Friday, February 27, 2009

Topp fimm lög fyrir ræktina - valin af Árna

Hot chip – Over and over

Mér finnst afskaplega leiðinlegt í ræktinni en ef hún væri eitthvað í líkingu við þetta myndband þá myndi ég skella mér, sérstklega ef grænu kallarnir myndu hreyfa mig líka. Svo er lagið dúndurhresst.


Toy dolls – I´ve got asthma

Klassísk afsökun til að sleppa við alla hreyfingu.
Flippaður endir, ýkt fyndnir gaurar...

Skriðjöklar – Aukakílóin

Skrýtið tímabil sem kom þarna um árið, upp risu bönd sem reyndu eftir fremsta megni að vera geðveikt fyndin, Sniglabandið, Bítlavinafélagið já og Skriðjöklar.

Bjartmar Guðlaugsson og Eiríkur Fjalar – Járnkarlinn

Lagið átti auðvitað að koma á síðasta lista enda hafði það gríðarleg áhrif á mig er það fór að hljóma á öldum ljósvakans. Ég hugsa að ég hefði ekki meikað þetta lag ef ekki hefði verið haukur í horni, þ.e. hann Óskar vinur minn. Hann glímdi nefnilega við auglýsingaherferð Búnaðarbankans þar sem fremst fór broddgaltarparið Óskar og Emma. Saman stóðumst við þessa árás á nöfnin okkar og viti menn lagið á vel við í dag enda eyddum við Íslendingar 3 milljörðum í fæðubótarefni í fyrra.

Bítlavinafélagið – Þrisvar í viku

Þrautalending…átti erfitt með þetta þema (eða þessu þemu)…

No comments: