Fimm lög sem ég hef verið að hlusta á þessa vikuna. Þar sem ég er ellismellurinn í genginu markast músíkvalið talsvert af því...
Good to See You - Neil Young
Er enn að vinna úr Neil Young tónleikunum á hróarskeldu og sæki sífellt meira í gömlu plöturnar. Silver & Gold er í uppáhaldi þessa dagana. Einföld, róleg og sveitó, jafnvel naívsk á köflum en gott dæmi um mýkri hlið mannsins.
Don't Worry Be Happy - Bobby McFerrin
Heyrði þetta lag um daginn í einhverri búð og er búinn að vera að glamra það á gítarinn alveg síðan. Ofurjákvæð mantra sungin með kærulausum reggíhreim getur ekki annað en límt sig ínn í heilann og hringsólað þar.
Re: Stacks - Bon Iver
Georg vinur minn var að benda mér á þennan gaur, einhver indíhundur sem heitir Justin Vernon í alvörunni. Hann var sem sagt að gefa út plötu í fyrra sem heitir For Emma, Forever Ago sem eru eflaust gamlar fréttir fyrir mörgum en nýjar og merkilegar fyrir mér.
Skondið hvað sona rólyndis kassagítarvæl og gauragól með vott af laumulegri depurð smýgur í gegn um egóbrynjuna. Fær mann næstum til að langa til að opna sig og tjá hvað mar er í raun og veru að pæla. En sem betur fer er maður fljótur að hrista slíkt af sér, harðlæsa dyrunum aftur og ríghalda í kúlið.
Human Fly - The Cramps
...(talandi um kúl) Ef eitthvað er kúl þá er það rokkabillí, og ef eitthvað er meira kúl en rokkabillí þá er það sækóbillí.
Sister Ray - Velvet Underground
Var að heyra þetta lag um daginn. John Cale surgar á orgeli vörpuðu í gegnum gítarmagnara á meðan Lou Reed syngur um eitthvað sóðalegt í 17 mínútur. Afar skemmtilegt.
Friday, August 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment