitat um helgina og þar hljómuðu þessi sérkennilegu tónar en það var bara vinalegt og fólk virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Þetta er kannski ekkert svo skrítið í eyrum þeirra sem eru ekki miklir Dylan aðdáendur? Ég skal ekki segja.
Lag vikunnar er Have Yourself A Merry Little Christmas. Þetta lag var fyrst sungið af Judy Garland í söngvamyndinni Meet Me In St. Louis frá árinu 1944 en hefur í gegnum tíðina verið flutt af hundruðum ef ekki þúsundum tónlistarmanna.
Við skulum hlusta á upprunalegu útgáfuna og svo Bob Dylan útgáfuna (FJARLÆGT). Hvor þykir ykkur betri? ;)
Tuesday, December 1, 2009
Sarpurinn
Viðfangsefni Sarpsins í þetta sinn er sjötta og næstsíðasta plata bresku hljómsveitarinnar Blur sem heitir því stutta og laggóða nafni 13.
Platan kom út árið 1999 og með henni færðu Blur sig enn lengra frá britpoppinu en þeir höfðu gert með næstu plötu á undan, Blur. Þó sú plata hafi átt sína spretti þá er þessi mun heilsteyptari og kannski hafði samstarfið við pródúserinn William Orbit eitthvað um það að segja. Lögin sjálf eru nefnilega í raun mjög ólík innbyrðis en platan hefur þó eitthvað lím sem bindur þau saman. Besta lýsingin sem ég hef heyrt á því er að þarna sé einfaldlega loks að finna blur eða móðu sem hæfir hljómsveitarnafninu.
Ég man mjög skýrt eftir því að þegar ég rauk út í búð átján ára gömul að kaupa nýjustu afurð uppáhalds hljómsveitarinnar minnar og stakk henni í geislaspilarann þá helltust yfir mig þvílík vonbrigði að ég var gráti næst. Hvaða rugl var þetta? Þar sem ég átti nú engar fúlgur fjár á þessum tíma voru geisladiskakaup algjör lúxus og ég átti því til að þrjóskast við að hlusta á plötur þó mér þætti þær hundleiðinlegar við fyrstu hlustun. Þannig síaðist þessi plata smám saman inn í hausinn á mér og á endanum fattaði ég að hún var í raun ekkert hundleiðinleg heldur bara alveg frábær. Þetta sama átti svo eftir að gerast með Trompe Le Monde með Pixies en það er kannski bara efni í annan Sarp að tala um það.
Eins og ég sagði þá eru lögin á plötunni ansi ólík en vissulega eru smáskífurnar þrjár þau lög sem grípa mann fyrst og standa í raun upp úr sem eftirminnilegustu lögin. Platan byrjar á laginu Tender sem er í raun svakalegt byrjunarlag enda 7:40 á lengd og skartar heilum gospelkór í bakröddum.
Næsta smáskífa var Coxon lagið Coffe & TV. Síðasta smáskífan var hið rosalega fallega og persónulega lag No Distance Left To Run þar sem Albarn syngur um sambandsslitin við Elastica söngkonuna Justine Frischmann sem voru þá nýlega afstaðin. Ég þarf samt að viðurkenna að uppáhalds lagið mitt á plötunni er einhverra hluta vegna lagið Battle sem ætti eiginlega að týnast á miðri plötunni en kveikti samt í mér.
Monday, November 30, 2009
Plata mánaðarins
Plata desembermánaðar hæfir mánuðinum enda ætlum við að fjalla um jólaplötu. Þetta er þó ekki bara einhver jólaplata heldur ein súrrealískasta plata sem undirrituð hefur heyrt lengi. Plata mánaðarins er nefnilega Christmas In The Heart með sjálfum meistara Bob Dylan.
Einhver myndi kannski halda að einn merkasti tónlistarmaður samtímans myndi gefa út jólaplötu með sínum eigin frumsömdu lögum eða allavega spila þekkt jólalög á sinn einstaka hátt. Við skulum þó ekki gleyma því að hér erum við ekki að fást við neinn venjulegan tónlistarmann heldur Bob Dylan sem hefur alltaf verið algjörlega óútreiknanlegur og er voðalega lítið upptekinn af því að spila rulluna sem aðdáendur hans ætlast oft til að hann geri. Hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist, hvort sem almenningi finnst hann gera lítið úr sjálfum sér með því eða ekki. Það merkilega við þessa plötu er nefnilega að hún er svo hefðbundin þegar kemur að lagavali og útsetningum að það gæti allt eins verið einhver has been crooner að baki henni. Þegar Dylan var spurður út í það af hverju hann kaus að flytja lögin á svona hefðbundin hátt þá svaraði hann einfaldlega að þessi lög væru klassísk og það væri engin betri leið til að spila þau. Kannski hitti hann naglann á höfuðið þar.
Umslag plötunnar prýðir mynd af fólki á hestasleða í snjónum og hún hljómar eins og soundtrack við þessa gömlu mynd. Hér eru sleðabjöllur, gamaldags bakraddir og huggulegheit. Það eina sem stingur í stúf og gerir plötuna frábrugðna öðrum huggulegum jólaplötum er auðvitað sandpappírsröddin hans Dylans. Ég verð að segja að það er sérkennilegt að hlusta á Bob Dylan syngja Here comes Santa Claus... here comes Santa Claus... right down Santa Claus lane en samt er það eiginlega dálítið vinalegt líka.
Ágóði Dylans af plötunni rennur til þriggja góðgerðastofnana, Feeding America, World Food Programme Sameinuðu þjóðanna og Crisis. Topp fimm vill því endilega hvetja ykkur til að kaupa eintak! Það er ekkert mál að nálgast plötuna á netinu ef hún fæst ekki í íslenskum plötubúðum.
Við skulum svo hlusta á upphafslag plötunnar, Here Comes Santa Claus (FJARLÆGT).
Friday, November 27, 2009
Topp 5 50's
5. Little Richard - The Girl Can't Help It
Þetta lag frá árinu 1956 er ekki allra þekktasta lag Little Richard en það er stórskemmtilegt!
4. Chuck Berry - Maybelline
Þessi umdeildi og margfangelsaði rokkari á mörg af þekktustu early rokk lögunum... Maybelline, Roll Over Beethoven, Sweet Little Sixteen, No Particular Place To Go, Johnny B. Goode, Rock And Roll Music o.fl. o.fl.
3. Buddy Holly - Everyday
Gleraugnaglámurinn sem lést í sama flugslysi og Ritchie Valens og The Big Bopper var einn af stærstu stjörnum rokksins og þó hann hafi verið aðeins 23ja ára þegar hann dó þá var hann búinn að setja sinn svip á rokksöguna.
2. Ray Charles - What'd I Say
Eftir að hafa notið nokkurrar velgengni í R&B geiranum þá var það þetta lag sem gerði Ray Charles loks að stórstjörnu. Útgáfa þessa lags er jafnvel talin hafa markað upphaf soul tónlistarinnar.
1. Elvis Presley - Love Me Tender
Konungur rokksins kom fram á sjötta áratugnum svo hann verður eiginlega að fá toppsætið. Þetta lag frá árinu 1956 er eitt af uppáhalds Presley lögunum mínum. Einfalt og fallegt.
Topp 5 50's - Georg Atli
Þess vegna ákvað ég að lista mín 5 uppáhaldsblúslög frá 195ogeitthvað og enn frekar þá ákvað ég að taka bara lög af eðalgúmmelaði safninu The Chess Story 1947-1975, allir sem fíla blues-tónlist verða að eiga þetta safn... það er geðveikt, 340 lög af hreinni snilld.
5. So Glad I Found You - Shoeshine Johnny
Það eru bara ekta blúsarar sem eru kallaðir einhverjum svona nöfnum eins og Shoeshine!
4. Big Town Playboy - Little Johnny Jones
Einn besti blúspíanóleikarinn á þessum tíma.
3. Goin' Away Baby - Jimmy Rogers
"I'm goin' away just to worry you of my mind". Þetta er blús.
2. I'm a Man - Bo Diddley
I'm a Man alveg geðveikt lag.
Augljósa Bo Diddley lagið hér hefði verið I'm Your Hoocie Coochie Man þannig að ég set það bara líka.
1. I Can't be Satisfied - Muddy Waters
Hérna er meistarinn, þetta er uppáhalds lagið mitt með Muddy Waters... amk í augnablikinu. Hérna er slidegítar og skítugt hljóð og byssur og allskonar vesen og allur pakkinn. Þessi maður er eitt það besta sem hefur komið frá Chicago (sem er fyndið af því hann er frá Mississippi, en hann var sko hluti af Chicago blússenuni).
Topp 5 50's - Theodór
5. Summertime Blues - Eddie Cochran
Það er gott að skella þessu á í mesta skammdeginu til að hressa mann við.
4. Rock Around The Clock - Bill Haley
Ég hef hlustað á þetta lag síðan ég var krakki og það er alltaf jafn gott.
3. Johnny B. Goode - Chuck Berry
Rokkið væri ekki það sem það er ef Chuck Berry hefði ekki verið hluti af því.
2. All Shook Up - Elvis Presley
Þetta væri ekki almennilegur listi ef Kóngurinn væri ekki á honum.
1. Memories Are Made Of This - Dean Martin
Þetta lag ætlaði ég að setja á topp 5 brúðkaupslög listann minn sem ég gerði svo aldrei. Þannig að ég nota tækifærið og nota það hér. Tær snilld frá Dino.
Thursday, November 26, 2009
Topp 5 50's lög - Erla Þóra
Töff lag. Töff gaur.
4. Five Satins - In the still of the night
Fallegar raddir að syngja fallegt lag.
3. Johnny Cash and the Tennessee Two - Folsom prison blues
Tvö orð: Svo svalur.
2. Skyliners - Since I don't have you
Það er nú skemmtilegt að segja frá því að ég uppgötvaði þetta lag eftir að ég heyrði Guns n' Roses covera þetta. Afar falleg ballaða.
1. Buddy Holly - True love ways
Yndislegt lag sem hefur lengi verið í upphaldi hjá mér. Algjör klassík.
Honorable mention: The Duprees - You belong to me
Sarpurinn
Það er nú oft þannig að það er ekki endilega besta eða mest groundbreaking plata hljómsveitar sem er í mestu uppáhaldi hjá manni. Mjög oft er það einfaldlega fyrsta platan sem maður heyrir og grípur með viðkomandi hljómsveit sem festir sig í sessi sem go-to platan. Sarpur vikunnar fjallar einmitt um þannig plötu en það er síðasta plata hljómsveitarinnar Pavement, Terror Twilight.
Þessi þykir yfirleitt alls ekki jafnast á við t.d. Slanted And Enchanted eða Crooked Rain, Crooked Rain en þegar ég ákvað 18 ára gömul að mig langaði að fara að tékka á þessari Pavement hljómsveit þá var þetta eina platan sem var til í Bókaskemmunni á Akranesi. Ó hve hlutirnir hafa breyst og ó hversu gömul ég er orðin (og ó hversu skrítið er að þessi plata hafi verið til í Bókaskemmunni svona eftir á að hyggja... en það er önnur saga).
Eins og fyrr segir þá er þetta síðasta plata hljómsveitarinnar og var upphaflega planið að fá engan utanaðkomandi pródúser en þar sem vinnan fór seint og illa af stað var Radiohead ofurpródúserinn Nigel Godrich fenginn til að pródúsera plötuna. Á þessum tímapunkti var kominn upp pirringur í hljómsveitinni og það dró ekki úr að hljómsveitarmeðlimum fannst pródúserinn leggja fullmikla áherslu á Stephen Malkmus enda er tilfellið að öll lögin á plötunni eru eftir Malkmus og hinir meðlimirnir fá bara rétt svo að spila með. Það var örugglega hundfúlt og fýlan jókst bara á túrnum sem fylgdi plötunni. Það var að lokum Malkmus sem tók af skarið og hætti í hljómsveitinni og þar með var allt bú.
Þrátt fyrir allt dramað við gerð plötunnar og túrinn þá er hún bara drullugóð enda af Pavement standard sem verður að viðurkennast að er mjög hár. Lagið Spit On A Stranger byrjar plötuna af krafti, um miðbikið má heyra Billie þar sem sjálfur Johnny Greenwood spilar á munnhörpu og svo lýkur henni á ...and Carrot Rope sem mig minnir að hafi verið spilað eitthvað í íslensku útvarpi á sínum tíma.
Tuesday, November 24, 2009
Plata mánaðarins.
Í þessum síðasta hluta gat ég eiginlega ekki gert upp á milli tveggja laga, þannig að ég ætla bara að pósta þeim báðum.
Fyrra lagið heitir Summertime og það er enn eitt hressandi lag af þessari hressu plötu. Eins og flestir gætu giskað á fjallar lagið um sumarið, það er skrifað eins og listi um það sem söngvaranum finnst skemmtilegast að gera á sumrin eða kanski um það hvað hann hlakkar til að gera um sumarið, lagið er svona rólyndis sumarlag sem er líklega mjög svipað sumarstemningunni hjá Girls (amk ef það er eitthvað að marka allar lyfja staðhæfingarnar þeirra). Við fyrstu hlustun er lagið ekkert flóknara en svona sumarfílíngslag en síðan las ég á netinu að Christopher Owen hafði hætt með kærastanum/kærustunni (netmiðlarnir voru ekki alveg sammála sko) rétt áður en hann samdi þetta (og reyndar önnur lög líka) og þá fær lagið allt annann blæ yfir sig, þá verður þetta eins og saknaðarlag. Þessi saga er reyndar bara svona slúður (ég fann þetta bara á einhverjum síðum sem ég man ekki einusinni hvað heita) en það er samt soldið merkilegt hvernig tilfiningin í laginu breytist við svona smá staðhæfingu...
Lay in the park
Smoke in the dark
Get high like I used to do
Summertime, soak up the sunshine with you
Summertime, soak up the sunshine with you
Hitt lagið heitir Laura og það er svona lag sem fær mann til að halda að það sé eitthvað smá vit í slúðrinu sem ég skrifaði um áðan:
Where did it start?
We used to be friends
Now when I run into you, I pretend I don't see you
I know that you hate me
...
I know I've made mistakes
But I'm asking you give me a break
I really wanna be your friend forever
Friends forever
Það er nú líka smá spurning hvort bakgrunnurinn að lögunum skipti nokkru máli... lagið er þrusugott og skemmtilegt og hér er vídjóið:
Platan er semsagt rosa góð og ég er alveg handviss um það að hún á eftir að vera á velflestum árslitunum hjá stóru tónlistarmiðlunum og líka mörgum af þeim litlu. Þetta er svona ekta Kaliforníu-sólar-hlustaðirosamikiðáBeachBoysogsurferrokk/pop-plata sem er búið að bæta við alveg rooooooosalega mikið af eitulyfjum og vitleysu, það er ekkert verið að finna upp hjólið eða neitt.... en hún er bæði hress og góð!
Svo kemur ný plata í næsta mánuði sem að hún Kristín Gróa ætlar að skrifa um... stay tuned!
Wednesday, November 18, 2009
Sarpurinn
Tiny Cities - Sun Kil Moon
Það er líklega erfitt að finna tvær hljómsveitir með jafn ólíkan tónlistar stíl og Modest Mouse, með sitt hvítt rusl-óhljóða rokk og hinn mjög svo brenglaða snilling Isaac Brock í fararbroddi og síðan rólega tregafulla Sun Kil Moon, þar sem Mark Kozolek (maður sem gæti örugglega dregið lífsneistann úr Mary Poppins með þyngstu lögunum sínum) er aðall, en...
Árið 2005 kom coverlagaplatan Tiny Cities út, á henni eru einmitt bara lög eftir Modest Mouse í flutningi Sun Kil Moon (Mark Kozelek finnst gaman að covera lög, hann hefur gefið út plötur með AC/DC, Kiss og Simon & Garfunkel coverum, og hann er líka mjög áhugasamur um lög John Denver og hefur gefið nokkur cover eftir hann út og nú var það sem sagt Modest Mouse). Á plötunni birtist algerlega ný sýn á Modest Mouse, lögin eru nánast óþekkjanleg í þessari útfærslu.
Á þessari plötu er það greinilegt að Mark Kozelek er mikil aðdáandi Modest Mouse og þá sérstaklega Isaac Brock og teextagerðinni hans, hann hægir á og teygir lögin einhvern veginn til þannig að hlustandinn þorir varla að anda svo brothætt er útsetningin (Exit does Not Exist). Textanum er hampað og í stað þess að kaldhæðnin í upprunalegu lögunum sé svona áberandi þá með einföldum áherslubreytingum í röddinni þá dregur hann úr henni og heyrir maður bara votta fyrir henni og textarnir verða aftur á móti mun aðgengilegri fyrir vikið (Tuckers Atlas).
Útfærsla Sun Kil Moon er rosalega innileg á allan hátt eins og nokkurs konar aðdáendabréf skrifað af Mark Kozelek til Isaac Brock. Mér finnst mjög erfitt að draga eitthvað eitt lag út sem uppáhalds en myndi líklega benda á Tiny Cities Made of Ashes og Grey Ice Water. Á Tiny Cities er það bara ljúf gítarmelódían og röddin hans Mark Kozelek sem bera lagið uppi og tilfinningin er svo innileg að það er eins að lagið sé ekki spilað af plötu heldur er eins og þeir séu einhversstaðar rétt hjá manni, í sama herbergi að spila á litlum tónleikum bara fyrir fáa útvalda. Grey Ice Water er svo mjög undarlegt að hlusta á (sérstaklega ef maður kannast við upprunalegu útgáfuna)stíllinn er mjög latin, svona eins og það sé hópur af Spánverjum að spila rólega lagið sitt á einhverjum tapas bar.
Mér finnst þessi plata alger snilld og ein allra best coverplata sem hefur verið gerð... alveg sama hvað pitchfork segir!
Monday, November 16, 2009
Plata mánaðarins, þriðji hluti
Obsession is my favorite drug
I know I just can't get enough
Cause I want ya
And I'll be goddamned if I give up at the start
Textinn hljómar í fyrstu líka soldið eins og hann sé í einhverju bandarískuunglingadrama en samt er lagið laust við alla tilgerð og klisjur. Það fjallaar um það hvernig einhver er tilbúinn að berjast fyrir þeim sem hann elskar, amk þrjóskast við að láta viðkomandi taka eftir sér...
So go ahead and play hard to get
Cause I just get a kick out of it
And I want ya
And I'll be goddamned if I give up at the start
Þetta lag er ekta kaliforníu sól og tilfinningin sem maður fær þegar maður hlustar á það er hlý og notaleg og sérstakleg ef vídjóið fylgir með.
Lag: God Damned
Friday, November 13, 2009
Topp 5 jarðarfararlög - Kristín Gróa
Ég hef aldrei leitt hugann að því hvaða lög ég myndi vilja láta spila í jarðarförinni minni svo hér koma mín frekar fyrirsjáanlegu jarðarfararlög.
5. Eric Clapton - Tears In Heaven
Clapton söng um dauða sonar síns en þetta á held ég alltaf við.
4. Sigur Rós - Dánarfregnir og jarðarfarir
Þetta lag er eiginlega ultimate dauðalagið í mínum huga og Sigur Rós flytja það á dramatískan hátt.
3. Eels - It's A Motherfucker
It's a motherfucker being here without you. Nákvæmlega.
2. George Harrison - All Things Must Pass
Lífið líka.
1. Vilhjálmur Vilhjálmsson - Söknuður
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er verr. Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
Topp 5 jarðafararlög - Theodór
5. You'll Never Walk Alone - Gerry & The Pacemakers
Þetta er vissulega fallegt lag en það yrði spilað í minni jarðaför eingöngu til að stríða þeim vinum mínum sem halda ekki með Liverpool. Og draumurinn er náttúrulega sá að lagið verði í karíókí útgáfu og allir yrðu að syngja með. Það væri góður lokahrekkur.
4. No One But You - Queen
Ekki það að ég sé að plana það að deyja ungur, en þetta lag er fallegt og gott svona til að drepa niður stemminguna sem myndaðist við að spila You'll Never Walk Alone.
3. Death Is Not The End - Bob Dylan
Jæja nú er um að gera að hressa mannskapinn aðeins við, því dauðinn er alls ekki endirinn, eða hvað?
2. On The Evening Train - Johnny Cash
Þetta er um það bil sorglegasta lag sem ég hef heyrt. Ef ég væri ekki þetta ótrúlega karlmenni sem ég er, þá mundi ég brotna saman og gráta í hvert sinn sem ég heyri það.
1. Way Down In The Hole - Tom Waits
Og smá húmor í endann, þetta myndi til dæmis sóma sér vel á meðan það væri verið að bera kistuna út úr kirkjunni eða bara á meðan það væri verið að láta hana síga í gröfina.
Og að lokum þá væri ég alveg til í að mín jarðaför væri eitthvað í líkingu við jarðaför Graham Chapman.
Wednesday, November 11, 2009
Avi Buffalo
Hæ. Mig langar bara að benda ykkur á lagið What's In It For? með hljómsveitinni Avi Buffalo. Það er krúttulegt og skemmtilegt og inniheldur línuna "You are tiny and your lips are like little pieces of bacon". Já og smáskífan kemur út hjá Sup Pop 8. des en plata í fullri lengd næsta vor. That's all.
Avi Buffalo - What's In It For?
Tuesday, November 10, 2009
Sarpurinn
Í Sarpi vikunnar ætla ég að fjalla um hina frábæru plötu Being There með hljómsveitinni Wilco. Ég gæti í raun tekið fyrir margar Wilco plötur hérna en einhvernveginn finnst mér rökrétt að byrja á þessari breakthrough plötu sveitarinnar. Hún kom út árið 1996 og inniheldur hvorki meira né minna en 19 lög enda tvöföld plata.
Hér eru Wilco rétt aðeins farnir að stefna í þá tilraunakenndu átt sem náði hápunkti á Yankee Hotel Foxtrot (Hotel Arizona) og A Ghost Is Born en þó eru hér í heildina mun hefðbundnari lagasmíðar (Say You Miss Me) og inn á milli má enn heyra kántrítónana sem Jeff Tweedy flutti með sér frá sveitinni Uncle Tupelo (Someday Soon).
Jay Bennett er hér nýgenginn til liðs við Wilco og setur sitt mark á plötuna. Hann átti síðan eftir að vera rekinn þegar upptökunum á Yankee Hotel Foxtrot var lokið eftir ágreining við Tweedy. Það er skemmtileg tilviljun að Being There byrjar einmitt á laginu Misunderstood þar sem Tweedy vísar í upplausn Uncle Tupelo en hann og Jay Farrar skildu vægast sagt illa þegar sú sveit hætti.
Take the guitar player for a ride
Cause he ain't never been satisfied
He thinks he owes some kind of debt
Be years before he gets over it
Eins og ég minntist á telur platan 19 lög og þar af birtist eitt hressasta breakup lag sem ég man eftir tvisvar í sitthvorri útsetningunni, fyrst sem Outtasite (Outta Mind) og svo sem Outta Mind (Outta Sight). Textarnir eru almennt frekar mikill downer enda Tweedy að ganga í gegnum nokkra erfiðleika í einkalífinu á þessum tíma auk þess að vera að sætta sig við að vera orðinn fullorðinn og allar skyldurnar sem því fylgir. Þrátt fyrir bömmerinn sem er almennt í gangi hérna þá er þetta ein af fáum tvöföldu plötum sem ég hlusta á í einum rykk. Hún er líka áhugaverður kafli í sögu þessarar stórmerkilegu hljómsveitar sem hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar og stílbreytingar á 15 ára starfstímabili sínu.
Monday, November 9, 2009
Plata mánaðarins: Girls - Album
Eins og alltaf hjá Girls er laglínan sæmilega einföld, grípandi og svona.... sækadelik, á meðan textarnir eru einskonar hippaleg sólarhylling.... eða eitthvað.... lögin eru flest um sólina og eiturlyf og hvernig er best að taka því rólega. Þetta lag byrjar reyndar á erfiðari nótunum, smá naflaskoðun hjá Cristopher Owens (söngvarinn):
i wish i had a father and maybe then i woulda turned out right
but now im just crazy im totally mad
yeah im just crazy im fucked in the head
Hann klifar svo á orðunum:
but now im just crazy im totally mad
yeah im just crazy im fucked in the head
Það er einmitt þetta sem ég meinti þegar ég sagði að það væri stutt í drungan, en það er samt alltaf stutt í strandarpartíið og sólina:
oh i wish i had a sun tan
i wish i had a pizza and a bottle of wine
i wish i had a beach house
then we could make a big fire every night
eins er viðlagið á jákvæðu nótunum, hann sér vonarglætu í þessu öllu saman.
and maybe if i really tried with all of my heart
then i could make a brand new start in love with you
Þetta lag alveg iðar af hressleika og skemmtun, þetta er svona sumarlag sem er ekki hægt annað að fá á heilann. Það er kanski ekki jafn "gott" og Hellhole Ratrace en shit hvað það er skemmtilegt!
Lag: Lust For Life
oooog svo smá um videoin.
Það komu út tvö mismunandi vídjó með þessu lagi. annars vegar þetta:
Sem er tekið á super 8 vél sem gefur þessu öllu svona skemmtilega stemningu, síðan var það hitt videoið...(ath allsbert fólk þannig að það er ekki viðhæfi allstaðar!)
Linkur hér.
sagan bak við það er þannig að útgáfu fyrirtækið þeirra vildi fá svona voða fína og hressa útgáfu (fyrra videoið) en Girls strákunum fannst það ótrúlega fyndið að gera eina útgáfu sem væri meira í takti við hljómsveitina. Þeir fengu nokkra vini sína til að mæma með laginu á meðan að þau væru allsber og að gera eitthvað fyndið. Sagan segir að það sé til þriðja útgáfan af laginu sé til, Cristopher Owens segir að það sé hommakláms útgáfan og hann er að reyna að fá að gefa hana út (Rammstein hvað!?)
Friday, November 6, 2009
Topp 5 rerun - Kristín Gróa
5. Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)
4. Fleetwood Mac - Angel
3. Beck - Gamma Ray
2. Lykke Li - Dance Dance Dance
1. The Felice Brothers - Roll On Arte
Nýi listinn er svona!
5. The Flaming Lips - Embryonic
Ég skal viðurkenna það að ég var búin að missa þann litla áhuga sem ég hafði á The Flaming Lips og var því nákvæmlega ekkert spennt fyrir þessari plötu. Ég hlustaði á sínum tíma talsvert á The Soft Bulletin og Yoshimi Battles The Pink Robots en þær kveiktu samt aldrei almennilega í mér og þegar kom að At War With The Mystics þá nennti ég henni ekki alveg. Það var því frekar af einhverri undarlegri skyldurækni sem ég gaf tvöföldu plötunni (já vei hugsaði ég kaldhæðnislega) Embryonic séns. Góð ákvörðun!
The Flaming Lips - Convinced Of The Hex
4. The Mountain Goats - The Life Of The World To Come
Ég hef aldrei almennilega kveikt á The Mountain Goats en gaurinn er nánast með cult following svo ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að gefa honum almennilega séns. Viti menn, ég held að þessi nýja plata sem er uppfull af Biblíutilvísunum og frábærum textum hafi loksins kveikt á perunni minni.
The Mountain Goats - Genesis 30:3
3. Girls - Album
Topp fimm plata mánaðarins er að sjálfsögðu búin að vera í heavy rotation síðustu vikur. Tóndæmi birtist síðastliðinn mánudag og fleiri munu birtast út mánuðinn. Watch this space!
2. El Perro Del Mar - Love Is Not Pop
Eftir hina frekar daufu From The Valley To The Stars sem olli mér nokkrum vonbrigðum gefur Sarah Assbring allt í einu út alveg hreint frábæra plötu. Þetta er breakup plata með upphafi og endi og hún er bara ótrúlega heilsteypt og flott. Mæli með að þið tékkið á þessari.
El Perro Del Mar - Gotta Get Smart
1. Julian Casablancas - Phrazes For The Young
Þessi er gjörsamlega nýdottin í hús og er því last minute addition á listann. Julian Casablancas hefur í heildina fengið alveg ágætis dóma fyrir sólóplötuna sína og ég verð að segja að hún grípur mig gjörsamlega við fyrstu hlustanir. Þetta er öðruvísi en ég bjóst við en á góðan hátt. Þetta er partídansiplata með niðurdrepandi textum... svona það er allt svo mikill bömmer að það eina sem ég get gert er að fá mér einn drykk í viðbót og dansa dansa dansa til að gleyma. Namm.
Julian Casablancas - Out Of The Blue
Wednesday, November 4, 2009
Jólagjöfin í ár fyrir öll litlu rómantísku tónlistarnördin!
Tuesday, November 3, 2009
Sarpurinn
Árið 1997 gaf hljómsveitinn Spiritualized út plötunna Ladies And Gentlemen We Are Floating In Space, þessi plata var sú þriðja sem kom frá hljómsveitinni og skar sig töluvert úr safninu hljómlega (er það orð?) séð. Fyrri plöturna höfðu verið minimalískar og einkendust eiginlega af endurtekningum. En ef ég ætti að lýsa þessari þá myndi ég segja að hún hljómar eins og ef Bon Iver og Thurston Moore myndu gera þynnkuplötu á fullt fullt fuuuullllllt af allskonar læknadópi og Phil Spektor myndi sjá um að mixa! Alveg svakaleg gítaröskur og grútsteikt riff og óhljóð og svo hrikalega brothættar tilfinningar (og þá biturleiki og reiði) og einhverskonar beitt hreinskilni að maður verður eiginlega frekar hræddur fyrst. Þetta er plata sem þarf í flestum tilvikum nokkrar hlustanir. Besta break-up plata sem ég hef heyrt.Sagan bak við hana er að aðallinn í bandinu, Jason Pierce og Kate Radley , sem spilaði á hljómborð hættu saman. Hún stakk hann af og fór og laumugiftist Richard Ashcroft (sem mér hefur alltaf einhvernvegin fundist hann vera penis). Þetta þótt Pierce vera skítt og fór og tók helling af allskonar lyfjum og samdi tónlist um þetta allt. Gaman að benda á og segja frá því að Kate Radley spilaði á plötunni og fór í tónleikaferðalagið líka, ég býst við amk nokkrum vandræðarlegum þögnum í rútunni....
Það er erfitt að benda á einhver stök lög á þessari plötu, það verður eiginlega bara að hlusta á hana, en af því ég þarf að velja eitthvað þá eru það:
Come Together
Ladies And Gentlemen We Are Floating in Space
Cop Shoot Cop
Electricity
I Think I'm in Love
Ég verð líka að minnast á í lokin að öll umgjörðin utan um diskinn (coverið) er geðveikt flott, þetta er látið líta út eins og pillubox með leiðbeiningum um hvernig ætti að "neyta" hans og í upprunalegu útgáfunni kom diskurinn í "pilluspjaldi".
Sunday, November 1, 2009
NÝTTNÝTTNÝTT!!!
Það má alveg endilega senda inn tilnefningar um plötur í bæði Sarpinn og Plötu mánaðarins, en ég ætla ekkert að lofa því að við veljum það... eins má alveg ennþá senda inn hugmyndir um nýja lista... en allavega þá er fyrsta plata mánaðarins....
Girls - Album
Mér finnst þessi hljómsveit óþolandi!
Nafnið á bandinu er óþolandi Nafnið á plötunni er fáránlega óþolandi! Hæpið sem fylgir þessari hljómsveit er mest óþolandi, prufiði bara að googla hana, 94 milljón hits, ok ég átta mig alveg á því að það er hellingur þarna sem hefur nákvæmlega ekkert með bandið að gera en common það eru fleirri hit en Bítlarnir og Led Zeppelin til samans (það er satt, prufiði bara), og Pitchfork valdi Girls á lista með 500 bestu lögum áratugarins (sæti 383) áður en platan kom út. En mest af öllu finnst mér óþolandi hvað þrátt fyrir það hvað þetta er eitthvað kjánaleg hljómsveit þá er hún geðveikt góð!!! Þetta er ein af þessum plötum sem eiga eftir að verða allstaðar þegar árslistarnir birtast og á það algerlega skilið.
ó já, platan kemur út hjá True Panther, sem Matador á, og opnunarsíðan (fyrsti glugginn) þeirra er líklega mest óþolandi.
Aðal maðurinn í bandinu heitir Christopher Owens (það er þessi í Suede bolnum)og hann er svona gaur sem á annað hvort eftir að verða svona legendary cult hetja í músik eða brenna upp og enginn á eftir að muna eftir honum eftir 2 ár... ég held þetta fyrsta,þó það sé ekki nema bara útaf sögunni hans. Hann ólst upp í svona klikk amerískum sértrúarsöfnuði, sem heitir Children of God (í alvöru, hann heitir það) og þegar að söfnuðurinn neitaði að leyfa foreldrum hans að fara og sækja sér læknishjálpar fyrir eldri bróðir hans (sem dó) þá stakk pabbi hans af. Þetta varð til þess að þau mamma hans voru næstum útskúfuð úr hópnum og þurftu að búa á götunni (en samt innan samfélagsins) og yfirmenn hópsins þvinguðu mömmuna til að selja sig. Christopher stakk af 16 ára og var útigangsmaður þangað til að milljónamæringur frá Texas fann hann og tók hann undir sinn verndarvæng (án djóks!). Þá hittir Christopher, Chet 'JR' White og þeir verða vinir, taka ótrúlega mikið magn af pillum og öðru dópi og búa til þess plötu... sem heitir þessu svaka frumlega nafni: 'Album'.
En eins og ég sagði þá er platan alveg frábær. Hún angar af sumri og stuði (orðaleikur) alveg langar leiðir og það er ekki hægt að hlusta á hana og fá ekki amk 2 lög brennd inní heilann. Þetta eru einfaldir textar og melódíurnar er svona lo-fi indie pop/rock. Ég þykist heyra áhrif frá Spiritualized (einni af mínum uppáhalds) og Grizzly Bear og Ariel Pink og meira að segja pínu Buddy Holly. En þó að þetta sé svona mikið stuð og partý þá er samt einhver drungi yfir þess öllu (kannski ekki annað hægt?) en samt svona jákvæðnis drungi, eins og "allt var einu sinni alveg ömurlegt og ég er ekki alveg kominn yfir það en það er eitthvað miklu betra að taka við núna"- stemmning!? Einni gallinn við þessa plötu sem ég get bent á er að lögin eru öll rosalega ólík. Þetta er svona eins og ekkert sérstaklega hreinn heitur pottur, það er allskonar drasl í honum sem þú veist kannski ekkert endilega afhverju það er þarna, en hann er samt heitur og notalegur... en einhvern veginn er það samt einn af kostunum við plötuna.
Ég ætla að setja fyrstu smáskífuna af plötunni hérna fyrir neðan. Frábært lag sem er frekar rólegt í byrjun og gírast svo aðeins upp í lokin, og svo samkvæmt planinu kemur annað lag í næstu viku og svo framvegis þangað til í desember þegar að það kemur ný plata.
Girls - Hellhole Ratrace
og líka vídjó.
Georg Atli
Friday, October 30, 2009
Topp 5 skil ekki af hverju þeir eru ekki stærri - Kristín Gróa
5. Augie March
Ég hef áður grátið það hér hversu óþekktir Augie March eru utan heimalandsins Ástralíu. Þetta er svona vel spiluð, útpæld tónlist með góðum textum en samt ekki boring og sálarlaus... að mínu mati.
Augie March - Addle Brains
4. Frightened Rabbit
Platan Midnight Organ Fight sem kom út í fyrra fór held ég framhjá mörgum... eða var ég ein um að finnast hún frábær? Þetta breakup lag inniheldur hina gullnu setningu "You're the shit and I'm knee-deep in it". Classic.
Frightened Rabbit - Backwards Walk
3. Love
Love fær hér sæti á lista fyrir allar hljómsveitirnar þarna úti sem náðu aldrei megavinsældum á starfstíma sínum en urðu eftirá mikils metnar og áhrifamiklar.
Love - Alone Again Or
2. Richard Hawley
Það er erfitt að skilgreina markhóp fyrir tónlist Richard Hawley. Konur um sjötugt? Þetta er unaðslega falleg tónlist með fallega gerðum textum, sungin af manni með flauelsrödd og hljómar eins og hún komi frá allt öðrum tíma. Ef hann hefði gert tónlist fyrir 50 árum þá hefði hann orðið stórstjarna.
Richard Hawley - Just Like The Rain
1. Coconut Records
Maður hefði nú haldið að Jason Schwartzman fengi meira umtal og athygli fyrir tónlistina sína, sérstaklega þar sem hún er awesome. Btw þá ættu allir að horfa á nýju Bored To Death þættina hans því þeir eru frrrrrrábærir. Takk.
Coconut Records - West Coast
Topp 5 skil ekki afhverju þeir urðu ekki stærri - Georg Atli
5. Thomas Dybdahl
Þessi er norskur og hann syngur svo vel að ég skil ekki alveg afhverju hann er ekki stór allstaðar en ekki bara í skandinavíu.
Lag: Don't Loose Yourself
4. The Vines
Tja... ég veit svo sem af hverju þetta band varð ekki rosa vinsælt, söngvarinn er einhverfur (Asberger) og höndlar ekki að túra eða spila live... en þeir eru samt alveg magnaðir, áttu svona smá séns að meika það með plötunni sinni Highly Evolved áttu lög í útvarpsspilun og svona en síðan flippað söngvarinn út og rústaði sviðinu á tónleikum nokkrum sinnum og slást og lét illa en hvenær hefur það staðið í vegi fyrir hljómsveitum?!?!?! Eitt allra best live band sem ég hef séð!
Lag: Get Free
3. Grandaddy
Grandaddy er Amerísk hljómsveit sem hefði öruggleg virkað betur ef hún væri bresk. Hún varð svona næstum en ekki alveg samt...
Lag: El Caminos in the West
2. Big Star
Þetta er ein af þessum hljómsveitum sem allir ættu að þekkja. Gott pop bara, ljúfar og þægilegar melódíur, töffara gítar og röddun og allt að gerast árið 197ogeitthvað þegar allir (í Ameríku) voru að hlusta á America og Lynard Skynard og eitthvað svoleiðis. The Shins minnir mig alltaf rosa mikið á Big Star.
Lag: The Ballad of El Goodo
1. Grant Lee Buffalo/Grant Lee Phillips
Ég get ekki skil ekki hvers vegna það stukku ekki fleirri á þennan. Lílega var Grant Lee Phillips (aðalið í bandinu) bara geðveikt óheppinn að þegar hann var á hápunktinum var eitthvað í gangi sem hét/heitir grunge... þegar band eins og Nirvana er að rokka feitt er eiginlega ekkert rosa mikið pláss fyrir annað. Sorglegt samt
af því bandið hans var rosa gott og sóló plöturnar hans (það var ein að koma út um daginn einhverntíman og allir ættu að tékka á henni... allir) eru alger snilld! Platan Fuzzy er ein af mínum allra mest uppáhalds.
Lag: Fuzzy - Grant Lee Buffalo
Tuesday, October 27, 2009
Sarpurinn
Plata vikunnar kemur frá árinu 2003 og heitir The Meadowlands. Þetta er nýjasta plata hljómsveitarinnar The Wrens sem hafa verið starfandi frá árinu 1989 en hafa þó aðeins gefið út þrjár plötur og hafa verið sex ár (and counting) að vinna að nýrri plötu.
The Wrens koma frá New Jersey og hafa haft sama lineup frá upphafi. Á undan The Meadowlands gáfu þeir út plöturnar Silver (1994) og Secaucus (1996) hjá plötuútgáfunni Grass Records. Skömmu eftir útgáfu seinni plötunnar vildi svo illa til að plötuútgáfan skipti um eigenda sem vildi að þeir gerðu útvarpsvænni og seljanlegri tónlist. Þeir neituðu að skrifa undir nýjan og breyttan samning og var fyrir vikið droppað af plötufyrirtækinu (þetta hljómar bara eins og plott í nokkrum kvikmyndum sem ég hef séð).
Án plötusamnings héldu þeir áfram að dútla við að gera tónlist en þurftu að borga reikningana með föstum störfum svo þetta gekk allt saman mjög hægt. Þegar The Meadowlands kom loksins út eftir langa bið þá brá aðdáendum sveitarinnar heldur betur enda hafði hljómurinn breyst allverulega. Þetta var ekki sama sveitin og gaf út plötuna Secaucus sem var full af poppi og sumari og húkkum. Þetta voru vonsviknir, þreyttir menn á fertugsaldri sem voru búnir að gefast upp á því að geta lifað á tónlistinni.
13 grand a year in the meadowlands
Bored and rural-poor, lord, at 35, right?
I'm the best 17 year old ever
(Everyone Chooses Sides)
Málið var hins vegar að þeim tókst að búa til alveg hreint magnaða plötu sem þarfnast reyndar nokkrar hlustunar til að maður grípi hana. Að hlusta á þessa plötu er hálfgerður downer en samt getur maður stundum ekki annað en dillað sér. Ég dansa með kökk í hálsinum við This Boy Is Exhausted og fæ stóran hnút í magann þegar ég hlusta á She Sends Kisses (sem ég mæli eindregið með). Ég bíð spennt eftir næstu plötu, hvenær svo sem þeir drattast til að klára hana.
Friday, October 23, 2009
Topp 5 product placement - Georg Atli *Uppfært*
Það að koma einhverjum vörum inní sjónvarpsefni eða bíómyndir er vel þekkt, hver hefur ekki tekið eftir fallega uppstilltri kókflösku sem á einhvern undarlegan hátt virðist lýsa í annars myrkvuðu herbergi þegar myndavélin færist yfir einhver senu... þetta er líka mjög vinsælt í tónlistinni. Elsta dæmið um þetta er frá 1908 og í dag hafa t.d. hip-hop listamenn hafa nánast fullkomnað þetta nú til dags og núna heyrist varla rapplag án þess að það komi fram einhver vísun í eitthvað þekkt vörumerki hvort sem það er vegna þess að listamaðurinn fékk borgað fyrir það eða þessu bara var skellt inn af því það var kúl. Aftur á móti fer minna fyrir þessu í öðrum tegundum tónlistar, þetta er samt nokkuð algengt...(Uppfært! Henti inn lögunum sem ég átti)
5. Kodachrome - Paul Simon
Paul Simon ákvað það eftir á að nota nafnið á filmunni frá Kodak. Þetta er frekar dæmigert fyrir allt-annað-en-rapp-tónlistarheiminn, einhver vara sett inn í textan bara af því það passaði svo vel í lagið og síðan notar fyrirtækið lagið til að selja vöruna sína
4. Tiny Cities Made of Ashes - Modest Mouse
So we're drinkin' drinkin' drinkin' drinkin' coca-coca-cola
I can feel it rollin' right on down
Hér notar Isaac Brock nafn eins vinsælasta drykkjar í heimi í lagið sitt en ég hef samt aldrei heyrt þennann lagabút í neinni Kókauglýsingu... spurning hvort að það sé vegna þess að Kók vilji ekki tengja sig við hvítt rusl?
3. Temecula Sunrise - Dirty Projectors
Temperature rising
I can feel it all the way down
And what hits the spot, yeah, like Gatorade?
You and me baby, hittin' the spot all night
Hin ofur heitu Dirty Projectors nota Gatorade... spurning hvort við eigum eftir að heyra þetta í einhverri auglýsingu í framtíðinni þegar allir eru búnir að átta sig á því hversu góð þessi hljómsveit er.
2. This Note's for You - Neil Young
Soldið annars eðlis en öll hin lögin á listanum, Neil Young er ekki ánægður með það þegar listamenn selja lögin sín
This Notes For You (Video) - Neil Young and The Bluetones
1. Turn Up the Radio - Autograph
Þetta lag og þessi hljómsveit er svo soldið sér kafli. Hljómsveitin er stofnuð 1983 og þeirra fyrsta plata heitir Please Sign In og stóra hittið þeirra heitir Turn Up The Radio. Þeir sömdu við penna framleiðanda um það að pennafyrirtækið myndi kosta hluta af plötunni og þessu myndbandi:
Bandið var svo hluti af auglýsinga herferðinni.
Tuesday, October 20, 2009
Sarpurinn
DJ Danger Mouse – The Gray Album
Platan kom út í mjög litlu magni árið 2004 (4000 eintök held ég að ég hafi lesið einhversstaðar) og planið var að selja eitthvað á netinu en þetta átti alltaf að verða lítil útgáfa, bara svona flipp. Danger Mouse fékk ekki einu sinni leyfi fyrir bítla lögunum af því hann bjóst ekki við að þetta myndi verða að neinu (auk þess sem hann var latur...) en að sjálfsögðu varð allt vitlaust hjá EMI útgáfu fyrirtæki Bítlanna og þeir kærðu og vildu að allir hættu að dreifa plötunni. Við þetta varð allt vitlaust og platan varð gríðarlega umtöluð og meira að segja þessi aktivistahópur mótmæli og ákvað að nota lagið í sína þágu og gefa það á sinni heimasíðu (og nokkrum öðrum) í mótmælaskyni. Nokkur samtök komu saman og póstuðu plötunni í einn sólarhring, þriðjudaginn 24 nóvember 2005, þessi dagur og þetta framtak er núna þekkt sem “Grey Tuesday” innan þessara hópa. Platan var sót í yfir 100.000 eintökum þennan eina dag og er ennþá að ganga manna á milli á netinu (linkur á torrent neðst á síðunni, en ég er alls ekki að hvetja fólk til að downloada tónlist af torrent síðum á netinu... það er bannað!)
Danger Mouse notaði hin og þessi lög Bítlanna og samplaði eins og óður maður. Sjálfur segir hann að ónefndir aðilar sem sömdu tónlistina, bæði bítlar og Jay-Z hafi hringt óformlega í sig og óskað honum til hamingju með frábæra plötu og afsakað sig fyrir allt vesenið, en það er svo sem ekkert staðfest. Persónulega finnst mér platan vera ein af betri hip-hop plötum sem ég hef heyrt.
Annars eru þetta lögin í engri sérstakri röð og sömplin á disknum, er ekki alveg 100% viss samt með sömplin...
Samplið er "Helter Skelter"
"Allure"
Samplið er "Dear Prudence"
"December 4th"
Samplið er "Mother Nature's Son"
"Dirt off Your Shoulder"
Samplið er "Julia"
"Encore"
Samplið er "Glass Onion" og "
"Lucifer 9 (Interlude)"
Samplið er "Revolution 9" og "I'm So Tired"
"Justify My Thug"
Samplið er "Rocky Raccoon"
"Moment of Clarity"
Samplið er "Happiness Is a Warm Gun"
"Change Clothes"
Samplið er "Piggies" og "Dear Prudence"
"My 1st Song"
Samplið er "Cry Baby Cry", "
"Public Service Announcement"
Samplið er "Long, Long, Long"
"What More Can I Say"
Samplið er "While My Guitar Gently Weeps"