Friday, February 20, 2009

Topp 5 íslenskt – Georg Atli

Púff þessi var erfiður.... en hérna koma mín fimm.

1. Hemmi Gunn – Einn Dans Við Mig

Besta lag íslandssögunnar fyrr og síðar, það er ekki annað hægt en að fara í gott skap þegar maður heyrir þetta og flutningur Hemma (hressasta manns heimsins) er magnaður!! Lagið er tekið af plötunni frískur og fjörugur. Af hverju er ekki búið að láta þennann mann fá fálkaorðuna???

2. Sykurmolarnir & Johnny Triumpf – Luftgítar

Þetta lag, af plötunni Deus, er klárlega lag nr. 2 þegar kemur að bestu lögum íslandssögunnar. Johnny Triumpf setur tóninn fyrir komandi kynslóðir karlmanna. LÚFTGÍTAR!!!!

3. Megas & Spilverk Þjóðanna - Af Síra Sæma

Í rauninni hefði hvaða lag sem er af bleikum náttkjólum komið hér, þetta er mitt uppáhalds í augnablikinu.

4. Þeyr – Rúdolf

Úff, hvað Þeysararnir voru góðir. Lagið er tekið af Rokk í Reykjavík.

5. Hljómar – Miðsumarnótt

Svaka fallegt lag með Bítlunum frá Keflavík, mjög hugljúft. Herra Rokk sannaði það þegar hann var í Hljómum að rokkarar þurfa ekkert endilega að vera grjótharðir.

2 comments:

Kristín Gróa said...

Ó ég er svo glöð í hjartanu mínu að eiga loksins "Einn dans við mig"! Takk Georg! :D

Halldór said...

Góður listi, Rúdólf er ruddalega flott lag og mér hefur alltaf fundist Lúftgítar alveg rosalega íslenskt :D Hemmi klikkar heldur ekki.