Við erum FLUTT á www.toppfimmafostudegi.com.
Uppfærið bookmarks, readera eða hvað sem þið notið vanalega til að komast hingað!
Friday, March 19, 2010
Thursday, March 18, 2010
Til hammó með ammó!
1. Topp fimm á föstudegi varð þriggja ára í vikunni (þann 16.). Í tilefni af því fáum við þrjú random þrista lög:
Jay-Z - 99 Problems því 99 er deilanlegt með 3
De La Soul - 3 is the Magic Number for obvious reasons
The Arcade Fire - Neighborhood #3 (Power Out) því ég get ekki beðið eftir nýja frá Arcade Fire!
2. Í dag voru 840 færslur á Topp fimm. Í tilefni af því fáum við þrjú random lög sem saman mynda 840:
De La Soul - 3 is the Magic Number for obvious reasons
The Arcade Fire - Neighborhood #3 (Power Out) því ég get ekki beðið eftir nýja frá Arcade Fire!
2. Í dag voru 840 færslur á Topp fimm. Í tilefni af því fáum við þrjú random lög sem saman mynda 840:
8 Tapes 'n Tapes - Crazy Eights
4 Feist - 1, 2, 3, 4
0 Koop remixið af Zero 7 - In the Waiting Line
3. Það þarf nauðsynlega að halda upp á svona stórafmæli þannig að á morgun verður föstudagssurprise!
Labels:
afmæli,
arcade fire,
De La Soul,
Feist,
jay-z,
Koop,
Tapes n Tapes,
zero 7
Sarpurinn
Man einhver eftir símaleiknum sem var í boði í fyrndinni (þarna í kringum 1995) sem gekk út á að vinna 'plötu vikunnar' (eða var það mánaðarins?)? Ég man bara óljóst eftir honum en hann gekk allavega út á að maður hringdi í eitthvað númer, svaraði 10 fjölvalsspurningum og ef maður svaraði þeim öllum réttum fékk maður plötuna senda. Gott ef þetta var ekki í boði Skífunnar.
Símtalið kostaði ekki einu sinni handlegg og annað augað (eins og SMS leikirnir þar sem maður sendir 10 svör í sms, 149kr per sms). Eina catchið var að maður vissi aldrei fyrirfram hvaða plata var í boði.
Ég var allavega dyggur aðdáandi leiksins og fannst hann snilld - ég var bara orðinn áskrifandi að frírri tónlist. Frekar nice!
Auðvitað fékk maður misspennandi verðlaun. Ég man þó bara eftir að hafa fengið eina plötu sem var minna eftirsóknarverð en hinar - Scatman John. Ó já, þökk sé þessum leik er ég stoltur eigandi Scatman's World með Scatman John.
Scatmaðurinn er þó ekki efni Sarpsins þessa vikuna heldur önnur, og mun betri, plata sem mér áskotnaðist einnig í þessum símaleik - fyrsta plata Supergrass, I Should Coco.
Gaz og Danny stofnuðu The Jennifers og náðu að gefa út eitt lag. Gaz kynntist svo trommaranum, Mick, árið eftir og bauð honum að vera memm. Úr varð Theodore Supergrass sem síðan varð að Supergrass. Gleði! Þeir gáfu Caught by the Fuzz (líklega enn uppáhalds Supergrass lagið mitt) út 1994 og eftir að John Peel talaði vel um þá í þættinum sínum seldist vínyllinn upp. Parlophone samdi svo við þá og gaf út nokkrar singles '94 og '95.
Vorið 1995 kom svo I Should Coco út. Strákarnir voru bara rétt um tvítugt þegar platan kom út og það heyrist - hún er ör, skemmtileg og áhrifin úr öllum áttum. Það er smá brjálæði, smá rólegheit, einn sumarhittari, eitt lag þar sem Gaz syngur hraðar en ég tala (sem er rosalegt afrek skilst mér) og eitt stk lag um það þegar Gaz var tekinn og áminntur fyrir kannabiseign. Sumarhittarinn, Alright, sá til þess að allir (já allir) heyrðu í Supergrass þetta árið.
Eins ólíkum áttum og lögin koma úr rennur platan samt einhvern veginn í gegn án þess að maður taki eftir neinu ósamræmi. Einhvern veginn tókst þeim að hrúga öllu sem þeim datt í hug saman, blanda og fá út góða heild. Merkilegt út af fyrir sig.
15 árum eftir að hún kom út er I Should Coco enn ein af uppáhalds plötunum mínum. Það virðist vera sama hversu oft ég hlusta á hana, ég fæ ekki ógeð. Það er líklega símaleiknum að þakka. Þegar ég fékk plötuna í hendur, rétt óorðin 13 ára, vissi ég lítið sem ekkert um Supergrass, hlustaði bara og fannst hvert einasta lag æði. Hefði ég hins vegar verið búin að heyra Alright hefði ég líklega búist við einhverju allt öðru og jafnvel orðið fyrir vonbrigðum.
Toppurinn var klárlega þegar Supergrass voru að gefa út Supergrass is 10 með 'best of '94-'04' og við Kristín sáum þá á Reading. Undir lok tónleikanna kom Gaz einn á sviðið með kassagítar, fékk sér sæti, tók Caught by the Fuzz og gömul hjón í vaxjökkum stóðu fyrir framan okkur og sungu með hverju orði. Unaður! :)
Thanks to everyone for everything you've done
but now it's time to go
You know it's hard, we've had some fun
but now we're almost done it's time to go
Who could ask for more?
Who could ask for more?
Time to Go
Caught by the Fuzz
Sitting Up Straight
Alright
Lenny
Símtalið kostaði ekki einu sinni handlegg og annað augað (eins og SMS leikirnir þar sem maður sendir 10 svör í sms, 149kr per sms). Eina catchið var að maður vissi aldrei fyrirfram hvaða plata var í boði.
Ég var allavega dyggur aðdáandi leiksins og fannst hann snilld - ég var bara orðinn áskrifandi að frírri tónlist. Frekar nice!
Auðvitað fékk maður misspennandi verðlaun. Ég man þó bara eftir að hafa fengið eina plötu sem var minna eftirsóknarverð en hinar - Scatman John. Ó já, þökk sé þessum leik er ég stoltur eigandi Scatman's World með Scatman John.
Scatmaðurinn er þó ekki efni Sarpsins þessa vikuna heldur önnur, og mun betri, plata sem mér áskotnaðist einnig í þessum símaleik - fyrsta plata Supergrass, I Should Coco.
Gaz og Danny stofnuðu The Jennifers og náðu að gefa út eitt lag. Gaz kynntist svo trommaranum, Mick, árið eftir og bauð honum að vera memm. Úr varð Theodore Supergrass sem síðan varð að Supergrass. Gleði! Þeir gáfu Caught by the Fuzz (líklega enn uppáhalds Supergrass lagið mitt) út 1994 og eftir að John Peel talaði vel um þá í þættinum sínum seldist vínyllinn upp. Parlophone samdi svo við þá og gaf út nokkrar singles '94 og '95.
Vorið 1995 kom svo I Should Coco út. Strákarnir voru bara rétt um tvítugt þegar platan kom út og það heyrist - hún er ör, skemmtileg og áhrifin úr öllum áttum. Það er smá brjálæði, smá rólegheit, einn sumarhittari, eitt lag þar sem Gaz syngur hraðar en ég tala (sem er rosalegt afrek skilst mér) og eitt stk lag um það þegar Gaz var tekinn og áminntur fyrir kannabiseign. Sumarhittarinn, Alright, sá til þess að allir (já allir) heyrðu í Supergrass þetta árið.
Eins ólíkum áttum og lögin koma úr rennur platan samt einhvern veginn í gegn án þess að maður taki eftir neinu ósamræmi. Einhvern veginn tókst þeim að hrúga öllu sem þeim datt í hug saman, blanda og fá út góða heild. Merkilegt út af fyrir sig.
15 árum eftir að hún kom út er I Should Coco enn ein af uppáhalds plötunum mínum. Það virðist vera sama hversu oft ég hlusta á hana, ég fæ ekki ógeð. Það er líklega símaleiknum að þakka. Þegar ég fékk plötuna í hendur, rétt óorðin 13 ára, vissi ég lítið sem ekkert um Supergrass, hlustaði bara og fannst hvert einasta lag æði. Hefði ég hins vegar verið búin að heyra Alright hefði ég líklega búist við einhverju allt öðru og jafnvel orðið fyrir vonbrigðum.
Toppurinn var klárlega þegar Supergrass voru að gefa út Supergrass is 10 með 'best of '94-'04' og við Kristín sáum þá á Reading. Undir lok tónleikanna kom Gaz einn á sviðið með kassagítar, fékk sér sæti, tók Caught by the Fuzz og gömul hjón í vaxjökkum stóðu fyrir framan okkur og sungu með hverju orði. Unaður! :)
Thanks to everyone for everything you've done
but now it's time to go
You know it's hard, we've had some fun
but now we're almost done it's time to go
Who could ask for more?
Who could ask for more?
Time to Go
Caught by the Fuzz
Sitting Up Straight
Alright
Lenny
Labels:
i should coco,
Sarpurinn,
scatman john,
scatman's world,
supergrass
Tuesday, March 16, 2010
Plata mánaðarins.
Þessi plata er búin að vera á næstum því non-stop repeat hjá mér í margar vikur og í hverri hlustun heyrir maður eitthvað nýtt sem er alveg þess virði að skrifa langa pistla um.
Núna ætla ég samt bara að skrifa smá um lagið "The Crutch".
Uppbyggingin á plötunni er soldið sérstök:
15 lög á plötunni, 3 cover og 1 sem er byggt á texta John Lee Hooker og 5 "lög" sem eru styttri en mínúta og síðan er platan römmuð inn með ljóði/hugleiðingu sem er lesið upp og skipt í 2 hluta (fyrsta og síðasta lag).
Þetta gerir það samt að verkum að maður tekur einhvernveginn frekar eftir frumsömdu lögunum hans. Lag vikunnar er mitt uppáhaldslagið mitt á þessari plötu, amk í þessari viku.
The Crutch segir frá fíkli en Gil Scott-Heron er ekki að dæma neinn. Hann segir frá þannig að það er ljóst að hann þekkir til þessa lífs sagan er myrk og hann er ekkert að draga undan, lýsingin er raunsæ. Richard Russell sem síðan sjálft lagið og það er þétt og einhvernvegin þröngt... maður fær næstum innilokunnar tilfinningu og textinn er eins og alltaf magnaður.
"...a world of lonely men and no love, no god."
Lag: The Crutch
Núna ætla ég samt bara að skrifa smá um lagið "The Crutch".
Uppbyggingin á plötunni er soldið sérstök:
15 lög á plötunni, 3 cover og 1 sem er byggt á texta John Lee Hooker og 5 "lög" sem eru styttri en mínúta og síðan er platan römmuð inn með ljóði/hugleiðingu sem er lesið upp og skipt í 2 hluta (fyrsta og síðasta lag).
Þetta gerir það samt að verkum að maður tekur einhvernveginn frekar eftir frumsömdu lögunum hans. Lag vikunnar er mitt uppáhaldslagið mitt á þessari plötu, amk í þessari viku.
The Crutch segir frá fíkli en Gil Scott-Heron er ekki að dæma neinn. Hann segir frá þannig að það er ljóst að hann þekkir til þessa lífs sagan er myrk og hann er ekkert að draga undan, lýsingin er raunsæ. Richard Russell sem síðan sjálft lagið og það er þétt og einhvernvegin þröngt... maður fær næstum innilokunnar tilfinningu og textinn er eins og alltaf magnaður.
"...a world of lonely men and no love, no god."
Lag: The Crutch
Friday, March 12, 2010
Topp 5 bestu hljómsveitanöfnin - Krissa
Vá þetta er svo gaman! Gleður orða- OG tónlistarnördið á sama tíma :)
First off, þau sem voru að detta inn og út af listanum:
The Blind Boys of Alabama Engan veginn innovative given the circumstances en flott nafn engu að síður. Svo eru þeir bara svo svalir! :)
Bombay Bicycle Club Hjólaklúbbur í Bombay? Likeit!
Seabear Hvaða snilld er það? Seabear. Sea bear. Sjávarbjörn? I'm intrigued!
Happy Mondays Jafn mikið og ég þoooli ekki Shaun Ryder, bara engan veginn, þá finnst mér nafnið frábært. Glaðir mánudagar. Ég er mögulega í vorskapi og finnst allt voða jákvætt og frábært :)
og svo topp5:
5. The Robot Ate Me
Skemmtilegt, skrítið, inniheldur robot og semur þar að auki fullt af lögum með svipað skrítnum titlum (og enn skrítnari textum). Yndi!
The Robot Ate Me - On Vacation
4. The Phenomenal Handclap Band
It is phenomenal! Ég fyllist alltaf óstjórnlegri löngun til að dilla mér og hlæja og hafa gaman og klappa þegar ég hlusta á þau - og nafnið endurspeglar algjörlega þá löngun.
The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
3. Suburban Kids With Biblical Names
Sem lætur mig alltaf fara að pæla í nöfnum og biblíunöfnum og afhverju krakkarnir ættu að heita biblíunöfnum (nú eða ekki).
Suburban Kids With Biblical Names - Loop Duplicate My Heart
2. She&Him
Í einfaldleika sínum finnst mér þetta nafn framúrskarandi frábært. Og svo finnst mér það passa obbosens vel við tónlistina.
She&Him - Sentimental Heart
1. Get Cape. Wear Cape. Fly.
Hversu æðislegt væri lífið ef það væri bara hægt? Redda skikkju, skella skikkju á sig, fljúga! Óhófleg bjartsýni og jákvæðni. I like it :)
Get Cape. Wear Cape. Fly. coverar D.A.N.C.E. með Justice
First off, þau sem voru að detta inn og út af listanum:
The Blind Boys of Alabama Engan veginn innovative given the circumstances en flott nafn engu að síður. Svo eru þeir bara svo svalir! :)
Bombay Bicycle Club Hjólaklúbbur í Bombay? Likeit!
Seabear Hvaða snilld er það? Seabear. Sea bear. Sjávarbjörn? I'm intrigued!
Happy Mondays Jafn mikið og ég þoooli ekki Shaun Ryder, bara engan veginn, þá finnst mér nafnið frábært. Glaðir mánudagar. Ég er mögulega í vorskapi og finnst allt voða jákvætt og frábært :)
og svo topp5:
5. The Robot Ate Me
Skemmtilegt, skrítið, inniheldur robot og semur þar að auki fullt af lögum með svipað skrítnum titlum (og enn skrítnari textum). Yndi!
The Robot Ate Me - On Vacation
4. The Phenomenal Handclap Band
It is phenomenal! Ég fyllist alltaf óstjórnlegri löngun til að dilla mér og hlæja og hafa gaman og klappa þegar ég hlusta á þau - og nafnið endurspeglar algjörlega þá löngun.
The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
3. Suburban Kids With Biblical Names
Sem lætur mig alltaf fara að pæla í nöfnum og biblíunöfnum og afhverju krakkarnir ættu að heita biblíunöfnum (nú eða ekki).
Suburban Kids With Biblical Names - Loop Duplicate My Heart
2. She&Him
Í einfaldleika sínum finnst mér þetta nafn framúrskarandi frábært. Og svo finnst mér það passa obbosens vel við tónlistina.
She&Him - Sentimental Heart
1. Get Cape. Wear Cape. Fly.
Hversu æðislegt væri lífið ef það væri bara hægt? Redda skikkju, skella skikkju á sig, fljúga! Óhófleg bjartsýni og jákvæðni. I like it :)
Get Cape. Wear Cape. Fly. coverar D.A.N.C.E. með Justice
Topp 5 bestu hljómsveitanöfn
Ég get ekki útskýrt af hverju mér finnst þessi nöfn flott, þau bara hljóma vel eða lúkka vel eða passa rosalega vel við viðkomandi hljómsveit.
5. Sonic Youth
Sonic Youth - Eric's Trip
4. The Velvet Underground
The Velvet Underground - Sunday Morning
3. Delorean
Delorean - Seasun
2. Joy Division
Joy Division - She's Lost Control
1. My Bloody Valentine
My Bloody Valentine - I Only Said
5. Sonic Youth
Sonic Youth - Eric's Trip
4. The Velvet Underground
The Velvet Underground - Sunday Morning
3. Delorean
Delorean - Seasun
2. Joy Division
Joy Division - She's Lost Control
1. My Bloody Valentine
My Bloody Valentine - I Only Said
Wednesday, March 10, 2010
Sarpurinn
Sarpur dagsins er ekki alveg týpískur en er tilkominn vegna geisladiskaimportverkefnisins sem ég stend í þessa dagana. Ég er sem sagt að færa alla diskana yfir á mp3 og það er EKKERT undanskilið, ekki einu sinni Gary Barlow smáskífan sem ég sver að einhver prangaði upp á mig saklausa táningsstúlkuna (hehemm). Sarpur dagsins fjallar því ekki um eina plötu heldur 90's tónlistina sem ég fann í diskasafninu. Ójá.
Fyrsta lagið kemur af meistaraverkinu U Got 2 Know með hljómsveitinni Cappella sem ég keypti í Bókaskemmunni á Akranesi á sínum tíma. Þetta var dæmigert 90's dúó með ljóshærði dreddaðri söngkonu sem veinaði eina línu aftur og aftur á milli þess sem svarti vinur hennar "rappaði". Hljómsveitin sjálf var eiginlega ítölsk og var víst hugarfóstur einhvers Ítala en það var breytilegt hverjir performuðu. Á þessari plötu frá árinu 1994 voru það Bretarnir Kelly Overett og Rodney Bishop sem sáu um flutninginn. Munið þið eftir þessu lagi?
Cappella - U Got 2 Let The Music
Næsta lag kemur frá hljómsveit sem fylgdi sömu formúlu og Cappella en var miklu vinsælli. Það er auðvitað gullpar næntísins í 2 Unlimited. Það sorglega við það að ég skuli eiga plötuna Real Things (limited edition, no less) er það að mig langaði virkilega í hana og sparaði pening til að geta keypt hana. Ég var villuráfandi, hvað get ég sagt. Ég man líka alveg að áður en ég átti pening fyrir plötunni þá hlustaði ég á Bylgjuna mörg kvöld í röð til að reyna að ná að taka titillag plötunnar upp á kassettu. Þvílíkur sigur þegar það tókst loksins!
2 Unlimited - The Real Thing
Til að þið gubbið nú ekki alveg yfir ykkur þá skulum við enda Sarpinn á jákvæðari næntís nótum. Ég fann nefnilega í fórum mínum gullmolann The Dungeon Tapes frá árinu 1995 með projectinu hans Kenny "Dope" Gonzalez sem kallaðist The Bucketheads. Þessa plötu keypti ég líka í Bókaskemmunni á Akranesi en veiddi hana upp úr 99 krónu körfunni ásamt Von með Sigur Rós. Ég vildi óska að ég gæti sagst hafa verið svona töff og sniðug en ég keypti þessar plötur bara af því þær kostuðu 99 krónur. Hvern hefði grunað að eftir 15 ár stæðu þær upp úr Bókaskemmuplötunum öllum?
The Bucketheads - The Bomb! (These Sounds Fall Into My Head) (Kenny's Remix)
Fyrsta lagið kemur af meistaraverkinu U Got 2 Know með hljómsveitinni Cappella sem ég keypti í Bókaskemmunni á Akranesi á sínum tíma. Þetta var dæmigert 90's dúó með ljóshærði dreddaðri söngkonu sem veinaði eina línu aftur og aftur á milli þess sem svarti vinur hennar "rappaði". Hljómsveitin sjálf var eiginlega ítölsk og var víst hugarfóstur einhvers Ítala en það var breytilegt hverjir performuðu. Á þessari plötu frá árinu 1994 voru það Bretarnir Kelly Overett og Rodney Bishop sem sáu um flutninginn. Munið þið eftir þessu lagi?
Cappella - U Got 2 Let The Music
Næsta lag kemur frá hljómsveit sem fylgdi sömu formúlu og Cappella en var miklu vinsælli. Það er auðvitað gullpar næntísins í 2 Unlimited. Það sorglega við það að ég skuli eiga plötuna Real Things (limited edition, no less) er það að mig langaði virkilega í hana og sparaði pening til að geta keypt hana. Ég var villuráfandi, hvað get ég sagt. Ég man líka alveg að áður en ég átti pening fyrir plötunni þá hlustaði ég á Bylgjuna mörg kvöld í röð til að reyna að ná að taka titillag plötunnar upp á kassettu. Þvílíkur sigur þegar það tókst loksins!
2 Unlimited - The Real Thing
Til að þið gubbið nú ekki alveg yfir ykkur þá skulum við enda Sarpinn á jákvæðari næntís nótum. Ég fann nefnilega í fórum mínum gullmolann The Dungeon Tapes frá árinu 1995 með projectinu hans Kenny "Dope" Gonzalez sem kallaðist The Bucketheads. Þessa plötu keypti ég líka í Bókaskemmunni á Akranesi en veiddi hana upp úr 99 krónu körfunni ásamt Von með Sigur Rós. Ég vildi óska að ég gæti sagst hafa verið svona töff og sniðug en ég keypti þessar plötur bara af því þær kostuðu 99 krónur. Hvern hefði grunað að eftir 15 ár stæðu þær upp úr Bókaskemmuplötunum öllum?
The Bucketheads - The Bomb! (These Sounds Fall Into My Head) (Kenny's Remix)
Labels:
2 Unlimited,
Cappella,
Sarpurinn,
The Bucketheads
Tuesday, March 9, 2010
Plata mánaðarins
Lag vikunnar af þessari stórkostlegu plötu heitir Me and the Devil er reyndar líka coverlag (eins og lagið í síðustu viku), en það er eftir annann meistara og frumkvöðul, Robert Johnson. Lagið er lesið upp (eða segir maður kanski slammað?) eins og það væri flutt á ljóðaslammi. Flutningurinn er studdur af þykkum bassatakti og maður getur vel heyrt það á hrjúfu og gömlu röddinni að hann er orðinn soldið sjúskaður (enda búinn að eyða nokkrum af síðustu árum í fangelsi). Lagið er samt stórgott og þó að þetta sé cover og þó að röddin sé löskuð þá er það alveg greinilegt að Gil Scott-Heron er ótrúlega hæfileikaríkur tónlistarmaður.
Lag: Me and the Devil
setjum líka myndbandið hérna inn:
Lag: Me and the Devil
setjum líka myndbandið hérna inn:
Friday, March 5, 2010
Topp 5 undir tvítugu - Kristín Gróa
5. Smoosh
Systurnar þrjár sem spiluðu á Airwaves haustið 2007 eru nú orðnar 18, 16 og 14 ára en voru bara alveg fáránlega ungar þegar ég sá þær á sviðinu á Nasa. Þá fannst mér tónlistin þeirra svona pínu barnaleg en samt rosalega heillandi enda voru þær bara svo einlægar. Ég veit reyndar ekki hvað þær hafa afrekað síðan en hljóðdæmið er af plötunni She Like Electric sem kom út árið 2004. Þá voru reyndar bara eldri systurnar tvær í þessu en þær voru ekki nema 12 og 10 ára. Já sæll!
Smoosh - La Pump
4. Smith Westerns
Ég minntist aðeins á Smith Westerns í ársendalistunum mínum þar sem ég tilnefndi þá sem björtustu vonina frá árinu 2009. Platan Smith Westerns er þeirra fyrsta afurð enda voru þeir á aldrinum 17-19 þegar hún kom út. Þetta er mjög retróskotið og skemmtilegt og þeir hafa verið að túra með Girls sem er mjög við hæfi.
Smith Westerns - Be My Girl
3. Arctic Monkeys
Ókei þetta er alveg á mörkunum þar sem fyrsta platan þeirra Whatever People Say I am, That's What I'm Not kom út snemma árs 2006 og þeir eru allir fæddir 1985 og 1986. Hei en það þýðir að þeir voru alveg á tvítugu og voru alveg búnir að vera að fá athygli áruið á undan svo ég læt það sleppa. Þessi fyrsta plata þeirra seldist hraðar í Bretlandi en nokkur önnur debut plata hefur gert fyrr eða síðar... pínu erfitt að fylgja þannig frenzy eftir.
Arctic Monkeys - Certain Romance
2. Bow Wow Wow
Bow Wow Wow var sett saman af Matthew McLaren sem er frægastur fyrir að hafa verið umboðsmaður bæði Sex Pistols og The New York Dolls. Hann sannfærði alla meðlimi Adam And The Ants um að yfirgefa Adam og gróf svo upp hina 13 ára gömlu Annabella Lwin til að fronta nýju hljómsveitina Bow Wow Wow. Þetta var auðvitað allt mjög borderline óviðeigandi og það vakti svo mikið umtal þegar Lwin pósaði nakin á mynd 14 ára gömul að hún neyddist næstum því til að hætta í hljómsveitinni. Lagið sem fylgir hérna með var ekki síður umdeilt því EMI neitaði að prómóta smáskífuna vegna þess að þeim þótti þarna verið að ýta undir það að fólk kóperaði plötur inn á kassettur.
Bow Wow Wow - C30 C60 C90 Go!
1. Stevie Wonder
Blinda undrabarnið var aðeins ellefu ára gamall þegar hann var skráður hjá Motown Records labelinu Tamla. Þegar þetta lag kom út í fyrsta skipti árið 1970 var hann reyndar kominn um tvítugt en það sleppur.
Stevie Wonder - Signed, Sealed, Delivered
Labels:
Arctic Monkeys,
Bow Wow Wow,
Smith Westerns,
Smoosh,
Stevie Wonder,
undir tvítugu
Thursday, March 4, 2010
Sarpurinn
Í Sarpi vikunnar ætla ég að fjalla um plötu sem fékk engan veginn ofsafengnar viðtökur þegar hún kom út en allavega tveir toppfimmarar hafa miklar mætur á. Hún er minímalísk en samt ó svo töff og sexí. Ég er að tala um þriðju breiðskífu bandarísku hljómsveitarinnar The Breeders sem ber nafnið Title TK og kom út árið 2002.
The Breeders var upphaflega stofnuð árið 1988 af Pixies bassagellunni Kim Deal og annari af þáverandi aðalsprautum hljómsveitarinnar Throwing Muses, Tanya Donelly. Það hefur þó verið skipt svo ört um liðsmenn að Kim Deal er sú eina sem hefur verið með frá upphafi og systir hennar Kelley sem er hér í stóru hlutverki hefur ýmist verið með eða ekki. Þetta er allt voðalega frjálslegt.
Þegar þessi plata kom út árið 2002 voru liðin heil níu ár frá útgáfu næstu plötu á undan. Ef einhver bjóst við framhaldi af útvarpsvæna hittaranum Last Splash þá hefur viðkomandi væntanlega brugðið við að heyra Title TK í fyrsta sinn. Ef það er einhverntíma tilefni til að kalla plötu grower þá er það hér því hún greip mig allavega alls ekki við fyrstu hlustun. Platan er sem sagt mjög hrá og allar útsetningar minímalískar. Það er enginn hljóðveggur á þessari plötu, svo mikið er víst! Ofurpródúserinn Steve Albini sér til þess að þetta sé alveg nægilega losaralegt án þess að detta í sundur og sándið er rosalega crisp og flott. Þetta er að mínu mati alveg gríðarlega vanmetin plata.
The Breeders - Off You
The Breeders - Sinister Foxx
Gonjasufi
Gonjasufi lítur út eins og umrenningur en samt svona dálítið töff umrenningur. Hann er líka með skrítið nafn og það er voðalega erfitt að finna einhverjar upplýsingar um hann á the interwebs. Það eina sem ég veit er að hann gaf út tveggja laga 7" í síðasta mánuði og að 9. mars kemur heil plata sem nefnist A Sufi & A Killer. Já og ég veit líka að hann er á mála hjá Warp og að Flying Lotus kom að gerð plötunnar. Uhhhmm and that's it. Við skulum heyra dæmi og sjá smá viðtalsbút við kauða.
Gonjasufi - Ancestors
Gonjasufi - Sheep
Wednesday, March 3, 2010
Enn af The Very Best!
Ég fíla The XX.... ég fíla Florence and the Machine.... og ég fíla The Very Best alveg í gegn, þess vegna finnst mér þetta lag algjör snilld!
You've got the Love með Florence and the Machine (sem er að covera Candi Staton) og the XX eru að covera það og síðan er The Very Best að remixa allt draslið! Pjúff bara, gerist það mikið betra?!
Labels:
cover lög,
Florence and the Machine,
The Very Best,
The XX
Tuesday, March 2, 2010
Plata mánaðarins
Plata mánaðarins er I'm New Here með Gil Scott-Heron.
Gil Scott-Heron er einn mesti áhrifavaldur tónlistarsögunnar. Hann er einn af þeim tónlistarmönnum sem öll hip hop senan í dag byggist á. Gil Scott-Heron er samt ekki beinlínis rappari eða söngvari. Hann er soldið eins og Megas eða Leonard Cohen að því leiti að hefur ekki þessa klassísku fallegu söng rödd heldur eru það textarnir hans sem eru aðalsmerkið hans. Gil Scott-Heron er þannig fyrst og fremst ljóðskáld og tengdist aktivisma sem og réttindabaráttu svartra sem var/er honum mjög hugleikinn, eins og sést t.d. í einu af hans frægasta lagi: The Revolution Will Not Be Televised (Þetta lag verða allir Hipphopp aðdáendur að eiga!).
Nýja platan hans er sú fyrsta í 13 ár og hún er pródúseruð af Richard Russell (sem á XL Records). Platan er full af stökkum og dimmum töktum sem að skyggja samt aldrei á snilldarlegan textann. Þar sem hann segir frá sinni eigin reynslu og hugsunum um lífið. Þessi plata er allt öðruvísi en allt annað sem að hefur komið út frá honum, hún er opinská og hreinskilin. Plata er t.d. römmuð inn með ljóði sem hann skiptir niður í tvo hluta (On Coming From A Broken Home pt. 1 og 2) þar sem hann segir aeins frá hvernig hann ólst upp. Á plötunni eru líka coverlög og eitt af þeim er einmitt lag mánaðarins, I'm New Here en þar tekur hann gamlann Smog slagara og flytur á sinn eigin hátt.
Meira á mánudag.
Lag:
I'm New Here
p.s. ég ætla líka að benda á magnaða endurgerð af laginu hans. Hérna er DJ Vadim og Sarah Jones að hakka hippop menningu nútímans í sig með laginu Your Revolution
Gil Scott-Heron er einn mesti áhrifavaldur tónlistarsögunnar. Hann er einn af þeim tónlistarmönnum sem öll hip hop senan í dag byggist á. Gil Scott-Heron er samt ekki beinlínis rappari eða söngvari. Hann er soldið eins og Megas eða Leonard Cohen að því leiti að hefur ekki þessa klassísku fallegu söng rödd heldur eru það textarnir hans sem eru aðalsmerkið hans. Gil Scott-Heron er þannig fyrst og fremst ljóðskáld og tengdist aktivisma sem og réttindabaráttu svartra sem var/er honum mjög hugleikinn, eins og sést t.d. í einu af hans frægasta lagi: The Revolution Will Not Be Televised (Þetta lag verða allir Hipphopp aðdáendur að eiga!).
Nýja platan hans er sú fyrsta í 13 ár og hún er pródúseruð af Richard Russell (sem á XL Records). Platan er full af stökkum og dimmum töktum sem að skyggja samt aldrei á snilldarlegan textann. Þar sem hann segir frá sinni eigin reynslu og hugsunum um lífið. Þessi plata er allt öðruvísi en allt annað sem að hefur komið út frá honum, hún er opinská og hreinskilin. Plata er t.d. römmuð inn með ljóði sem hann skiptir niður í tvo hluta (On Coming From A Broken Home pt. 1 og 2) þar sem hann segir aeins frá hvernig hann ólst upp. Á plötunni eru líka coverlög og eitt af þeim er einmitt lag mánaðarins, I'm New Here en þar tekur hann gamlann Smog slagara og flytur á sinn eigin hátt.
Meira á mánudag.
Lag:
I'm New Here
p.s. ég ætla líka að benda á magnaða endurgerð af laginu hans. Hérna er DJ Vadim og Sarah Jones að hakka hippop menningu nútímans í sig með laginu Your Revolution
Labels:
DJ Vadim,
Gil Scott-Heron,
Plata mánaðarins,
Sarah Jones
Friday, February 26, 2010
Toppp 5 eyjaskeggjar - Kristín Gróa
5. OOIOO (Japan)
Ég mun aldrei gleyma svipnum á vinnufélögum mínum í Rússlandi þegar þetta fór að spilast í tölvunni minni eftir að Okkervil River platan kláraðist. Ég held þeir haldi enn að ég sé pínu geðveik.
OOIOO - UMA
4. The Bees (Isle of Wight)
Vúúúúúú hressu býflugustrákarnir eru frá Isle of Wight!
The Bees - Listening Man
3. The Bee Gees (Isle of Man)
Gibb bræður eru fæddir á eynni Mön þó þeir hafi fyrst notið vinsælda á annari eyju hinum megin á hnettinum, nefnilega Ástralíu.
The Bee Gees - Jive Talkin'
2. Neil Finn (Nýja Sjáland)
Nýsjálenski tónlistarmaðurinn Neil Finn var ásamt bróður sínum Tim Finn aðalmaðurinn í hljómsveitinni Split Enz og leiddi svo hina enn vinsælli Crowded House þegar bróðir hans flutti til Englands. Þeir tveir hafa síðan gefið út plötur saman undir nafninu The Finn Brothers og sjálfur hefur hann gefið út fimm sólóplötur.
Crowded House - Something So Strong
1. Desmond Dekker (Jamaica)
Það er frekar erfitt að velja bara einn jamækskan artista á þennan lista því úr nógu mörgum er að velja. Desmond Dekker er alltaf í uppáhaldi samt svo hann fær að vera memm og að tróna á toppnum!
Desmond Dekker - Shanty Town
Wednesday, February 24, 2010
Die Antwoord!
Ok nú er ég búinn að vera að hlusta á þetta í rúma viku núna og búinn að ákveða að þetta sé algjör snilld!! Það ættu allir að tékka á þessu. Suður afrísk HipHop sveit (sem minnir soldið á Steed Lord en er bara betra). Taktarnir eru magnaði og textinn.... hann amk flæðir vel. Þau eru amk 3 og kalla sig Ninja, Yolandi Vi$$er og DJ Hi-tek (veit ekki alveg hvort litli gaurinn er með en hann heitir Leon Bartha og er með einhver hrörnunarsjúkdóm). Die Antwoord er snilld!
lag: Wat Pom (Feat. Jack Parow)
Monday, February 22, 2010
Sarpurinn
Sem mikill aðdáandi Skosku sveitarinnar Belle & Sebastian hef ég lagt mikið kapp á að fylgjast með því sem að núverandi og fyrrverandi meðlimir sveitarinnar gera utan B&S.
Það þekkja allir t.d. hina frábæru plötu Ballad Of Broken Seas sem að Isobell Campbell gerði með grugg (grunge) hetjunni Mark Lanegan og nýverið gerði forsprakki B&S, Stuart Murdoch plötuna God Help The Girl sem er tónlist úr söngvamynd sem ber sama nafn sem er eftir hann sjálfann.
Hinn Stuart-inn, Stuart David sem var bassaleikari B&S og hætti fyrstur í sveitinni hefur gefið út nokkrar plötur og bækur. Á B&S smáskífunni Lazy Line Painter Jane les Stuart t.d. smásögu eftir sjálfann sig sem heitir A Century Of Elvis en undir textanum hljómar instrumental útgáfa af hinu mjög svo mikið fallega lagi A Century Of Fakers sem kom út á annari smáskífu seinna sem heitir 3.. 6.. 9 Seconds of Light. Frægt er að Stuart David mætti of seint í stúdíóið og hafði gleymt blöðunum sínum með sögunni heima svo að hann las hana upp eftir minni og bullaði það sem upp á vantaði.
Stuart David er svo forsprakki sveitarinnar Looper. Hann lenti í svipuðu og George Harrison og gekk illa að koma sínum lögum að hjá Belle & Sebastian enda nafni hans Murdoch á þessum tíma í sinni eigin vegferð að koma sínum lögum á disk, í sveit sem stofnuð var í kring um verkefnið hans Tigermilk þar sem hljóðfæraleikararnir voru bara session leikarar í hans huga. Seinna hefur sveitin þó tekið upp þá stefnu að allir leggji í púkk þó að Stuart Murdoch sé óumdeildur leiðtogi hennar.
Looper liðar hafa gefið út þrjár plötur en langt er frá þeirri síðustu. Eitt af fyrstu lögunum sem ég heyrði með Looper hefur setið í huga mér allt frá því að ég heyrði það fyrst. Lagið heitir því skemmtilega nafni Who´s afraid of y2k? af smáskífu sem ber sama nafn. Ris Looper liða hefur aldrei verið hátt, sveitin á eitt lag sem eitthvað hefur gert að viti ef svo má kalla, það kom fyrir í myndinni Vanilla Sky, American Dad þáttunum og tölvuleik. Það lag er þó ekki allra þó það sé óneitanlega grípandi.
Lag dagsins er samt sem áður Who´s Afraid Of Y2K?
Það þekkja allir t.d. hina frábæru plötu Ballad Of Broken Seas sem að Isobell Campbell gerði með grugg (grunge) hetjunni Mark Lanegan og nýverið gerði forsprakki B&S, Stuart Murdoch plötuna God Help The Girl sem er tónlist úr söngvamynd sem ber sama nafn sem er eftir hann sjálfann.
Hinn Stuart-inn, Stuart David sem var bassaleikari B&S og hætti fyrstur í sveitinni hefur gefið út nokkrar plötur og bækur. Á B&S smáskífunni Lazy Line Painter Jane les Stuart t.d. smásögu eftir sjálfann sig sem heitir A Century Of Elvis en undir textanum hljómar instrumental útgáfa af hinu mjög svo mikið fallega lagi A Century Of Fakers sem kom út á annari smáskífu seinna sem heitir 3.. 6.. 9 Seconds of Light. Frægt er að Stuart David mætti of seint í stúdíóið og hafði gleymt blöðunum sínum með sögunni heima svo að hann las hana upp eftir minni og bullaði það sem upp á vantaði.
Stuart David er svo forsprakki sveitarinnar Looper. Hann lenti í svipuðu og George Harrison og gekk illa að koma sínum lögum að hjá Belle & Sebastian enda nafni hans Murdoch á þessum tíma í sinni eigin vegferð að koma sínum lögum á disk, í sveit sem stofnuð var í kring um verkefnið hans Tigermilk þar sem hljóðfæraleikararnir voru bara session leikarar í hans huga. Seinna hefur sveitin þó tekið upp þá stefnu að allir leggji í púkk þó að Stuart Murdoch sé óumdeildur leiðtogi hennar.
Looper liðar hafa gefið út þrjár plötur en langt er frá þeirri síðustu. Eitt af fyrstu lögunum sem ég heyrði með Looper hefur setið í huga mér allt frá því að ég heyrði það fyrst. Lagið heitir því skemmtilega nafni Who´s afraid of y2k? af smáskífu sem ber sama nafn. Ris Looper liða hefur aldrei verið hátt, sveitin á eitt lag sem eitthvað hefur gert að viti ef svo má kalla, það kom fyrir í myndinni Vanilla Sky, American Dad þáttunum og tölvuleik. Það lag er þó ekki allra þó það sé óneitanlega grípandi.
Lag dagsins er samt sem áður Who´s Afraid Of Y2K?
Frightened Rabbit
Af því að mér finnst að hljómsveitin Frightened Rabbit ætti að vera miklu vinsælli en hún er þá ætla ég að pósta tveimur lögum af næstu plötu frá þeim (hún kemur út 4. mars, held ég) sem á að heita Winter of Mixed Drinks
Swim Until You Can't See Land
og
Nothing Like You
Sunday, February 21, 2010
Topp 5 Tónlistarmenn sem nota eitt nafn - Rósa Guðrún
Var búin að gleyma þessum lista.....svo ég ætla að svindla aðeins :p ....fæ þá bara skömm í hattinn fyrir að brjóta reglurnar. Ef ég hefði virkilega lagt hausinn í bleyti þá hefði þetta orðið talsvert öðruvísi listi en ég ákvað að hafa þetta frekar það svona "fyrsta sem poppaði uppí hugann lista" :)
5. Beck - Lost Cause
Finnst Beck alveg frábær en á eftir að kynna mér hann svo miklu miklu betur. Ákvað að velja þetta lag sem aðal hans á þessu augnabliki.
4. Jewel - Foolish games
Jájá veit væmna týpan.....en þetta lag er alltaf eitthvað svo yndislega nostalgískt.
3. Prince - Pussy Control
Var að spá í að setja Purple rain en finnst þetta lag eiginlega miklu skemmtilegra og minnir mig alltaf á gamla góða daga.
2. Iz - Somewhere over the rainbow
Hver man ekki eftir þessu lagi sem var misþyrmt í margskonar auglýsingum um árið. Samt finnst mér það alltaf jafn yndælt og hugljúft. Synd að hann skildi deyja svona ungur blessuð fitubollan.
1. Björk - I play dead
Þetta lag hefur alltaf verið mitt uppáhaldar Bjarkar lag.
Var búin að gleyma þessum lista.....svo ég ætla að svindla aðeins :p ....fæ þá bara skömm í hattinn fyrir að brjóta reglurnar. Ef ég hefði virkilega lagt hausinn í bleyti þá hefði þetta orðið talsvert öðruvísi listi en ég ákvað að hafa þetta frekar það svona "fyrsta sem poppaði uppí hugann lista" :)
5. Beck - Lost Cause
Finnst Beck alveg frábær en á eftir að kynna mér hann svo miklu miklu betur. Ákvað að velja þetta lag sem aðal hans á þessu augnabliki.
4. Jewel - Foolish games
Jájá veit væmna týpan.....en þetta lag er alltaf eitthvað svo yndislega nostalgískt.
3. Prince - Pussy Control
Var að spá í að setja Purple rain en finnst þetta lag eiginlega miklu skemmtilegra og minnir mig alltaf á gamla góða daga.
2. Iz - Somewhere over the rainbow
Hver man ekki eftir þessu lagi sem var misþyrmt í margskonar auglýsingum um árið. Samt finnst mér það alltaf jafn yndælt og hugljúft. Synd að hann skildi deyja svona ungur blessuð fitubollan.
1. Björk - I play dead
Þetta lag hefur alltaf verið mitt uppáhaldar Bjarkar lag.
Friday, February 19, 2010
Topp 5 lög með listamönnum sem bera aðeins eitt nafn - Kristín Gróa
Ég ætlaði að kalla þennan lista Beck og stúlkurnar en ákvað svo að hafa bara stúlkur á listanum svo Beck féll af toppi listans og alla leið af honum. C'est la vie! Sá svo rétt áður en ég póstaði að Clara fékk sömu hugmynd og við erum með tvær sömu stelpur... go figure ;)
5. Odetta - Midnight Special
Það er engin kona með rödd á við Odettu og hún gerir þetta klassíska lag að sínu.
4. Madonna - La Isla Bonita
Ég get ekki sleppt Madonnu. Þetta lag er pínu fáránlegt en eftir að ég komst einhverstaðar yfir rokkað cover af því þá fattaði ég það betur og get núna hlustað á orginalinn. Ekki í fyrsta skipti sem það gerist get ég sagt ykkur. Kannski er það ástæðan fyrir að ég fíla svona mikið af hallærislegum lögum? Ég get allavega afsakað mig með því hehemm.
3. Melanie - Any Guy
Hippastúlkan Melanie stendur alltaf fyrir sínu og þetta lag er mitt uppáhalds með henni.
2. Feist - Feel It All
Það er í raun frekar deprímerandi texti í þessu lagi en það er samt svo hresst að ég verð alltaf úberglöð þegar ég hlusta á það. Vú föstudagslag!
1. Kelis - Young Fresh And New
Fyrir það fyrsta þá er Kelis bara alveg fáránlega töff. Þetta lag er svo nánast ennþá meira töff en hún sjálf. Vídjóið er samt hugsanlega mest töff af öllu. Mhhmmm.
5. Odetta - Midnight Special
Það er engin kona með rödd á við Odettu og hún gerir þetta klassíska lag að sínu.
4. Madonna - La Isla Bonita
Ég get ekki sleppt Madonnu. Þetta lag er pínu fáránlegt en eftir að ég komst einhverstaðar yfir rokkað cover af því þá fattaði ég það betur og get núna hlustað á orginalinn. Ekki í fyrsta skipti sem það gerist get ég sagt ykkur. Kannski er það ástæðan fyrir að ég fíla svona mikið af hallærislegum lögum? Ég get allavega afsakað mig með því hehemm.
3. Melanie - Any Guy
Hippastúlkan Melanie stendur alltaf fyrir sínu og þetta lag er mitt uppáhalds með henni.
2. Feist - Feel It All
Það er í raun frekar deprímerandi texti í þessu lagi en það er samt svo hresst að ég verð alltaf úberglöð þegar ég hlusta á það. Vú föstudagslag!
1. Kelis - Young Fresh And New
Fyrir það fyrsta þá er Kelis bara alveg fáránlega töff. Þetta lag er svo nánast ennþá meira töff en hún sjálf. Vídjóið er samt hugsanlega mest töff af öllu. Mhhmmm.
Topp 5 eitt nafn - Georg Atli
Krissa fann uppá þessum lista og þegar hún var að kynna hugmyndina kom hún með tvö nöfn hugmyndinni sinni til stuðnings, þau voru Sting og Cher, mér leist illa á þennann lista...
...en svo fór ég að skoða safnið mitt og mundi þá (sem betur fer) eftir allskonar góðum listamönnum sem kalla sig bara einu nafni.
5. Santogold - Shove It
Ég er svosem ekkert brjálaður aðdáandi Santogold (sem heitir Santigold núna) og það eru margir aðrir sem ættu í rauninni frekar að vera hérna en mér finnst þetta lag lag samt alger snilld.
4. Ajax - Ruffige
Ajax samdi örugglega bestu raftónlistina sem hefur verið gerð á Íslandi og nostalgían sem kemur hjá mér þegar ég hlusta á þetta lag er rosaleg, það er næstum því að ég fari að leita að glosticks og tómu iðnaðarhúsi til að halda risa rave (Bauhaus einhver???). Annars þá var þetta lag á hinni svakalegu safnplötu Icerave sem Björgvin Halldórsson (meðal annara) sá víst um að setja saman og ég veit að þeir voru tveir í hljómsveitinni en Þórhallur var aðalmaðurinn og þetta er líka bara svo magnað lag að ég ætla að svindla og setja það hingað inn!
3. Ø/Mika Vainio - Kesamaa/Summertime
Mika Vainio er finnskur snillingur. Raftónlistargaur sem finnst gaman að gera tilraunir, þessi tegund af tónlist heitir víst microsound. Mér finnst það gott nafn.
2. Megas - Tvær Stjörnur
Uppáhalds Megasarlagið mitt í dag, það breytist reyndar á hverjum degi. Þessi maður er meistarinn!
1. Squarepusher - Port Rhombus
Handahófskennt val úr Squarepusher safninu. Tom Jenkinson er ekki bara einn snjallasti raftónlistargæjinn í dag, hann er líka ótrúlega fær bassaleikari og spilar oftast sjálfur allar bassalínurnar í lögunum sínum live.
p.s. sést það nokkuð að ég er að hlusta mikið á elektróník þessa daganna??
...en svo fór ég að skoða safnið mitt og mundi þá (sem betur fer) eftir allskonar góðum listamönnum sem kalla sig bara einu nafni.
5. Santogold - Shove It
Ég er svosem ekkert brjálaður aðdáandi Santogold (sem heitir Santigold núna) og það eru margir aðrir sem ættu í rauninni frekar að vera hérna en mér finnst þetta lag lag samt alger snilld.
4. Ajax - Ruffige
Ajax samdi örugglega bestu raftónlistina sem hefur verið gerð á Íslandi og nostalgían sem kemur hjá mér þegar ég hlusta á þetta lag er rosaleg, það er næstum því að ég fari að leita að glosticks og tómu iðnaðarhúsi til að halda risa rave (Bauhaus einhver???). Annars þá var þetta lag á hinni svakalegu safnplötu Icerave sem Björgvin Halldórsson (meðal annara) sá víst um að setja saman og ég veit að þeir voru tveir í hljómsveitinni en Þórhallur var aðalmaðurinn og þetta er líka bara svo magnað lag að ég ætla að svindla og setja það hingað inn!
3. Ø/Mika Vainio - Kesamaa/Summertime
Mika Vainio er finnskur snillingur. Raftónlistargaur sem finnst gaman að gera tilraunir, þessi tegund af tónlist heitir víst microsound. Mér finnst það gott nafn.
2. Megas - Tvær Stjörnur
Uppáhalds Megasarlagið mitt í dag, það breytist reyndar á hverjum degi. Þessi maður er meistarinn!
1. Squarepusher - Port Rhombus
Handahófskennt val úr Squarepusher safninu. Tom Jenkinson er ekki bara einn snjallasti raftónlistargæjinn í dag, hann er líka ótrúlega fær bassaleikari og spilar oftast sjálfur allar bassalínurnar í lögunum sínum live.
p.s. sést það nokkuð að ég er að hlusta mikið á elektróník þessa daganna??
Labels:
Ajax,
Eitt nafn,
Megas,
Mika Vainio,
santogold,
Squarepusher
Subscribe to:
Posts (Atom)