1. Nina Nastasia – Ocean
Ég heillaðist algjörlega af Ninu Nastasiu við fyrstu hlustun, röddin, sögin, drungin ALLT er rosalega flott af fyrstu plötunni hennar (The Blackened Air) og þetta lag er mitt uppáhalds.
2. Sun Kil Moon - Ocean Breathes Salty
Fyrst að ég tók eftir að Kristín Gróa stal laginu mínu set ég bara þetta cover inn í staðinn, Sun Kil Moon er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og þetta lag (sem er samt alls ekki það besta) kemur af plötunni “Tiny Cities” sem er öll með lögum eftir Modest Mouse túlkauð af Sun Kil Moon á snilldarlegan hátt
3. Tom Waits – Sea of Love
Tom Waits er uppáhalds hjá mér, hérna er hann að taka gamalt lag Phil Phillips, rosa margir hafa tekið þetta lag m.a. Iggy Pop, Cat Power og Robert Plant, finnst það samt best með Tom Waits.
4. Tom Waits – The Ocean Doesn’t Want Me
Annað með Tom Waits, meira ljóð en lag og kemur af plötunni Bone Machine.. sem er frábær.
5. Brim og Dr. Gunni - Wipe Out
Eitt hresst í lokin, alveg eiturhresst. Surferrokk frá Íslandinu góða
Friday, February 13, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment