Gestalistamaðurinn að þessu sinni er Georg Atli en hann passar afar vel inn í þema vikunnar þar sem hann er verðandi leikskólakennari og því upplagður kandídat til að veita okkur áhugaverða sýn inn í heim tónlistar og kennslu.
Hér er listinn hans:
Ég ákvað að taka þema inní þemanu ykkar...hmmm já einmitt...
Listinn er líka stundum aðeins of krúttlegur og indí..
Vona bara að fleirri en bara ég fatti djókið...
1. They school – Dead Prez - let's get free
Dead prez eru eins pólitískir og það gerist í mainstrím usarappi. Þeir rífa
bandarískt skólakerfi í tætlur.
2. School spirit – Kanye West - the collage dropout
Smá letingjahroki frá gysrapparanum
3. L´ecole du micro d'argent – I AM - L´ecole du micro d'argent
Skóli silfur hljóðnemans, eðal franskt rapp
4. Teach the Children – Eric B & Rakim - Don't sweat the technique
Það er ekki hægt að gera lista með rappi án þess að hafa Eric B og Rakim
með, nema að maður ætli að gera lista með lélegu rappi...
5. Skólarapp – Sara Dís Hjaltested og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Ekki svo mikið hægt að segja um þetta... varð að hafa eitt íslenskt með og
þetta var það eina sem mér datt í hug. Þetta er líka orðið költ.
Friday, August 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment