Friday, February 13, 2009

Topp 5 lög um hafið - Kristín Gróa

5. Shearwater - Red Sea, Black Sea

Jonathan Meiburg og Will Sheff voru saman í Okkervil River en ákváðu að stofna hliðarsveitina Shearwater sem var outlet fyrir aðra tegund af tónlist en Okkervil River var að spila enda voru lögin meira og minna eftir Meiburg. Nú er Meiburg hættur í Okkervil River og Sheff hættur í Shearwater en samt eru allir vinir. Magnað!

4. Modest Mouse - Ocean Breathes Salty

Eitt gott af Good News For People Who Love Bad News.

3. Smashing Pumpkins - Porcelina Of The Vast Oceans

Þegar ég var unglingur dýrkaði ég og dáði Smashing Pumpkins og hlustaði á Mellon Collie And The Infinite Sadness svo oft frá byrjun til enda að ég get enn sungið orðrétt með öllum lögunum. Mér finnst sú plata reyndar enn mjög góð þó svo að Smashing Pumpkins hafi misst sjarmann fyrir löngu síðan.

2. Echo And The Bunnymen - Seven Seas

Alltaf þegar ég hlusta á Echo And The Bunnymen eða heyri yfirleitt minnst á þá þá dettur mér í hug senan í High Fidelity þegar Barry er að hrella viðskiptavin:

It's almost impossible to find, especially on CD. Yet another cruel trick on all of the dumbasses who got rid of their turntables. But every other Echo and the Bunnymen album...

- I have all of the others.

Oh really. Well what about the first Jesus and Mary Chain?

- They always seemed...

They always seemed what? They always seemed really great, is what they always seemed. They picked up where your precious Echo left off, and you're sitting here complaining about no more Echo albums. I can't believe that you don't own that record. That's insane.

1. Richard Hawley - The Ocean

Ég held að enginn geri jafn tímalausa tónlist og Richard Hawley. Röddin hans bræðir hjartað mitt og þetta lag alveg sérstaklega.

2 comments:

Anonymous said...

Ég heiti Guillermo, ég er frá Spánn. Ég skil það ekki íslenska. www.polepositionforceindia.blogspot.com

Krissa said...

Bwahahaha ég eeelska þetta atriði í High Fidelity! Datt það einmitt í hug þegar ég heyrði í Echo í klippingu á mánudaginn. Hinsvegar er greinilega allt of langt síðan ég horfði á myndina því ég fór að hlæja afþví að mér datt atriðið í hug en gat svo engan veginn quoteað það og klippidúddinn hélt örugglega að ég væri snar ;P