5. Dianogah - They Have Monkeys Like We Have Squirrels
Bassabrjálæðingar í Dianogah eru hér með lag af sinni frábæru plötu Battle Champions. Þessi plata kom mér í gegnum svo mörg stúdentspróf að ég ætti eiginlega að senda bandinu þakkarbréf.
4. Metallica - To Live Is To Die
Langbesta ballaða Metallica. Gullfallegur gítarleikur einkennir lagið og harðir tónar hringa sig um rómantíska strengi.
3. The Who - Overture
Það er reyndar smá rödd þarna í bakgrunninum en það er örugglega bara synthesizer fikt í Townshend :)
2. Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the Infinite Sadness
Frábær byrjun á plötu sem ég er alltaf að fíla meira og meira. Þetta lag er reyndar í miklu uppáhaldi þar sem að það er ekki hægt að fara með Krissu inn í hljóðfærabúð án þess að hún kíki á rafmagnspíanó og spili þetta lag þar.
1. Godspeed You! Black Emperor - Moya
Konungar(og drottningar) post rokksins þurfa enga texta til að koma tilfinningum á framfæri og hérna er eitt sterkasta lagið þeirra.
P.S. Hostinn minn er í dópi þannig að mp3 þarf að bíða fram eftir helgi
Friday, August 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment