Tuesday, August 5, 2008

Parliament


Það er gott að vera í sumarfríi í góðu veðri en núna er því lokið og þá er ekkert annað að gera en að hlusta á tónlist til að gleyma því að góða veðrið er ennþá úti þó ég sé föst inni í stressi og skít. Jájá.

Ég keypti einhverntíma fyrr í sumar væna safnskífu með fönksveitinni Parliament sem var í raun löngu tímabært því ég hafði aldrei pælt í þeim af neinni alvöru. George Clinton sjálfur var sem kunnugt er einn af forsprökkum sveitarinnar en það er frekar erfitt að henda reiður á fyrrverandi hljómsveitarmeðlimum því ég held að allir og amma þeirra hafi á einhverjum tímapunkti komið nálægt þessari sveit. Þar að auki hefur sveitin sjálf verið kölluð öllum nöfnum undir sólinni svo það er mjög erfitt að átta sig á þessu öllu saman. Ég get hins vegar fullyrt að þetta er funky dót sem er vel þess virði að stúdera. Já og djöfull var ég búin að gleyma hvað Testify er gott lag!

Parliament - Testify

Parliament - Aqua Boogie (A Psychoalphadiscobetabioaquadoloop)

No comments: