Friday, August 8, 2008

Topp 5 dauðalög - Kristín Gróa


5. Terry Jacks - Seasons In The Sun

Goodbye my friend, it's hard to die
when all the birds are singing in the sky


Hressandi lag um yfirvofandi dauða.


4. Blur - Death Of A Party (demo)

The death of the party
Just passed away
Why did we bother?
Could have stayed at home


Það getur fleira dáið en fólk, þar á meðal gott partí. Þegar ég var unglingur og gelgja var ég svo brjálaður Blur aðdáandi að ég gekk í aðdáendaklúbinn þeirra og það helsta sem ég hafði upp úr því var geisladiskur með þessu "exclusive" lagi sem hafði þá aldrei komið út á plötu. Lagið kom svo að vísu út á plötunni Blur nokkru síðar í breyttri útgáfu með aðeins öðruvísi texta en ég á upprunalega demoið enn á diskinum góða.


3. Eels - P.S. You Rock My World

And I was thinking about how everyone is dying
And maybe it's time to live


Mark Everett hefur örugglega samið fleiri lög um dauðann en flestir enda kannski ekki að undra. Pabbi hans dó úr hjartaáfalli þegar E var 19 ára, systir hans framdi sjálfsmorð fjórtán árum seinna og svo dó móðir hans úr krabbameini tveimur árum eftir það. Platan Electro-Shock Blues fjallar um þetta allt saman á mjög áhrifaríkan hátt. Að skrifa lag um látna systur sína sem endar á línunni My name's Elizabet... my life is shit and piss er ansi magnað en enn magnaðra er þetta lokalag þar sem hann er að sættast á það að lífið heldur áfram þó fólk deyi.


2. Snoop Doggy Dogg - Murder Was The Case (Death After Visualizing Eternity)

Pumpin on my chest and I'm screamin
I stop breathin, damn I see deamons
Dear God, I wonder can ya save me
I can't die Boo-Boo's bout to have my baby


Ég fæ alveg mega flashback þegar ég hlusta á þetta lag og einhverra hluta vegna minnir það mig alveg ótrúlega mikið á það þegar árgangurinn fór í Reykjaskóla í viku. Ég hlýt að hafa verið 12 ára og þetta lag var sko það svalasta í heimi. Mér finnst það satt að segja frekar svalt ennþá!


1. The Shangri-Las - Leader Of The Pack

He sort of smiled and kissed me goodbye
The tears were beginning to show
As he drove away on that rainy night
I begged him to go slow
But whether he heard, I'll never know


Besta teen tragedy lag ever ef ekki bara besta lag ever.

No comments: