Monday, March 30, 2009
Topp 5 hópsöngur - Kristín Gróa
5. The Polyphonic Spree - Hanging Around The Day Pt. 2
Munið þið eftir The Polyhonic Spree? Þau eru alveg óteljandi mörg (í alvöru svona tuttugu og eitthvað), eru alltaf í kuflum og forsprakkinn heitir Tim DeLaughter sem hlýtur að vera fullkomnasta nafn í heimi fyrir gaur sem er forsprakki í kuflahljómsveit.
4. Björk - Where Is The Line
Flottasta notkun á kór ever? Mögulega.
3. Elbow - Grace Under Pressure
Ekki nóg með að gospelkór syngi með í laginu heldur fengu þeir þúsundir Glastonbury gesta til að syngja með sér We still believe in love so fuck you!, tóku það upp og splæstu því svo saman við lagið á plötunni. Fokking Glastonbury maður!
2. The Beach Boys - Barbara Ann
Smellurinn af Beach Boys' Party sem var stúdíóplata sem var látin hljóma eins og live plata. Þetta er mjög frjálsleg upptaka, þeir ruglast í textanum og jú það hljómar einmitt eins og þetta sé bara hópur af fólki í partýi að syngja saman. Fyrir utan að hópur af fólki í partýi gæti væntanlega ekki raddað svona á staðnum... allavega ekki fólk sem ég er í partýum með.
1. Crosby, Stills & Nash - Helplessly Hoping
Ég bara get ekki hugsað um samsöng án þess að hugsa um CSN, enda hljóma þessar raddir svo fullkomnlega saman að ég fæ gæsahúð. Svo er lagið auðvitað svo fallegt.
Friday, March 27, 2009
Kórar og hópar - Georg Atli
5. Kanye West - Jesus Walks
Mjög dramatískt lag frá glysrappara nr. 1. Kórinn í viðlaginu setur punktinn yfir i-ið.
4. Carl Orf - O Fortuna
Úr Carmina Burana.... örugglega eina klassíska lagið sem ég kem til með að setja inn á þessa síðu.
3. Megas og Spilverk Þjóðanna - Af Síra Sæma
"Hvaða Gvendi!?"
2. Björk - vökuró
Af plötunni Medúlla, þar sem öll hljóðin á plötunni eru sungin eru tæknilega séð öll lögin af plötunni kór/hópsöngslög. Þetta lag er eitt af tveimur sem björk semur ekki sjálf textann, textinn er saminn af Jórunni Viðar Sigurðardóttur. Hitt er Sonnets/Unrealities XI (þar túlkar hún reyndar texta E.E. Cummings þannig að það telst kannski sem samið af henni...en það er önnur saga)
1. Spiritualized - Ladies and Gentlemen, We Are Floating In Space
Af samnemndu meistarastykki Spiritualized. Besta sambandsslitaplata fyrr og síðar og eitt að stærstu og bestu plötum rokksögunnar, að mínu mati (og svo er umslagið líka flott). Verður endurútgefin á næstunni í viðhafnarútgáfu og af því tilefni ætlar hljómsveitin að koma fram og spila plötuna í heild sinni í Royal Festival Hall í London 12. október næstkomandi og mig langar svakalega rosalega ótrúlega mikið að fara. Valið er kannski soldið svindl af því að er í raun er þetta bara sama röddin (sitthvor textalínan) lúppuð aftur og aftur en það er samt flott og hljómar eins og margir séu að syngja það.
Mjög dramatískt lag frá glysrappara nr. 1. Kórinn í viðlaginu setur punktinn yfir i-ið.
4. Carl Orf - O Fortuna
Úr Carmina Burana.... örugglega eina klassíska lagið sem ég kem til með að setja inn á þessa síðu.
3. Megas og Spilverk Þjóðanna - Af Síra Sæma
"Hvaða Gvendi!?"
2. Björk - vökuró
Af plötunni Medúlla, þar sem öll hljóðin á plötunni eru sungin eru tæknilega séð öll lögin af plötunni kór/hópsöngslög. Þetta lag er eitt af tveimur sem björk semur ekki sjálf textann, textinn er saminn af Jórunni Viðar Sigurðardóttur. Hitt er Sonnets/Unrealities XI (þar túlkar hún reyndar texta E.E. Cummings þannig að það telst kannski sem samið af henni...en það er önnur saga)
1. Spiritualized - Ladies and Gentlemen, We Are Floating In Space
Af samnemndu meistarastykki Spiritualized. Besta sambandsslitaplata fyrr og síðar og eitt að stærstu og bestu plötum rokksögunnar, að mínu mati (og svo er umslagið líka flott). Verður endurútgefin á næstunni í viðhafnarútgáfu og af því tilefni ætlar hljómsveitin að koma fram og spila plötuna í heild sinni í Royal Festival Hall í London 12. október næstkomandi og mig langar svakalega rosalega ótrúlega mikið að fara. Valið er kannski soldið svindl af því að er í raun er þetta bara sama röddin (sitthvor textalínan) lúppuð aftur og aftur en það er samt flott og hljómar eins og margir séu að syngja það.
Kóphóralög Unnar Birnu
1. Hallelujah úr Messíasi eftir Händel
Eitt þekktasta kórverk allra tíma. Flestir, og þá meina ég allir kannast við fyrstu línurnar, en hafa oft ekki hugmynd um hvað þetta er. Halda að þetta sé bara svona "ómægad" eða "gasp" eða hvað þið viljið kalla'ða...
2. Walking down the Street - The Real Group
Sænskir snillar. Mjög gaman að syngja þetta. (Og vakna við þetta á morgnana)
Sænskir snillar. Mjög gaman að syngja þetta. (Og vakna við þetta á morgnana)
4. Wake Up - Arcade Fire
Mjög týpískt að setja þetta inn, en örugglega eitt áhrifaríkasta live hópsöngslag í dag. Á öllum konsertum syngur sauðheimskur almúginn með í sæluvímu...
Mjög týpískt að setja þetta inn, en örugglega eitt áhrifaríkasta live hópsöngslag í dag. Á öllum konsertum syngur sauðheimskur almúginn með í sæluvímu...
hópkóralögin hans zvenna
All Together Now - Bítlarnir
Allir saman nú!
Can't Always Get What You Want - Rolling Stones
...en þú getur reynt af og til og þú gætir komist að því að þú færð það sem þig vantar...
Fjallabræður - Hó!
Vestfirskt tröllagól...
Fearless - Pink Floyd
...í hópsöng gengur enginn einn.
Grænmetisvísur - Dýrin í Hálsaskógi
...það sem heimurinn mun einhvern daginn syngja saman í kór...
Allir saman nú!
Can't Always Get What You Want - Rolling Stones
...en þú getur reynt af og til og þú gætir komist að því að þú færð það sem þig vantar...
Fjallabræður - Hó!
Vestfirskt tröllagól...
Fearless - Pink Floyd
...í hópsöng gengur enginn einn.
Grænmetisvísur - Dýrin í Hálsaskógi
...það sem heimurinn mun einhvern daginn syngja saman í kór...
Cosmic Call
Hljómsveitin Cosmic Call kemur frá Akranesi eins og ég (hip hip!) og hefur helst unnið sér það til frægðar að lenda í öðru sæti í "Global battle of the bands" í fyrra á eftir Agent Fresco. Þá hét sveitin reyndar Pet Cemetery en nú er komið nýtt nafn og það sem meira er þá eru þau að gefa út EP plötu þessa dagana! Jáhhá.
Mér finnst þetta alveg frábærlega efnileg hljómsveit og hvet ykkur til að tékka á fyrsta síngúlnum sem er að fara í spilun:
Cosmic Call - Cold Hands
It's good stuff, yah?
Til að ljúka plögginu vil ég svo auglýsa það að Cosmic Call munu spila á Sódóma Reykjavík í kvöld ásamt Mammút, For A Minor Reflection og Swive. Tónleikarnir byrja klukkan 10.
Cosmic Call á MySpace
Wednesday, March 25, 2009
Röyksopp
Ég fékk nýju Röyksopp plötuna, Junior, í hendurnar um daginn og var satt að segja ekkert rosalega spennt fyrir henni. Einhvernveginn gerðist það þó að ég fór að hlusta og viti menn... ég fíla þetta! Þessa stundina er Karin Dreijer að heilla mig mest í laginu Tricky Tricky en það er af nógu að taka hérna. Robyn syngur hið frábæra The Girl And The Robot og ekki er síðra lagið Miss It So Much í flutningi krúttsins Lykke Li. Já og ef þið viljið komast í dansandi gott skap þá þurfið þið bara að hlusta á fyrsta síngúlinn Happy Up Here og dillið mun færast í kroppinn. Ég er öll æst yfir þessari plötu.
Röyksopp - Tricky Tricky
Monday, March 23, 2009
Gott cover...
Ok, fyrst smá upphitun fyrir aðalið.... Árið 1981 gaf hljómsveitin Soft Cell út lagið Tainted Love á plötunni Non-Stop Erotic Cabaret (popppunkts moli nr 1), gott lag sem hefur verið coverað ca. milljón sinnum af alls konar fólki með misgóðum árangri (youtube linkur... og ég mæli ekkert sérstaklega á að þið hlustið á þetta). Lagið er þó ekki eftir Soft Cell félagana (sem flestir virðast halda) heldur eftir gæja sem heitir Ed Cobb (Popppunkts-moli nr. 2) og var fyrst flutt af Gloriu Jones (youtube linkur), (Popppunkts-moli nr. 3: Gloria Jones var einu sinni kærasta Marc Bolan og spilaði með honum og söng í hljómsveitinni T.Rex (youtube linkur)).
Lagið komst svo aftur í sviðsljósið þegar einhver pródúserinn samplaði það inn í lagið S.O.S. með Rihanna.... (hér kemur svo aðalið) sem var síðan coverað (mögnuð útgáfa) af The Last Shadow Puppets í þætti Jo Whiley 7. apríl í fyrra!
Lagið komst svo aftur í sviðsljósið þegar einhver pródúserinn samplaði það inn í lagið S.O.S. með Rihanna.... (hér kemur svo aðalið) sem var síðan coverað (mögnuð útgáfa) af The Last Shadow Puppets í þætti Jo Whiley 7. apríl í fyrra!
Friday, March 20, 2009
zvenni og senuþjófarnir...
Lou Reed lag en Bowie vælir í bakröddunum og er langbestur, sérstaklega í lokakaflanum.
Aftan við Laylu
Eftir að Clapton hefur lokið sínu af kemur að píanóinu og instróbútnum sem skýtur Laylu ref fyrir rass. Á sögu sem tengist því sem ég var búinn að segja frá áður. Trommari Derek & The Dominos Jim Gordon á stefið, prýðis trommari víst með skuggalega fortíð.
Skítt með flengda apa, lífrænar hárvörur, pylsur og baunir... Jonathan Richman er málið!
Topp 5 senuþýfi - Unnur Birna
"Tyrkneska" byrjunarstefið sem kemur aftur seinna í laginu fangaði mig strax og ég heyri varla annað en þéttu hljóðmyndina og rythmasectionina í þessu lagi. Alger senuþjófur.
Eftir hlustun situr gítarþrástefssólóið í lokin og samspil gítars og bassa eftir. Ég spólaði sérstaklega fram og aftur að því og blastaði í bílnum. Við fyrstu hlustun hugsaði ég "Hvað er í gangi?" en svo varð þetta ógeðslega töff. Skemmtilega og smekklega farið út úr tóntegundinni með einstaklega lýdísku sándi.
Spilaði þennan konsert á burtfarartónleikunum mínum og fílaði hann engan veginn. Svo fékk ég þessa upptöku og hlustaði á hann með sinfóníuhljómsveit og eftir arpeggíukaflann kemur stórfenglegur, tilfinningaþrunginn hljómsveitarkafli sem fékk mig til að elska þetta verk, og ég fæ gæsahúð í hvert skipti (akkúrat á þessum stað). Svo var ég svo heppin að fá að spila í hljómsveitinni þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tók þetta verk (en það var áður en ég fór á kaf í "óæðri" músík, og einsog alþjóð veit þá er svoleiðis skríll í óþökk hjá aristómúsíköntunum).
Stéphane Grappelli voru borguð 300 pund fyrir session fyrir þetta lag. Hann er ekki kreditaður á plötunni og kyrfilega drekkt í vindeffectinum í lok lagsins. Og þó, ef þú hefur góð heyrnartól og hækkar í botn þá muntu heyra Grappelli berjast fyrir lífi sínu í storminum... Og alltaf skal Grappelli stela senunni!
-stelur senunni frá sjálfri sér í nælonsokkum á fótbassanum.
Eftir hlustun situr gítarþrástefssólóið í lokin og samspil gítars og bassa eftir. Ég spólaði sérstaklega fram og aftur að því og blastaði í bílnum. Við fyrstu hlustun hugsaði ég "Hvað er í gangi?" en svo varð þetta ógeðslega töff. Skemmtilega og smekklega farið út úr tóntegundinni með einstaklega lýdísku sándi.
Spilaði þennan konsert á burtfarartónleikunum mínum og fílaði hann engan veginn. Svo fékk ég þessa upptöku og hlustaði á hann með sinfóníuhljómsveit og eftir arpeggíukaflann kemur stórfenglegur, tilfinningaþrunginn hljómsveitarkafli sem fékk mig til að elska þetta verk, og ég fæ gæsahúð í hvert skipti (akkúrat á þessum stað). Svo var ég svo heppin að fá að spila í hljómsveitinni þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tók þetta verk (en það var áður en ég fór á kaf í "óæðri" músík, og einsog alþjóð veit þá er svoleiðis skríll í óþökk hjá aristómúsíköntunum).
Stéphane Grappelli voru borguð 300 pund fyrir session fyrir þetta lag. Hann er ekki kreditaður á plötunni og kyrfilega drekkt í vindeffectinum í lok lagsins. Og þó, ef þú hefur góð heyrnartól og hækkar í botn þá muntu heyra Grappelli berjast fyrir lífi sínu í storminum... Og alltaf skal Grappelli stela senunni!
5. Rhoda Scott - Moanin'
-stelur senunni frá sjálfri sér í nælonsokkum á fótbassanum.
Topp 5 senuþjófar - Kristín Gróa
5. Lou Reed á Fistful Of Love
I was lying in my bed last night staring
At a ceiling full of stars
When it suddenly hit me
I just have to let you know how I feel
Þetta lag er svo fallegt en mér finnst byrjunin samt alltaf best.
Antony And The Johnsons - Fistful Of Love
4. Eddie Van Halen á Beat It
Það tekur enginn svona gítarsóló nema Eddie Van Halen.
Michael Jackson - Beat It.
3. Jack White á Portland Oregon
Jack White trúði ekki eigin heppni þegar kántríhetjan og idolið hans Loretta Lynn vildi taka upp plötu undir hans stjórn. Honum tókst að láta hana skína eins og hún hafði ekki skinið í mörg ár og opna tónlist hennar fyrir fólki sem hefði aldrei hlustað á hana ef hans nyti ekki við. Platan er frekar straight up kántrí og hann heldur sig til baka á henni en á uppáhalds laginu mínu Portland Oregon syngur hann með henni og dregur fram gítarinn... og stelur senunni.
Loretta Lynn - Portland Oregon
2. Eric Clapton á While My Guitar Gently Weeps
Hvernig er hægt að stela senunni frá Bítlunum? Svona.
The Beatles - While My Guitar Gently Weeps
1. Emmylou Harris á öllu sem hún kemur nálægt
Emmylou Harris hefur sungið bakraddir með öllum frá Neil Young til Bright Eyes og alltaf finnst mér hún stela senunni. Hún er með svo ótrúlega sérstaka rödd sem gefur öllum lögum sem hún syngur eitthvað extra.
Bright Eyes - We Are Nowhere And It's Now
Bob Dylan - Oh, Sister
Gram Parsons - Love Hurts
Tuesday, March 17, 2009
Friday, March 13, 2009
Topp 5 13.. afmælis - Georg Atli
1. Wayne Coyne 13. Jan 1961
Wayne Coyne er mjög skrítinn og það er kannski af því að hann ekki bara fæddist á óhappatölunni heldur reyndist fæðingardagurinn líka vera föstudagur!!!
2. Rivers Cuomo - 13. Júní 1970
Ein af mínu uppáhaldsplötum í öllum heiminum er hina ótrúlega vanmetna Pinkerton með Weezer. Það kom þess vegna skemmtilega á óvart að geta bætt söngvaranum úr Weezer á listann.
3. Henry Rollins – 13. Feb 1961
Henry Rollins var forsprakki hljómsveitarninnar Black Flag, mér finnst þeir skemmtilegir, ekta hardcore pönk band.
4. Al Green – 13. Apríl 1946
Þessi er kúl.
5. Stevie Wonder - 13. Maí 1950
Stevie Wonder er snillingur.... hvað getur maður svo sem sagt meira??
Wayne Coyne er mjög skrítinn og það er kannski af því að hann ekki bara fæddist á óhappatölunni heldur reyndist fæðingardagurinn líka vera föstudagur!!!
2. Rivers Cuomo - 13. Júní 1970
Ein af mínu uppáhaldsplötum í öllum heiminum er hina ótrúlega vanmetna Pinkerton með Weezer. Það kom þess vegna skemmtilega á óvart að geta bætt söngvaranum úr Weezer á listann.
3. Henry Rollins – 13. Feb 1961
Henry Rollins var forsprakki hljómsveitarninnar Black Flag, mér finnst þeir skemmtilegir, ekta hardcore pönk band.
4. Al Green – 13. Apríl 1946
Þessi er kúl.
5. Stevie Wonder - 13. Maí 1950
Stevie Wonder er snillingur.... hvað getur maður svo sem sagt meira??
Topp Thirteen - Unnur Birna
"Frá rómantík til rokks"
1. Beethoven - Sonata no. 8 í C-moll, opus 13 - Pathétique, 3. kafli
Falleg sónata sem allir hafa einhverntímann heyrt, nú vitið þið að þetta er 3. kafli C-moll sónötu Beethovens "Pathétique". Og já, ekki má gleyma: Ópus 13.
2. Jacques Loussier Trio Bach's Goldberg Variation 13
Loussier er þekktur fyrir að djassa Bach upp, og hér getið þið heyrt hann djassa upp þrettándu variationina í Goldberg klasanum hans Bachs. (Einnig er hægt að heyra hana í barrokkstíl ef vill)
3. The Mahavishnu Orchestra - Stepping Tones
Einkennist af ferundastökkum, en inn á milli má heyra einstaka 13und á stangli og aðrar breyttar og óbreyttar spennur. Meistaratónsmíð einsog flest allt frá þessu bandi.
4. King - Love & Pride
Einsog við vitum öll er 11 í gosanum, 12 í drottningu, 14 í ás og 13 í kónginum...
5. Jet Black Joe - Higher and Higher
"Double beatið" varir í 12 takta (lógík) og í þeim 13 byrjar aftur "Higher and higher..."
Topp 5 13 - Kristín Gróa
Enginn óheppni hér heldur ákvað ég að láta hvert lag tengjast tölunni 13 á ákveðinn hátt. Við höfum því lag með 13 í titlinum, lag eftir hljómsveit með 13 í nafninu, lag af plötu með 13 í titlinum, þrettánda lag plötu og lag af þrettándu plötu listamanns. Without further ado...
5. Neil Young - Southern Pacific
Þegar kemur að artistum sem hafa gefið út þrettán plötur eða fleiri þá dettur mér auðvitað Neil Young fyrstur í hug. Það er hins vegar skrambi óheppilegt að þrettánda sólóplatan hans skuli vera ólánsgripurinn Re-ac-tor. Þetta lag er samt alveg fínt.
4. Lauryn Hill - Everything Is Everything
Þrettánda lag megahittarans The Miseducation of Lauryn Hill.
3. 13th Floor Elevators - You're Gonna Miss Me
Eini almennilegi hittari þessarar sækadelik sixtís hljómsveitar var ekki hittari að ástæðulausu.
2. Blur - Battle
Platan 13 finnst mér gróflega vanmetin. Átján ára unglingurinn ég hlustaði samt á aftur og aftur og aftur og þetta lag var einhverra hluta alltaf í mestu uppáhaldi.
1. Big Star - Thirteen
Költsveitin Big Star er oft talin ein áhrifastamesta poppsveit áttunda áratugarins þó hún hafi reyndar aldrei náð sérstökum vinsældum á meðan hún var starfandi. Óskiljanlegt.
5. Neil Young - Southern Pacific
Þegar kemur að artistum sem hafa gefið út þrettán plötur eða fleiri þá dettur mér auðvitað Neil Young fyrstur í hug. Það er hins vegar skrambi óheppilegt að þrettánda sólóplatan hans skuli vera ólánsgripurinn Re-ac-tor. Þetta lag er samt alveg fínt.
4. Lauryn Hill - Everything Is Everything
Þrettánda lag megahittarans The Miseducation of Lauryn Hill.
3. 13th Floor Elevators - You're Gonna Miss Me
Eini almennilegi hittari þessarar sækadelik sixtís hljómsveitar var ekki hittari að ástæðulausu.
2. Blur - Battle
Platan 13 finnst mér gróflega vanmetin. Átján ára unglingurinn ég hlustaði samt á aftur og aftur og aftur og þetta lag var einhverra hluta alltaf í mestu uppáhaldi.
1. Big Star - Thirteen
Költsveitin Big Star er oft talin ein áhrifastamesta poppsveit áttunda áratugarins þó hún hafi reyndar aldrei náð sérstökum vinsældum á meðan hún var starfandi. Óskiljanlegt.
Labels:
13,
13th Floor Elevators,
Big Star,
Blur,
Lauryn Hill,
Neil Young
13, heppni, óheppni, skítaheppni eða fjarstýring? spyr zvenni
Thirteen - Johnny Cash
Bad luck wind been blowin' at my back
I was born to bring trouble to wherever I'm at
Got the number 13 tattooed on my neck
When the ink starts to itch, then the black will turn to red
Óheppinn gaur.
Thirteen - Big Star
Veit ekki alveg hvað er sona þrettán við lagið, föstudagurinn, stúlkan, strákurinn, óheppni yfir höfuð eða eitthvað allt annað. Það er mótbyr og óvissa en samt von (og kannski miðar á ball).
En lagið er fínt, og líka í útgáfum Elliott Smith og Wilco.
No. 13 Baby - Pixies
im in a state
im in
a state
im in
a state im in
a state
im in
a state im...
Óheppni er ástand (sem maður er í).
Shit Luck - Modest Mouse
THIS PLANE IS DEFINATELY CRASHING!!!
(dúri dúri dúri dúri...)
Skítalukka!
Ekki nóg með að allt sé að hrynja, sökkva eða brenna þá er hjartað hægt og rólega að þorna...
Transformer Man - Neil Young
Transformer man, transformer man
You run the show
Remote control
Direct the action with the push of a button
You're a transformer man
Power in your hand
Transformer man, transformer man
...eða kannski er enginn heppni eða óheppni, bara flókið plan og stór fjarstýring?
Bad luck wind been blowin' at my back
I was born to bring trouble to wherever I'm at
Got the number 13 tattooed on my neck
When the ink starts to itch, then the black will turn to red
Óheppinn gaur.
Thirteen - Big Star
Veit ekki alveg hvað er sona þrettán við lagið, föstudagurinn, stúlkan, strákurinn, óheppni yfir höfuð eða eitthvað allt annað. Það er mótbyr og óvissa en samt von (og kannski miðar á ball).
En lagið er fínt, og líka í útgáfum Elliott Smith og Wilco.
No. 13 Baby - Pixies
im in a state
im in
a state
im in
a state im in
a state
im in
a state im...
Óheppni er ástand (sem maður er í).
Shit Luck - Modest Mouse
THIS PLANE IS DEFINATELY CRASHING!!!
(dúri dúri dúri dúri...)
Skítalukka!
Ekki nóg með að allt sé að hrynja, sökkva eða brenna þá er hjartað hægt og rólega að þorna...
Transformer Man - Neil Young
Transformer man, transformer man
You run the show
Remote control
Direct the action with the push of a button
You're a transformer man
Power in your hand
Transformer man, transformer man
...eða kannski er enginn heppni eða óheppni, bara flókið plan og stór fjarstýring?
Topp 5 föstudagsþrettándalögin hans Árna
Paraskevidekatriaphobia er víst nafnið sem fræðaheimurinn hefur gefið fólki sem óttast föstudaginn 13. Ég hef sjaldan lent illa í því á þessum degi frekar en einhverjum öðrum en ætla engu að síður að byggja listann minn á einhverskonar óheppni.
Hot damn! – Hot damn that woman is man
Saga með móral eða eitthvað svoleiðis...
The Kinks – Lola
Sama saga en með betri endi.
Pixies – I´m amazed
Mig hefur alltaf langað til að vita um hvað sagan hennar Kim er um...
Travis – Why does it always rain on me
Vælukjóalag en stundum er maður bara þannig.
Selma – I´m all out of luck
Eftirminnilegt lag því ég fór á frábæra tónleika með Jon Spencer´s Blues Explosion seinna um kvöldið. Svo klikkar Terry Vaughan sjaldan.
Hot damn! – Hot damn that woman is man
Saga með móral eða eitthvað svoleiðis...
The Kinks – Lola
Sama saga en með betri endi.
Pixies – I´m amazed
Mig hefur alltaf langað til að vita um hvað sagan hennar Kim er um...
Travis – Why does it always rain on me
Vælukjóalag en stundum er maður bara þannig.
Selma – I´m all out of luck
Eftirminnilegt lag því ég fór á frábæra tónleika með Jon Spencer´s Blues Explosion seinna um kvöldið. Svo klikkar Terry Vaughan sjaldan.
Tuesday, March 10, 2009
Topp 5 dónólög - Krissa
'Pínu' sein vegna tölvuleysis. Oh well.
Öll 'ahhh'in eru bara of!
Minn listi er meira dónÓ lög en dónA lög...því dónó er gaman.
Það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að hugsa e-ð dónó þegar röddin í Carl bætist við!
Úffdípúffpúff!
Öll 'ahhh'in eru bara of!
Slísböllurinn að standa sig. Ef maður kemst ekki í dónó skap við að heyra þetta þá skeður það líklega bara aldrei múaha
Söngur Olgu gerir þetta lag bara ómótstæðilegt!
Labels:
Carl Barat,
Client,
liars,
Massive Attack,
olga kouklaki,
poni hoax,
Serge Gainsbourg
Friday, March 6, 2009
Topp 5 dónalög - Halldór
Skemmtileg pæling í gangi þessa vikuna.
Gus Gus - Ladyshave
I guess I must have messed it up
When I gave you the ladyshave.
Dónalegt lag, dónalegur texti og dónalegur söngur. Myndbandið bætir svo ofan á það.
Gus Gus - Ladyshave on MUZU.
Sebastien Tellier - Fingers of steel
Ég gat ekki gert dónalagalista án þess að henda einum Frakka inn á listann. Augljósi kosturinn hefði verið Serge en ég ákvað að velja frekar Sebastien Tellier sem hefur þetta skemmtilega franska dónakallaútlit. Fingers of Steel hljómar líka eins og dónalag, synthadónalag.
Isaac Hayes - Shaft
Who's the black private dick
That's a sex machine to all the chicks?
SHAFT!
Ya damn right!
Það bókstaflega lekur af þessu lagi, eðaldónaskapur þarna á ferðinni. Bara gítarinn ætti að vera 18+
The Starland Vocal Band - Afternoon Delight
Gonna find my baby, gonna hold her tight
gonna grab some afternoon delight.
My motto's always been; when it's right, it's right.
Þetta lag kom sterkt inn í Anchorman og jafnvel enn sterkar inn í Arrested Development þáttunum. Mjög skemmtilega jolly seventís dónaskapur.
Tom Waits lag listans
Tom Waits lagið sem ég valdi á þennan lista er skemmtilegt nokk af sömu plötu og fyrsta lagið sem ég valdi, Closing Time. Þetta lag heitir Ice Cream man.
Well I'm clickin' by your house about two forty-five
with sidewalk sundae strawberry surprise
I got a cherry popsicle right on time
A big stick, mamma, that will blow your mind
Cause I'm a ice cream man, I'm a one-man band, yeah
I'm a ice cream man, baby
Honey, I'll be good to you
Ekki mjög vel falinn dónaskapur þar á ferð og hinn 23 ára gamli Tom Waits hljómar eins og mun eldri dónakall. Lagið er líka gríðarskemmtilegt.
f you missed me in the alley, baby, don't you fret
Come back around and don't forget
When you're tired and you're hungry and you want something cool
got something better than a swimming pool
You see me coming, you ain't got no change
Don't worry baby, it can be arranged
Show me you can smile, baby just for me
Fix you with a drumstick, I'll do it for free
Minnir mig á línu úr kvikmyndinni Down By Law eftir Jim Jarmusch; I scream, you scream, we all scream for ice cream.
Gus Gus - Ladyshave
I guess I must have messed it up
When I gave you the ladyshave.
Dónalegt lag, dónalegur texti og dónalegur söngur. Myndbandið bætir svo ofan á það.
Gus Gus - Ladyshave on MUZU.
Sebastien Tellier - Fingers of steel
Ég gat ekki gert dónalagalista án þess að henda einum Frakka inn á listann. Augljósi kosturinn hefði verið Serge en ég ákvað að velja frekar Sebastien Tellier sem hefur þetta skemmtilega franska dónakallaútlit. Fingers of Steel hljómar líka eins og dónalag, synthadónalag.
Isaac Hayes - Shaft
Who's the black private dick
That's a sex machine to all the chicks?
SHAFT!
Ya damn right!
Það bókstaflega lekur af þessu lagi, eðaldónaskapur þarna á ferðinni. Bara gítarinn ætti að vera 18+
The Starland Vocal Band - Afternoon Delight
Gonna find my baby, gonna hold her tight
gonna grab some afternoon delight.
My motto's always been; when it's right, it's right.
Þetta lag kom sterkt inn í Anchorman og jafnvel enn sterkar inn í Arrested Development þáttunum. Mjög skemmtilega jolly seventís dónaskapur.
Tom Waits lag listans
Tom Waits lagið sem ég valdi á þennan lista er skemmtilegt nokk af sömu plötu og fyrsta lagið sem ég valdi, Closing Time. Þetta lag heitir Ice Cream man.
Well I'm clickin' by your house about two forty-five
with sidewalk sundae strawberry surprise
I got a cherry popsicle right on time
A big stick, mamma, that will blow your mind
Cause I'm a ice cream man, I'm a one-man band, yeah
I'm a ice cream man, baby
Honey, I'll be good to you
Ekki mjög vel falinn dónaskapur þar á ferð og hinn 23 ára gamli Tom Waits hljómar eins og mun eldri dónakall. Lagið er líka gríðarskemmtilegt.
f you missed me in the alley, baby, don't you fret
Come back around and don't forget
When you're tired and you're hungry and you want something cool
got something better than a swimming pool
You see me coming, you ain't got no change
Don't worry baby, it can be arranged
Show me you can smile, baby just for me
Fix you with a drumstick, I'll do it for free
Minnir mig á línu úr kvikmyndinni Down By Law eftir Jim Jarmusch; I scream, you scream, we all scream for ice cream.
Topp 5 Dónalög - Georg Atli
Dónalög eru erfið af því að það er svo persónubundið hvað hverjum og einum finnst dónalegt... svo kalla mismunandi aðstæður á mismunandi athafnir sem kalla svo á mismunandi dónalög...
1. Serge Gainsbourg & Jane Birkin – Je t‘aime... Moi Non Plus
Fyrir klisjukennda evrópubúa...
2. Flight Of The Conchords – If Your Into It
Fyrir fyndna...
3. The Beatles – Why Don't We Do It In The Road
Fyrir óþolinmóða...
4. Prince – Kiss
Fyrir alla sem ekki eru vandlátir...
5. Nine Inch Nails – Closer
Fyrir... mjög, ehm... æsta
1. Serge Gainsbourg & Jane Birkin – Je t‘aime... Moi Non Plus
Fyrir klisjukennda evrópubúa...
2. Flight Of The Conchords – If Your Into It
Fyrir fyndna...
3. The Beatles – Why Don't We Do It In The Road
Fyrir óþolinmóða...
4. Prince – Kiss
Fyrir alla sem ekki eru vandlátir...
5. Nine Inch Nails – Closer
Fyrir... mjög, ehm... æsta
Topp 5 dónalög - Kristín Gróa
Ótrúlegt en satt þá er ekkert lag á þessum lista með slísbelli numero uno en það var eiginlega meðvituð ákvörðun að sleppa honum so that's why!
5. Frankie Goes To Hollywood - Relax
Ókei ekkert sérstaklega skemmtilegt lag en það tengist úlnliðnum mínum órjúfanlegum böndum svo það fær að fljóta með ;)
4. Isaac Hayes - Chocolate Salty Balls
So suck on my balls! Blásaklaust lag um bakstur.
3. The Hidden Cameras - Smells Like Happiness
What smells like happiness? Ég er að spá í að leyfa ykkur að gúgla bara textann að þessu lagi því ég er allt of mikið blóm til að segja frá því. Það fyndna er samt að þó textinn sé frekar... tjah... opinskár þá er lagið svo fáránlega hresst og skemmtilegt að maður syngur með með bros á vör. Satt að segja þá verð ég bara að hvetja ykkur eindregið til að hlusta á þetta lag ef þið hafið ekki heyrt það áður því það mun fá ykkur til að brosa! Ég lofa!
2. Snoop Doggy Dogg - Ain't No Fun (If The Homies Can't Have None)
Hugsanlega dónalegasta lag í heimi og ef ekki þá allavega það sem inniheldur mestu kvenfyrirlitninguna. Jájá þetta er hresst.
1. Íkarus - Krókódílamaðurinn
Þetta lag er kannski minna dónalegt en hroðalega sóðalegt og subbulegt.
Dónverk - Unnur Birna
Prúðu drengirnir frá Liverpool eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Í bakröddum endurtaka Harrison og McCartney "tit" á meðan fólk heldur að þeir syngi eitthvað annað og/eða saklausara...
Jább. They know how to do it.
Ég hef sett mér að reyna að hljóma einsog gítarinn á hápunktum.
Pínu rude. En það hafa komið móment þar sem maður hefur viljað blasta þetta lag. Í fyrndinni sko.
Ég komst að því eftir að hafa verið að spila og syngja þetta lag, að það hljómar svolítið einsog dulbúin klámvísa. "Grösug hlíð með berjalautum", "Glúfrabúi - hvítur foss".
Enn fleiri myndlíkingar en í Hafið bláa hafið.
Dæmið fyrir ykkur sjálf. Mjög falleg vísa og lýsir umhverfi Hrauns í Öxnadal. Og e.t.v. einhvers fleira.
Dónalög - zvenni
Ástardúett - Stuðmenn
Sterkur og stór,
stinnur eins og Sokki
sem Runki fór á,
ríðandi á brokki.
Ég finn fyrir skjálfta í hnjánum,
fiðringi í tánum með honum...
Reiðtími?
Do ya think im sexy - Rod Steward
Ef ekki dónalegt þá allaveganna ósmekklegt.
Can I Touch You... There? - Michael Bolton
Can I touch you there,
touch you deep within,
oh Can I touch you there,
can I touch you oh... there
Séntilmaðurinn Bolton...
Jewish Princess - Frank Zappa
I want a nasty little jewish princess
With long phony nails and a hairdo that rinses
A horny little jewish princess
With a garlic aroma that could level tacoma
Lonely inside
Well, she can swallow my pride
Zappa er sérstakur.
My Ding-a-Ling - Chuck Berry
When I was little boy In Grammar school
Always went by the very best rule
But Evertime the bell would ring
You'd catch me playing with my ding-a-ling
My Ding-A-Ling My Ding-A-Ling
won't you play with My Ding-A-Ling
My Ding-A-Ling My Ding-A-Ling
won't you play with My Ding-A-Ling
Sterkur og stór,
stinnur eins og Sokki
sem Runki fór á,
ríðandi á brokki.
Ég finn fyrir skjálfta í hnjánum,
fiðringi í tánum með honum...
Reiðtími?
Do ya think im sexy - Rod Steward
Ef ekki dónalegt þá allaveganna ósmekklegt.
Can I Touch You... There? - Michael Bolton
Can I touch you there,
touch you deep within,
oh Can I touch you there,
can I touch you oh... there
Séntilmaðurinn Bolton...
Jewish Princess - Frank Zappa
I want a nasty little jewish princess
With long phony nails and a hairdo that rinses
A horny little jewish princess
With a garlic aroma that could level tacoma
Lonely inside
Well, she can swallow my pride
Zappa er sérstakur.
My Ding-a-Ling - Chuck Berry
When I was little boy In Grammar school
Always went by the very best rule
But Evertime the bell would ring
You'd catch me playing with my ding-a-ling
My Ding-A-Ling My Ding-A-Ling
won't you play with My Ding-A-Ling
My Ding-A-Ling My Ding-A-Ling
won't you play with My Ding-A-Ling
Monday, March 2, 2009
Ábreiða dagsins.
Eins og ég sagði einhvern tímann finnast mér cover lög rosalega merkileg og ég á örugglega eftir að henda svona póstum inn svona semí-reglulega...
Lagið í dag er 'Cape Cod Kwassa Kwassa'.
Hljómsveitin Vampire Weekend gaf út plötu í fyrr sem er/var rosa góð þar var þetta lag einn af hápunktunum. Það er alveg magnað, rímar luis vuitton við benetton við reggeaton og það eitt og sér er frábært.
Útgáfa tvö er með Hot Chip og Peter Gabriel, skemmtileg pörun þarna og útkoman líka. Hot Chip leynigrúvið í algleymingi og með Peter Gabriel að syngja verður það einhvern veginn eins og aukalag af Lion King sándtrakkinu. Fyndið þegar Peter Gabriel syngur 'feels so unnatural to sing your own name.'
Þriðja útgáfan af þessu lagi er alls ekki sú versta. Kemur af Plötunni 'Esau Mwamwaya and Radioclit are the Very Best' með The Very Best (sem heita einmitt Radioclit og Esau Mwamwaya). Radioclit eru hálffrægir af netinu sem svona mixteip gaurar og ákváðu að gera heila plötu með söngvara frá Malaví. Platan kom út í fyrra og er klárlega ein af bestu plötum seinasta árs, þeir taka nokkur coverlög, en gera þau að sínum eigin (eins og heyrist kannski) m.a. eru lög þar eftir Bítlana og M.I.A.. Magnað stöff.
-Georg Atli
Lagið í dag er 'Cape Cod Kwassa Kwassa'.
Hljómsveitin Vampire Weekend gaf út plötu í fyrr sem er/var rosa góð þar var þetta lag einn af hápunktunum. Það er alveg magnað, rímar luis vuitton við benetton við reggeaton og það eitt og sér er frábært.
Útgáfa tvö er með Hot Chip og Peter Gabriel, skemmtileg pörun þarna og útkoman líka. Hot Chip leynigrúvið í algleymingi og með Peter Gabriel að syngja verður það einhvern veginn eins og aukalag af Lion King sándtrakkinu. Fyndið þegar Peter Gabriel syngur 'feels so unnatural to sing your own name.'
Þriðja útgáfan af þessu lagi er alls ekki sú versta. Kemur af Plötunni 'Esau Mwamwaya and Radioclit are the Very Best' með The Very Best (sem heita einmitt Radioclit og Esau Mwamwaya). Radioclit eru hálffrægir af netinu sem svona mixteip gaurar og ákváðu að gera heila plötu með söngvara frá Malaví. Platan kom út í fyrra og er klárlega ein af bestu plötum seinasta árs, þeir taka nokkur coverlög, en gera þau að sínum eigin (eins og heyrist kannski) m.a. eru lög þar eftir Bítlana og M.I.A.. Magnað stöff.
-Georg Atli
Subscribe to:
Posts (Atom)