Wednesday, August 20, 2008

The Notwist


Ég fór í Skífuna á laugardaginn til að ná í Gus Gus miðana mína og renndi auðvitað yfir einhverja diska í leiðinni. Ég rak þá augun í plötuna The Devil, You + Me með þýsku hljómsveitinni The Notwist. Ég mundi ekki eftir að hafa nokkurntíma heyrt í þeirri sveit en rámaði í að platan hefði fengið ágætis dóma svo ég ákvað að vera kærulaus og kaupa hana bara for the hell of it. Það er alltaf áhætta að kaupa disk algjörlega óheyrðan og í þessu tilfelli held ég því miður að ég hafi keypt köttinn í sekknum. Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf að þýsk hljómsveit væri ekki að fara að heilla mig (rétt'upp hönd sem getur nefnt fimm góðar þýskar hljómsveitir) og þó þetta sé alls ekki skelfilegt þá er þetta engan veginn afdrifarík tónlist. Þessi tvö lög finnst mér standa upp úr en þau eru ekki nóg til að breyta því að þessi diskur fer fljótlega upp í hillu og gleymist þar.

The Notwist - Gloomy Planets
The Notwist - Gone Gone Gone

4 comments:

Unknown said...

Kraftwerk
Boys Noize
Einstuerzende Neubauten
Ellen Allien
Booka Shade

en þetta var mjög erfitt

Kristín Gróa said...

Haha ok þú náðir mér þarna... rétt svo!

Vignir Hafsteinsson said...

Rammstein og eitthvað af þessum Eurovision böndum

Kristín Gróa said...

Neineineinei! Rammstein ojj!