Friday, February 20, 2009

topp 5 íslensk lög - zvenni

Heima er best - Botnleðja


Man er ég sá músíktilraunirnar 1995 í sjónvarpinu, fékk gæsahúð er ég heyrði óða móðuróðinn. Magnað. Langaði í hljómsveit.

Vorkvöld í Reykjavík - Gildran


Eitt svalasta lag sem ég veit um, hef gert ófáar kenndar tilraunir til að galdra fram töfra þess með krissa bró og arne á kassagítarnum...

Pathetic Me - Funerals


Platan Pathetic Me læddist algjörlega aftan að mér. Minnir að ég hafi leigt hana á tónlistardeild bókasafns hafnarfjarðar stuttu eftir að hún kom út og hún dvaldi í langann tíma í spilaranum mínum. Flottir og skondnir textar yfir lágstemmdu köntríi. Afar skemmtilegt.

Skriftagangur - Hinn Íslenzki Þursaflokkur


Ég hef stolið mör úr mókollóttum hrúti
Svo er þessi skriftagangur úti.

Uppáhaldslagið mitt af uppáhalds Þursaflokksplötunni minni Þursabit. Soldið þjóðlegt, soldið proggað og afar gott.

Upp Í Sveit - Randver


Þegar ég var lítill var Randver uppáhalds íslenska hljómsveitin mín. Sá þá meira að segja einu sinni á tónleikum þegar ég var fimm ára. Minnir að það hafi verið mjög gaman.

No comments: