Verð að játa að ég þekkti ekki skammstöfunina OST fyrr en ég gekk í þennan ágæta hóp en annað verra er að ég hef aldrei velt sérstaklega fyrir mér kvikmyndatónlist. En stundum hinkrar maður ofboð lítið þegar tónlistin tónar alveg sérstaklega vel við senuna.
Stanley Myers - Cavatina úr myndinni Deerhunter
Mynd sem ég trassaði að horfa á í all langan tíma en svo gaf hún mamma mín okkur bræðrunum myndina. Lengsta brúkaupssena sem ég hef séð og svakaleg rúlletta.
Jim Morrison og The Doors - Feast of friends úr myndinni The Doors
Morrison dauður í baðkari, myndavélin flakkar síðan um kirkjugarðinn Pére Lachaise þar sem glittir í stórmerkilegar manneskjur sem þar liggja grafnar og undir þessu öllu tautar Morrison ljóðið Feast of friends. Flottur endir á mynd sem hafði mikil áhrif óharðnaðan ungling.
Draumalandið – Brúðguminn
Íslensk sumarnótt, búið að dekka borð út á túni með dýrindis veitungum og guðaveigum og þar sitja saman nokkrir vinir. Skyndilega er þögnin rofin þegar einn byrjar að raula „Ó, leyf mér þig að leiða…“ og svo taka hinir undir.
Ísland, best í heimi.
Slowblow - Aim for a smile úr myndinni Nói albínói
Aldrei skilið það að hafa svaka gott lag þegar kreditlistinn rennur niður (eða upp?), flestir farnir úr bíósalnum eða búnir að slökkva á vídjóinu. En þetta finnst mér ansi smellið lag úr góðri mynd og ég er búinn að hafa þetta lag bakvið eyrað síðan ég byrjaði í þessum ágæta félagsskap en aldrei fundið rétt tilefni.
The Shins - New slang úr myndinni Garden State
Mikið uppáhaldslag og kemur vel út í þessari mynd sem er ágæt en hefði getað verið töluvert betri.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment