Rushmore
Mark Mothersbaugh úr Devo velur afar smellin lög í myndir Wes Anderson. Hér má heyra minirokkóperuna A Quick One, While He's Away eftir Who undir hefndaratriðinu.
... svo I am Waiting með Stones...
........
Wild at Heart
Magnað atriði:
..... "we got some dancing to do"... klippt á Powermad, snákaskinnsræðu Sailors, hnefahögg og sígrattubruna, afsökunarbeiðni og endað á Elvis og píkuskrækjum...
Hér syngur Sailor (Nicholas Cage) Love Me Tender fyrir tilvonandi eiginkonu sína á húddi kádiljálks... gerist hvorki svalara né rómantískara...
........
Night on Earth
Tom Waits semur músík við kvikmynd Jim Jarmusch sem segir frá 5 leigubílum á 5 mismunandi stöðum í heiminum á sama tíma.
Upphafslagið Back in the Good Old World
og lokaatriðið (Good Old World (Waltz)) með þunglyndu og drykkfeldu finnunum..." hei Aki! veistu hvar þú ert?.... (þögn) já... Helsinki..."
........
Twin Peaks
(...og meiri Lynch) Súrsætt intróið sýnir það sem virðist meinlausan og saklausan Tvídrangabæ þó illskan leynist undir yfirborðinu. Smekklega tjáð af Angelo Badalamenti hirðskáldi David Lynch.
Tónlistin leynist víða og kemur upp á ólíklegustu stundum eins og hér er Leland vaknar einn morguninn hvíthærður og brestur í söng konu sinni og frænku til mikillar undrunar...
já tónlistin liggur í loftinu... jafnvel í svarta kofanum og fær dverga til að dansa...
.......
Midt Om Natten
Kvikmynd eftir handriti og músík Kim Larsens. Sagan fjallar um örlagaríkann tíma í lífi hústökufólks í köben og er að mínu mati afar skemmtileg. Minnir að ég hafi fyrst séð hana í dönskutíma í grunnskóla og ekki meikað hana en líkað mun betur einhverjum árum seinna.
Hér syngur Kim Tik Tik upphafslag myndarinnar.
...og svo skondin sena er hann tekur Papirsklip með föndur áherslum handlagins vinar síns og Susana horfir á.
..............
Friday, February 6, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
handlagni vinurinn minnir á Silent Bob
Post a Comment