Tuesday, August 26, 2008

The Darjeeling Limited


Eftir að hafa verið í miklu stuði á menningarnótt vorum ég og Rósa vinkona ekki í miklu stuði á sunnudaginn svo við lágum eins og slytti uppi í sófa og horfðum á sjónvarpið mestallan daginn. Ég hef lengi ætlað að sjá Wes Anderson myndina The Darjeeling Limited og Rósu langar aftur til Indlands svo þegar við sáum myndina á VODinu þá þurftum við ekki að hugsa okkur lengi um áður en við settum hana af stað. Myndin sjálf þótti mér mjög góð en þar sem ég get ómögulega tjáð mig um kvikmyndir þá ætla ég bara að sleppa því að dásama hana frekar.

Aftur á móti get ég tjáð mig um soundtrack myndarinnar sem er algjört afbragð og þar gripu mig sérstaklega tvö lög, annars vegar gamla Rolling Stones lagið Play With Fire og hins vegar lagið Where Do You Go To My Lovely með manni að nafni Peter Sarstedt. Þegar síðarnefnda lagið byrjaði spurði ég Rósu hver þetta væri eiginlega sem væri að syngja og hún sagði "ég veit ekki... gæti þetta verið Donovan?". Mér fannst því frekar fyndið þegar ég sló kauða upp á allmusic og sá að fyrsta línan í bio-inu hans er Listening to Peter Sarstedt today, you might think he's the creation of some TV movie producer who tried to build a story around a character based on Donovan and only got it 25 percent right. Einmitt það. Lagið er gott samt.

The Rolling Stones - Play With Fire
Peter Sarstedt - Where Do You Go To My Lovely

1 comment:

Krissa said...

Ohh mig er búið að langa að sjá þessa mynd svo lengi. Skemmir nú ekki fyrir ef soundtrackið er líka frábært. Og alveg sérstaklega ef það inniheldur Donovan-sound-alike ;)