Friday, August 1, 2008

Topp fimm á föstudegi - Vignir

5. Metallica - ...And Justice for All
Justice er búin að fá nokkuð mikla spilun hjá mér upp á síðkastið þannig að titillagið fær að fljóta hér með.

4. Reykjavík! - You Always Kill
Ballaða frá Reykjavíkur!strákunum. Mig langar á tónleika! Viltu koma memm?

3 MGMT - Kids
MGMT eiga klárlega eina hressustu plötu ársins og þetta lagið er alveg frábært lag. Mjaðmirnar fara á hreyfingu og maður hlakkar til kvöldsins.

2. Grizzly Bear - Two Weeks
Grizzly Bear fara vonandi bráðum að gefa út næstu plötu sína því það sem þeir eru búnir að leyfa okkur að heyra er einfaldlega svo bilaðslega geðsjúklega klikkaðslega gott að maður verður að grípa til lýsingarorða tengdum geðsjúkdómum til að lýsa því. While You Wait for the Others er besta lag sem ég hef heyrt á árinu og hef ég rætt það áður. Þetta lag er engu síðra. Það er tekið upp í þætti David Letterman en gæðin stöðva það ekki frá því að færa mann yfir í heim bjarnarins. Christopher Bear er virkilega spennandi trommari sem djassar þetta pínu upp.

1. The Dodos - Ashley
Dodos platan er í miklu uppáhaldi þessa daga og þetta lag er uppáhalds nákvæmlega núna. Trommuleikurinn á þessu lagi er algerlega til fyrirmyndar.

Skráargeymslan er með leiðindi við mig þannig að mp3 kemur seinna

1 comment:

Anonymous said...

Ég skal koma með á tónleika. Ég veit að vísu ekkert um þetta band, en það er kominn tími á að við fáum okkur einn kaldan saman!