Tuesday, August 19, 2008

The Walkmen


The Walkmen hafa lengi verið þekkt nafn í indíheiminum en einhvernveginn er það þannig að maður veit af þeim og þeir þykja almennt góðir en þeir hafa samt aldrei náð að slá algjörlega í gegn. Ég hlustaði helling á plötuna þeirra Bows & Arrows sem kom út árið 2004 og var alveg viss um að hún væri dæmigerður grower sem væri erfið í fyrstu en myndi allt í einu kikka inn eftir ítrekaðar hlustanir. Vandamálið var að það gerðist eiginlega aldrei almennilega svo mér fannst hún góð en ekki geðveik. Nú voru þeir að gefa út sína fimmtu breiðskífu sem heitir því ekki svo frumlega nafni You & Me og mér líst satt að segja nokkuð vel á hana. Þessi tvö lög hérna finnst mér alveg kitl í maga stórkostleg og eru strax orðin mikið uppáhalds. Þið verðið bara að tékka á þessu.

The Walkmen - In The New Year
The Walkmen - Four Provinces

No comments: