Ég hef rosalega gaman af coverlögum og eftir að hafa sett Sea of Love í flutningi Tom Waits inn á síðasta lista kynnti ég mér aðeins nokkrar útgáfur af laginu. Það hafa reyndar rosalega margir listamenn tekið lagið (m.a. Iggy Pop, ef einhver á þá útgáfu þá má hann endilega hafa samband mig langar mikið að heyra hana) en hér koma nokkrir helstu...
The Honeydrippers
Hér er það enginn annar en Robert Plant sem coverar. Lagið er tekið af plötunni ‘The Honeydrippers, vol. 1’ með samnefndri hljómsveit sem var hliðarverkefni Plants. Gaman að benda á að þetta lag fór hærra á billboardlistanum en vinsælasta lag Led Zeppelin. Ótrúlega margir frægir listamenn spila á plötunni (m.a. Jeff Beck, Robert Plant og m.a.s. Paul Schaffer!!) Hérna eru gömul ’50s og ‘60s R&B lög tekin fyrir, mjög skemmtilegt.
Israel Kamakawiwo’ole
Snillingur frá Hawaii, dó árið 1997 38 ára gamall úr offitu. Eins sorglegt og það er þá er lagið stórskemmtilegt og hér spilar ukulele-ið stórt hlutverk (sem er alltaf hressandi). Allir ættu að þekkja hans túlkun á ‘Over the Rainbow’.
Cat Power
Chan Marshall hægir á laginu og það verður tregafullt og einlægt. Flott útgáfa af ‘The Covers Record’ en var líka í myndinni Juno.
Phil Phillips
Hér kemur svo orginallinn. Lagið var samið og fyrst spilað inn á plötu af Phil Phillips... veit svo sem ekkert meir um hann.
Tuesday, February 17, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ahh ég elska Cat Power coverið! :D
Post a Comment