Fimm góð íslensk lög sungin á íslensku!
5. Maus - Poppaldin
Eins og vanalega er það frekar textinn en söngurinn sem heillar þegar Maus á í hlut.
4. Tatarar - Dimmar rósir
Dramatískt lag sem minnir mig einhverra hluta vegna á unglingsárin. Ég var auðvitað frekar hippahneigður táningur svo það er kannski ástæðan.
3. Megas - Vertu mér samferða inn í blómalandið amma
Þetta er fyrsta Megasarlagið sem ég hlustaði viljandi á en sem betur fer ekki það síðasta.
2. Ensími - Atari
Nostalgía!
1. Hinn íslenzki þursaflokkur- Sigtryggur vann
Hér er gott að dansa... hér er stofan ný. Ójá.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment