Monday, February 9, 2009

Topp 5 OST - Kristín Gróa

Seint koma sumir listar en koma þó

5. O Brother, Where Art Thou? (2000)



Þessi mynd opnaði fyrir mér þann möguleika að maður gæti bara í alvöru hlustað á bluegrass og notið þess!

Soggy Bottom Boys - Man Of Constant Sorrow

4. Garden State (2004)



Atriðið þegar Natalie Portman segir við Zach Braff að lagið muni breyta lífi hans og New Slang með The Shins byrjar að spilast varð auðvitað strax klassískt en á soundtrackinu var auðvitað fullt af fleira góðgæti.

Nick Drake - One Of These Things First

3. Easy Rider (1969)

(Ekki horfa á þetta clip ef þið hafið ekki séð myndina! Don't say I didn't warn you!)


Lokaatriði þessarar myndar hefur setið í mér frá því ég sá hana fyrst og þegar Ballad Of Easy Rider í flutningi Roger McGuinn byrjar að hljóma þá er það fullkominn endir á þessari frábæru mynd.

Steppenwolf - The Pusher

2. American Graffiti (1973)



Það má segja að tónlistin hafi verið í stærsta hlutverkinu í þessari mynd enda hljómaði tónlistin sem Wolfman Jack var að spila stanslaust undir. Ekta rokk og ról hér á ferð.

Del Shannon - Runaway

1. Dazed and Confused (1993)



Ég man mjög skýrt eftir því að í fyrsta skipti sem ég sá þessa mynd var þegar ég hélt upp á 13 ára afmælið mitt. Þá þótti til siðs að horfa á vídjóspólu í afmælum og ég fór blásaklaus út á leigu og tók þessa mynd án þess að vita neitt um hana. Ekki veit ég hvort að mynd sem gengur út á að fylgjast með unglingum drekka og reykja gras hafi verið æskilegasti valkosturinn á 13 ára afmælisdaginn en ég veit að ég var gjörsamlega heilluð af þessari mynd. Myndin á skuggalega margt sameiginlegt með American Graffiti enda hefur verið haft eftir leikstjóranum Richard Linklater að hann hafi viljað gera American Graffiti sinnar kynslóðar. Tónlistin, bílarnir, fötin og karakterarnir gerðu þetta að hinni fullkomnu mynd fyrir mig... þetta var allt right up my alley og þetta er enn uppáhalds myndin mín eftir rúmlega 14 ár.

Dr. John - Right Place, Wrong Time

No comments: