Monday, March 3, 2008
Neil Young á tónleikum
Ég get ekki lýst því hversu góðir Neil Young tónleikarnir á fimmtudaginn voru. Kallinn spilaði einn acoustic fyrir hlé og með hljómsveit (Rick Rosas, Ben Keith, Ralph Molina, Anthony Crawford og Pegi Young) eftir hlé með "old black" plöggaðan í. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins performans. Það sem sló mig var í fyrsta lagi hversu ótrúlegur gítarleikari hann er og í öðru lagi hvað hann er í góðu formi. Það hefði allt eins getað verið árið 1975, röddin hefur nánast ekkert breyst og krafturinn í honum getur varla hafa minnkað mikið. Maðurinn var bara on fire. Hápunktur tónleikanna var án efa 20 mínútna útgáfa af Down By The River með ekta Neil Young gítarsólói sem var svo svakalegt að við fórnuðum bara höndum og hristum hausinn. Eins og bróðir minn orðaði það "nú þurfum við bara aldrei að fara á tónleika aftur". Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins.
Setlistinn var:
From Hank To Hendrix
Ambulance Blues
Sad Movies
A Man Needs A Maid
Try
Harvest
Journey Through The Past
Mellow My Mind
Love Art Blues
Don't Let It Bring You Down
Cowgirl In The Sand
Mr. Soul
Dirty Old Man
Spirit Road
Down By The River
Hey Hey, My My
Too Far Gone
Oh, Lonesome Me
The Believer
Powderfinger
No Hidden Path
Cinnamon Girl
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Takk fyrir þetta. Mjög gaman að lesa það sem þið skrifið hérna og mér finnst oft alveg magnað hvað ég er oft sammála þér varðandi músik og músiksmekk.
Þessi orð gera mann svo sannarlega ekki minna spenntan fyrir tónleikunum sem ég er að fara á með NY á miðvikudaginn.
takk.
Ég þakka hlý orð :) En já þú átt sko gott í vændum, ég öfunda þig satt að segja því ég hefði ekkert á móti því að fara strax aftur!
ojjjjjjjjj hvað þetta hljómar vel! Ég er ekki einu sinni húges Neil Young fan en ég öfunda þig bara samt!
Gott að það var svona awesome. Hvor bróðirinn var svona ofursáttur við tónleikana að hann þarf aldrei að fara aftur? ;)
Hehe það var Stebbi en Bjössi var samt alveg sammála ;) Við vorum öll í losti eftir tónleikana!
Hahaha...ég gæfi svo mikið fyrir að hafa séð ykkur þegar síðasta lagið kláraðist. Sé ykkur svooo fyrir mér! :)
Post a Comment