Wednesday, August 13, 2008

World Party


Úr því að Vignir fór að rifja upp fortíðina í gær þá ætla ég bara að gera það líka. Það er nú reyndar alveg á mörkunum að fólk jafngamalt mér muni eftir plötunni Goodbye Jumbo með hljómsveitinni World Party en það er þá þeim mun meiri ástæða til að vekja athygli á henni. Þegar þessi plata kom út árið 1990 var World Party enn eins manns sveit hins velska Karl Wallinger sem áður hafði m.a. verið meðlimur í hljómsveitinni The Waterboys. Á næstu plötu hafði hann bætt gítarleikara og trommuleikara í sveitina en almennt er Goodbye Jumbo talinn hápunkturinn á útgáfuferlinum. Ég skal alveg viðurkenna að þó ég eigi líka afrit af næstu þremur plötum (Bang!, Egyptology og Dumbing Up) þá hef ég aldrei hlustað á neina þeirra alveg í gegn því ég svissa alltaf aftur yfir í þessa. Mér finnst hún reyndar ekkert alveg fullkomin og fíla ekkert allt á henni en ég mæli innilega með þessum lögum.

World Party - Way Down Now
World Party - Sweet Soul Dream

No comments: