And now for something completely different... eða kannski ekki svo. Tónlistargrúskarinn Stefán Jónsson heldur úti síðunni Buddy Miles Express og skrifar þar reglulega mjög skemmtilega tónlistarpistla með hljóðdæmum. Hann gaf sér tíma til að sjóða saman einn toppfimm lista fyrir okkur sem kemur hérna sem smá innskot frá áður auglýstri dagskrá. Take it away...
Topp 5 byltingarlög
5. Thunderclap Newman – Something In The Air
Something in the Air/Wilhelmina [Single]
1969
Pródúsað af sjálfum Pete Townshend í The Who. Lagið hét upphaflega Revolution en hætt var við það nafn til að forðast rugling við samnefnt lag Bítlanna.
4. John Lennon - Give Me Some Truth
Imagine
1971
"Im sick and tired of hearing things
From uptight, short-sighted, narrow-minded hypocritics
All I want is the truth
Just gimme some truth
Ive had enough of reading things
By neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth
Just gimme some truth"
Lennon í flugbeittum gír. Í uppgjöri við sig og sína og skefur ekkert undan! Þetta getur átt við í dag!
3. The Clash – The Guns Of Brixton
London Calling
1979
Kreppa, óeirðir, lögregluofbeldi og skemmdaverk og þetta er England í lok áttunda áratugarins og í þessu lagi The Clash er þetta allt saman pakkað snilldarlega saman í baneitraðan samfélagsskírskotunarkokteil! ...annars bara frábært lag af frábærri plötu!
2. MC5 - Motor City Is Burning
Kick Out The Jams
1969
Gamalt John Lee Hooker lag í frábærum búningi þar sem framvarðarmaður MC5 liða Rob Tyner lofar leyniskyttur Svörtu hlébarðanna vegna aðkomu þeirra í frægum óeirðum í Detroit 1967.
1. Janis Ian - Society's Child
Society's Child (Baby I've Been Thinking)/Letter to Jon [Single]
gefið út 1965,1966 & 1967
Veit ekki alveg af hverju ég valdi þetta lag! Kannski að ég heyrði það fyrst í þætti um Bítlana og árið 1967 sem ég fann á bókasafni FVA hér í den. Þar heyrði ég þetta lag og líkaði vel við enda farinn að hlusta á Dylan, Donovan, Cohen o.fl. af meira mæli en áður þannig þessi unga vísna- og þjóðlagasöngkona hitti beint í mark með þessari samfélagsádeilu sem er sjálfsævisöguleg uppreisn gegn kerfinu. En það má geta þess til gamans að stelpan er ekki nema 13 ára gömul þegar hún semur og hljóðritar þetta lag en lagið fjallar um foriboðna ást stelpu og blökkumanns á viðkvæmum tímum í sögunni!
Wednesday, February 4, 2009
Topp 5 í boði Buddy Miles Express
Labels:
gestalisti,
Janis Ian,
John Lennon,
MC5,
the clash,
Thunderclap Newman
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment