Saturday, February 28, 2009
Topp 5 hreyfisöngvar - Unnur Birna
Sko, til að byrja með er mjög gott að hafa nógu mikið rokk og æsing til að peppa mann upp til að komast af stað og finna taktinn:
Nú ertu komin af stað. Drullaðu þér framhjá 5 ljósastaurum!
Og þegar maður hleypur framhjá fólki líður manni einsog það sjái mann sem sveittan fávita í ljótum fötum (allavega mér og ég hugsa þannig um hlaupandi fólk) og þetta lag toppar þá tilfinningu:
Og til að halda góðum takti:
Svo er maður orðinn svo obbossla þreyttur á hlaupunum og hægir niður í labb og þá gefur þetta lag manni von og trú á að fæturnir muni bera þig aftur heim... (þótt maður haldi að maður muni andast úr þreytu síðasta spölinn, verða úti eða springa einsog Maraþonkarlinn)
Friday, February 27, 2009
Topp fimm lög fyrir ræktina - valin af Árna
Mér finnst afskaplega leiðinlegt í ræktinni en ef hún væri eitthvað í líkingu við þetta myndband þá myndi ég skella mér, sérstklega ef grænu kallarnir myndu hreyfa mig líka. Svo er lagið dúndurhresst.
Toy dolls – I´ve got asthma
Klassísk afsökun til að sleppa við alla hreyfingu.
Flippaður endir, ýkt fyndnir gaurar...
Skriðjöklar – Aukakílóin
Skrýtið tímabil sem kom þarna um árið, upp risu bönd sem reyndu eftir fremsta megni að vera geðveikt fyndin, Sniglabandið, Bítlavinafélagið já og Skriðjöklar.
Bjartmar Guðlaugsson og Eiríkur Fjalar – Járnkarlinn
Lagið átti auðvitað að koma á síðasta lista enda hafði það gríðarleg áhrif á mig er það fór að hljóma á öldum ljósvakans. Ég hugsa að ég hefði ekki meikað þetta lag ef ekki hefði verið haukur í horni, þ.e. hann Óskar vinur minn. Hann glímdi nefnilega við auglýsingaherferð Búnaðarbankans þar sem fremst fór broddgaltarparið Óskar og Emma. Saman stóðumst við þessa árás á nöfnin okkar og viti menn lagið á vel við í dag enda eyddum við Íslendingar 3 milljörðum í fæðubótarefni í fyrra.
Bítlavinafélagið – Þrisvar í viku
Þrautalending…átti erfitt með þetta þema (eða þessu þemu)…
Topp 5 hlaupalög - Kristín Gróa
5. Róisín Murphy - Cry Baby
Learn to walk before you run... þetta er gott upphitunarlag.
4. Boys Noize - &Down
Þetta lag virkar vel því það koma svona rólegir kaflar á milli þar sem maður getur minnkað hraðann og náð andanum.
3. Depeche Mode - Just Can't Get Enough
Þegar maður er að hlaupa rólega þá er þetta fullkomið enda fer ég alltaf að brosa þegar ég heyri það, jafnvel þó ég sé að hlaupa. Hvernig er hægt að hlaupa brosandi?
2. Amii Stewart - Knock On Wood
Smá diskófílingur hjálpar manni á brettinu.
1. M.I.A. - Bird Flu
Ég er búin að sannreyna það að ég hleyp hraðast og með minnstri fyrirhöfn þegar þetta lag kemur í spilarann.
Labbilög zvenna
Allir ganga.
Ég geng og ég geng oft og mikið.
Hér eru lög um það.
The Way I Walk - The Cramps
Mér finnst gaman að ganga, Allir hafa sinn göngustíl. Ég geng eins og ég geng og er útskeifur að mér er sagt.
Daddy Went Walkin' - Neil Young
Þegar ég var lítill vaknaði ég á sama tíma og pabbi minn og við fengum okkur morgunmat og te. Síðan vorum við samferða í skólann.
Walk On The Wild Side - Lou Reed
Stundum þegar ég hef verið á labbinu hefur það komið fyrir að ég taki ranga beygju og villist, það er ekki gaman, en sem betur fer hef ég alltaf fundið leiðina heim.
Walking Along With You - Incredible String Band
Stundum geng ég með öðrum, það er öðruvísi. Fer soldið eftir hverjum ég er að ganga með en er oftast líka gaman.
Walkin' After Midnight - Cowboy Junkies
Einu sinni var ég ekki í skóla og ekki í vinnu. Þá gekk ég um nótt. Einn eða með hund í bandi. Við löbbuðum mikið.
Friday, February 20, 2009
Topp 5 Íslendingar - Unnur Birna
Íslendingar eru svo heppnir að eiga ótrúlega margar perlur
og ég held að við þyrftum að setja inn sérstakan lista
fyrir það - Topp 5 ættjarðarlög og Topp 5 lög við
hefðbundin ljóð.
Hvernig væri það?
Það var mjög erfitt að velja, ég gæti gert Topp 25 íslensk
lög, en ég verð að kötta 20 af...
Mánar 1971 - Sandkorn
Fyrst ætla ég að byrja á pabba mínum og hljómsveitinni
hans, Mánum. Sandkorn heitir lagið og höfundur þess Björn
Þórarinsson (Bassi) en er textinn eftir Ómar Halldórsson
sem gerði marga texta fyrir hljómsveitina. Hljómagangur
sem kemur á óvart, grípandi hippalegt lag og skemmtileg
7 og 5 taktpæling í lokin. Guðmundur Benediktsson, pabbi
Péturs Arnar í Buff (fyrrverandi Jesús Kristar
Súperstjörnur) syngur lagið og sveitin raddar. Og við
erum öll pínulítil sandkorn...
Jón Leifs - Requiem
Fyrsta framúrstefnulega tónskáld okkar Íslendinga (og eina
almennilega að mínu mati) sem náði ótrúlegum árangri úti í
hinum harða heimi á Seinni heimstyrjaldarárunum. Hlustum
hér á hans Requiem. Fólk ætti að kannast við upphafsstefið
sem er gegnumgangandi þema - hann skiptir milli stórrar
og lítillar 3undar sem gefur okkur bæði glaðlega og sorglega
tilfinningu og þótt tónverkið sé ekki atonal, einsog svo
mörg hans verk, þá getum við ekki tilgreint tóntegundina
vegna þessara skörpu skipta úr dúr í moll. Hljómar einsog
vögguvísa kyrjuð af gamalli konu í torfkofa meðan kári
blæs og Móri og Skotta leika sér í fjárhúsunum...
Haukur Morthens - Þrek og tár
Þótt höfundur lagsins, Otto Lindblad sé frændi okkar frá
Svíþjóð þá held ég að við getum vel kallað þetta mjög svo
íslenska heild. Með Hauki Morthens og Erlu Þorsteinsdóttur
og ótrúlega fallegum texta Guðmundar Guðmundssonar sem
leiðir okkur út í íslenskt umhverfi.
- Viltu með mér vaka er blómin sofa?
Mínus - Throwaway Angel Acoustic
Ég set þetta lag ekki bara vegna þess að ég spila á fiðlu...
Skemmmtilegar hljóðfæra- og sándpælingar t.d. er bassinn
spilaður á fótstigið orgel og Rhodes notaður í örlítið
stef. Þegar strákarnir sýndu mér myndbandið fyrst gapti ég.
Myndbandið sýnir götubörn í Úkraínu og þeirra daglega líf -
og þau hreinsuðu sprautunálar með vatni og héldu að þá væru
þau örugg...
Mánar 2005 - Móðir jörð
Fyrst ég byrja á pabba mínum verð ég að enda á honum líka.
Textann gerði hins vegar mamma mín, Sigríður Birna
Guðjónsdóttir - og þetta er samið þegar ákveðið var að
sökkva landsvæði á stærð við Hvalfjörð. Myndirnar tók Ómar
Ragnarsson. Íslenskt Atlantis!
Topp 5 íslenskt - Halldór
Jæja, hér kemur fyrsti topp 5 listinn minn á þessa síðu. Setti hann saman með stuttum fyrirvara en er samt frekar sáttur við hann. Youtube er vinur minn og nota ég þann vettvang til að setja inn lögin. Hvet þó alla til að nálgast aðrar útgáfur af lögunum.
Hraun – Thunderball
Ég hef verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Hrauns frá því ég ráfaði óvart inn á jólatónleika með þeim í gamla Rósenberg. Þeir hrifu mig strax með mjög góðum lögum og frábærri sviðsframkomu. Stuttu seinna sá ég þá aftur þegar þeir spiluðu í afmæli vinar míns og það var ekki síðri upplifun. Þar tóku þeir meðal annars fáránlega flotta rokkútgáfu af Britney Spears poppslagaranum Toxic, algjör killer. Þetta lag, Thunderball, finnst mér frábært í alla staði hvort sem það er beint af plötunni eða live eins og í þessu tilfelli en þessi útgáfa er tekin úr þætti Loga Bergmann.
Mugison – Mugiboogie
Mugison hefur sinn eigin stíl og sitt eigið sound. Ég fíla flest allt sem hann hefur gert mjög vel og þetta lag, Mugiboogie, er hrikalega þétt. Ekki verra að myndbandið sem ég nota ku vera af Akranesi, þykist vita að það falli í góðan jarðveg hjá einhverjum.
Páll Óskar – Þú komst við hjartað í mér
Get eiginlega ekki sleppt honum Palla þegar ég set saman lista með íslenskum lögum. Maðurinn er frábær tónlistarmaður og í miklu uppáhaldi hjá 3ja ára syni mínum. Hann á meira að segja áritað plaggat af honum sem hangir í herberginu hans og honum finnst fátt skemmtilegra en horfa á dvd diskinn hans og taka nokkur dansspor með Palla. Þetta var valið lag ársins 2008 og finnst mér það vel að þeim titli komið.
Emilíana Torrini – The Boy Who Giggled So Sweet
Röddin í Emilíönu Torrini er á við heila hljómsveit, sýnir sig best í minimalískum lögum þar sem undirspil er ekki ofhlaðið. Einnig eru fáir íslenskir söngvarar sem setja eins mikla tilfinningu í sönginn og hún. The Boy Who Giggled So Sweet af plötunni Merman er gott dæmi um það.
Tom Waits lag listans
Verandi gríðarlega mikill Tom Waits aðdáandi er planið að koma a.m.k. einu Tom Waits lagi inn í hvern einasta lista. Líklega verða þau stundum fleiri og það kæmi mér ekkert á óvart þótt hann fyllti einhvern eða einhverja lista. Yfirleitt verður áskorunin hjá mér líklega sú að takmarka fjölda laga eftir hann en það er ekki tilfellið í þetta skiptið. Samt var það merkilega lítið mál að troða meistaranum inn í topp 5 lista með titilinn íslensk lög. Ég hefði getað farið þá leið að velja cover íslenskra tónlistarmanna á lögum eftir hann og voru þá fyrst á blað Little Trip to Heaven með Mugison og I Hope That I Don‘t Fall in Love With You með Emilíönu Torrini en ég ákvað að fara aðeins langsóttari leið og leyfa þessum listamönnum að komast á listann með sínum eigin lögum.
Árið 1973 kom fyrsta plata Tom Waits út. Það var hin frekar vanmetna Closing Time. Sagan segir að einn sunnudagseftirmiðdag þegar Tom var ennþá í upptökum á plötunni hafi hann viljað klára upptökur á lagi samnefndu plötunni. Hins vegar var bassaleikarinn sem spilaði með honum þá vant við látinn. Upptökustjórinn Jerry Yester sagðist vita af bassaleikara sem hentaði vel í þessu lagi og hringdi þá í bassaleikarann Árna Egilsson sem þá hafði verið að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum í einhvern tíma. Árni var þá staddur í grillveislu en samþykkti að kíkja til þeirra þrátt fyrir að vera búinn að fá sér eins og tvo kalda. Þeir tóku lagið upp ásamt trompetleikara en lagið er ósungið. Eitt af þessum viðkvæmu fallegu lögum. Mæli með að allir finni upphaflegu útgáfuna af plötunni en því miður fann ég það ekki á youtube. Hins vegar fann ég útgáfu þar sem einhverjum datt í hug að nota lagið sem undispil fyrir upplestur Allan Ginsberg á ljóði sínu America og ég verð að segja að það var bara ansi góð hugmynd. Þið heyrið lagið þarna undir.
Tom Waits lag listans er: Closing Time (af Closing Time - 1973)
topp 5 íslensk lög - zvenni
Man er ég sá músíktilraunirnar 1995 í sjónvarpinu, fékk gæsahúð er ég heyrði óða móðuróðinn. Magnað. Langaði í hljómsveit.
Vorkvöld í Reykjavík - Gildran
Eitt svalasta lag sem ég veit um, hef gert ófáar kenndar tilraunir til að galdra fram töfra þess með krissa bró og arne á kassagítarnum...
Pathetic Me - Funerals
Platan Pathetic Me læddist algjörlega aftan að mér. Minnir að ég hafi leigt hana á tónlistardeild bókasafns hafnarfjarðar stuttu eftir að hún kom út og hún dvaldi í langann tíma í spilaranum mínum. Flottir og skondnir textar yfir lágstemmdu köntríi. Afar skemmtilegt.
Skriftagangur - Hinn Íslenzki Þursaflokkur
Ég hef stolið mör úr mókollóttum hrúti
Svo er þessi skriftagangur úti.
Uppáhaldslagið mitt af uppáhalds Þursaflokksplötunni minni Þursabit. Soldið þjóðlegt, soldið proggað og afar gott.
Upp Í Sveit - Randver
Þegar ég var lítill var Randver uppáhalds íslenska hljómsveitin mín. Sá þá meira að segja einu sinni á tónleikum þegar ég var fimm ára. Minnir að það hafi verið mjög gaman.
Topp 5 íslensk lög - Kristín Gróa
5. Maus - Poppaldin
Eins og vanalega er það frekar textinn en söngurinn sem heillar þegar Maus á í hlut.
4. Tatarar - Dimmar rósir
Dramatískt lag sem minnir mig einhverra hluta vegna á unglingsárin. Ég var auðvitað frekar hippahneigður táningur svo það er kannski ástæðan.
3. Megas - Vertu mér samferða inn í blómalandið amma
Þetta er fyrsta Megasarlagið sem ég hlustaði viljandi á en sem betur fer ekki það síðasta.
2. Ensími - Atari
Nostalgía!
1. Hinn íslenzki þursaflokkur- Sigtryggur vann
Hér er gott að dansa... hér er stofan ný. Ójá.
Topp 5 íslenskt – Georg Atli
1. Hemmi Gunn – Einn Dans Við Mig
Besta lag íslandssögunnar fyrr og síðar, það er ekki annað hægt en að fara í gott skap þegar maður heyrir þetta og flutningur Hemma (hressasta manns heimsins) er magnaður!! Lagið er tekið af plötunni frískur og fjörugur. Af hverju er ekki búið að láta þennann mann fá fálkaorðuna???
2. Sykurmolarnir & Johnny Triumpf – Luftgítar
Þetta lag, af plötunni Deus, er klárlega lag nr. 2 þegar kemur að bestu lögum íslandssögunnar. Johnny Triumpf setur tóninn fyrir komandi kynslóðir karlmanna. LÚFTGÍTAR!!!!
3. Megas & Spilverk Þjóðanna - Af Síra Sæma
Í rauninni hefði hvaða lag sem er af bleikum náttkjólum komið hér, þetta er mitt uppáhalds í augnablikinu.
4. Þeyr – Rúdolf
Úff, hvað Þeysararnir voru góðir. Lagið er tekið af Rokk í Reykjavík.
5. Hljómar – Miðsumarnótt
Svaka fallegt lag með Bítlunum frá Keflavík, mjög hugljúft. Herra Rokk sannaði það þegar hann var í Hljómum að rokkarar þurfa ekkert endilega að vera grjótharðir.
Thursday, February 19, 2009
Fimmtudagshressleiki!
Tuesday, February 17, 2009
Ástarhaf - Georg Atli
The Honeydrippers
Hér er það enginn annar en Robert Plant sem coverar. Lagið er tekið af plötunni ‘The Honeydrippers, vol. 1’ með samnefndri hljómsveit sem var hliðarverkefni Plants. Gaman að benda á að þetta lag fór hærra á billboardlistanum en vinsælasta lag Led Zeppelin. Ótrúlega margir frægir listamenn spila á plötunni (m.a. Jeff Beck, Robert Plant og m.a.s. Paul Schaffer!!) Hérna eru gömul ’50s og ‘60s R&B lög tekin fyrir, mjög skemmtilegt.
Israel Kamakawiwo’ole
Snillingur frá Hawaii, dó árið 1997 38 ára gamall úr offitu. Eins sorglegt og það er þá er lagið stórskemmtilegt og hér spilar ukulele-ið stórt hlutverk (sem er alltaf hressandi). Allir ættu að þekkja hans túlkun á ‘Over the Rainbow’.
Cat Power
Chan Marshall hægir á laginu og það verður tregafullt og einlægt. Flott útgáfa af ‘The Covers Record’ en var líka í myndinni Juno.
Phil Phillips
Hér kemur svo orginallinn. Lagið var samið og fyrst spilað inn á plötu af Phil Phillips... veit svo sem ekkert meir um hann.
Saturday, February 14, 2009
haflög - zvenni
Sjóferðasaga - Randver
Sjór, karlmennska, fiskerí, og fyrirvinna á diskinn minn...
How Deep is the Ocean? - Miles Davis
pass.
Sea Of Joy - Blind Faith
Following the shadows of the skies,
Or are they only figments of my eyes?
And I'm feeling close to when the race is run.
Waiting in our boats to set sail.
Sea of joy.
hamingja og læti.
Deep Blue Sea - Brian Eno
hef heyrt að þegar maður er að drukkna og er hættur að anda komi sæluvíma yfir og hafið taki við með faðmi sínum. kannski þetta lag sé um það.
Disappointed In The Sun - dEUS
now where i want to be is
where i want to be is ...
under the sea, is where i'll be
no talking 'bout the rain no more
helvítis rugl, skríð bara aftur í sjóinn...
Friday, February 13, 2009
Topp fimm – Lög um Hafið - Georg Atli
Ég heillaðist algjörlega af Ninu Nastasiu við fyrstu hlustun, röddin, sögin, drungin ALLT er rosalega flott af fyrstu plötunni hennar (The Blackened Air) og þetta lag er mitt uppáhalds.
2. Sun Kil Moon - Ocean Breathes Salty
Fyrst að ég tók eftir að Kristín Gróa stal laginu mínu set ég bara þetta cover inn í staðinn, Sun Kil Moon er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og þetta lag (sem er samt alls ekki það besta) kemur af plötunni “Tiny Cities” sem er öll með lögum eftir Modest Mouse túlkauð af Sun Kil Moon á snilldarlegan hátt
3. Tom Waits – Sea of Love
Tom Waits er uppáhalds hjá mér, hérna er hann að taka gamalt lag Phil Phillips, rosa margir hafa tekið þetta lag m.a. Iggy Pop, Cat Power og Robert Plant, finnst það samt best með Tom Waits.
4. Tom Waits – The Ocean Doesn’t Want Me
Annað með Tom Waits, meira ljóð en lag og kemur af plötunni Bone Machine.. sem er frábær.
5. Brim og Dr. Gunni - Wipe Out
Eitt hresst í lokin, alveg eiturhresst. Surferrokk frá Íslandinu góða
Topp 5 lög um hafið - Kristín Gróa
Jonathan Meiburg og Will Sheff voru saman í Okkervil River en ákváðu að stofna hliðarsveitina Shearwater sem var outlet fyrir aðra tegund af tónlist en Okkervil River var að spila enda voru lögin meira og minna eftir Meiburg. Nú er Meiburg hættur í Okkervil River og Sheff hættur í Shearwater en samt eru allir vinir. Magnað!
4. Modest Mouse - Ocean Breathes Salty
Eitt gott af Good News For People Who Love Bad News.
3. Smashing Pumpkins - Porcelina Of The Vast Oceans
Þegar ég var unglingur dýrkaði ég og dáði Smashing Pumpkins og hlustaði á Mellon Collie And The Infinite Sadness svo oft frá byrjun til enda að ég get enn sungið orðrétt með öllum lögunum. Mér finnst sú plata reyndar enn mjög góð þó svo að Smashing Pumpkins hafi misst sjarmann fyrir löngu síðan.
2. Echo And The Bunnymen - Seven Seas
Alltaf þegar ég hlusta á Echo And The Bunnymen eða heyri yfirleitt minnst á þá þá dettur mér í hug senan í High Fidelity þegar Barry er að hrella viðskiptavin:
It's almost impossible to find, especially on CD. Yet another cruel trick on all of the dumbasses who got rid of their turntables. But every other Echo and the Bunnymen album...
- I have all of the others.
Oh really. Well what about the first Jesus and Mary Chain?
- They always seemed...
They always seemed what? They always seemed really great, is what they always seemed. They picked up where your precious Echo left off, and you're sitting here complaining about no more Echo albums. I can't believe that you don't own that record. That's insane.
1. Richard Hawley - The Ocean
Ég held að enginn geri jafn tímalausa tónlist og Richard Hawley. Röddin hans bræðir hjartað mitt og þetta lag alveg sérstaklega.
Tuesday, February 10, 2009
tikk tikk tikk tikk... ping!
Ritvélar eru stundum notaðar sem hljóðfæri eða til að skapa takt. Hér eru 3 dæmi um lög sem innihalda ritvélarleik:
No Pussy Blues - Grinderman
Rivélatikkið hefur lagið og gefur taktinn fyrir trommarann sem tekur við stefinu. Næst kemur Cave og svo bassinn og lagið fer að fá á sig meiri mynd.
Hver segir að sitja einmana við ritvél á skrifstofu 9 til 5 gefi manni ekki hugmyndir? tikk tikk tikk tikktikk tikktikk...
William Pierce - Arcade Fire
Ritvélin lemur lúmskt undir laginu og er eini taktgjafinn í versunum en grófari bumbur eru barðar í viðlaginu. Ekki veit ég hvaða William Pierce er verið að yrkja um (wiki benti á 4 mögulega gaura) eða hvort ritvélin tengist honum en hún gefur laginu ákveðinn blæ.
Derek - Animal Collective
Lagið skiptist nákvæmlega í tvennt og seinni hluti þess hefst með og er leiddur í gegn af þéttum ritvélakór sem dúndrar laginu áfram.
Monday, February 9, 2009
Topp 5 OST - Kristín Gróa
5. O Brother, Where Art Thou? (2000)
Þessi mynd opnaði fyrir mér þann möguleika að maður gæti bara í alvöru hlustað á bluegrass og notið þess!
Soggy Bottom Boys - Man Of Constant Sorrow
4. Garden State (2004)
Atriðið þegar Natalie Portman segir við Zach Braff að lagið muni breyta lífi hans og New Slang með The Shins byrjar að spilast varð auðvitað strax klassískt en á soundtrackinu var auðvitað fullt af fleira góðgæti.
Nick Drake - One Of These Things First
3. Easy Rider (1969)
(Ekki horfa á þetta clip ef þið hafið ekki séð myndina! Don't say I didn't warn you!)
Lokaatriði þessarar myndar hefur setið í mér frá því ég sá hana fyrst og þegar Ballad Of Easy Rider í flutningi Roger McGuinn byrjar að hljóma þá er það fullkominn endir á þessari frábæru mynd.
Steppenwolf - The Pusher
2. American Graffiti (1973)
Það má segja að tónlistin hafi verið í stærsta hlutverkinu í þessari mynd enda hljómaði tónlistin sem Wolfman Jack var að spila stanslaust undir. Ekta rokk og ról hér á ferð.
Del Shannon - Runaway
1. Dazed and Confused (1993)
Ég man mjög skýrt eftir því að í fyrsta skipti sem ég sá þessa mynd var þegar ég hélt upp á 13 ára afmælið mitt. Þá þótti til siðs að horfa á vídjóspólu í afmælum og ég fór blásaklaus út á leigu og tók þessa mynd án þess að vita neitt um hana. Ekki veit ég hvort að mynd sem gengur út á að fylgjast með unglingum drekka og reykja gras hafi verið æskilegasti valkosturinn á 13 ára afmælisdaginn en ég veit að ég var gjörsamlega heilluð af þessari mynd. Myndin á skuggalega margt sameiginlegt með American Graffiti enda hefur verið haft eftir leikstjóranum Richard Linklater að hann hafi viljað gera American Graffiti sinnar kynslóðar. Tónlistin, bílarnir, fötin og karakterarnir gerðu þetta að hinni fullkomnu mynd fyrir mig... þetta var allt right up my alley og þetta er enn uppáhalds myndin mín eftir rúmlega 14 ár.
Dr. John - Right Place, Wrong Time
Friday, February 6, 2009
Topp 5 – Ost. – Georg Atli
1. Air – The Virgin Suicides
Eitt af mínum uppáhalds sándtrökkum og ein af mínum uppáhaldsmyndum þannig að þetta val var frekar einfalt.
Lag: Playground Love
2. Curtis Mayfield – Superfly
Ein besta blacksploitation myndin og eitt af betri plötum meistarans Curtis Mayfield.
Lag: Pusherman
3. Sigurrós – Englar Alheimsins
Svakalegt stemnings sándtrakk, reyndar er það einhver regla að gott sándtrakk á ekki að stela athygli frá myndinni en í þessu tilviki er það enginn mínus...
Lag: Bíum Bíum Bambaló
4. David Arnold – Young Americans
Fínt plata sem fylgdi ekkert sérstakakri mynd, Björk syngur í laginu sem fylgir og mér finnst þetta vera eitt af hennar allra bestu lögum
Lag: Play Dead
5. Prince – Purple Rain
Meistarastykkið hans Prince og eina platan sem ég fíla... hvernig er ekki hægt að finnast Purple Rain og When Doves Cry vera góð lög!!! Platan vann líka óskarsverðlaun, geri aðrir betur
Lag: When Doves Cry
Topp fimm OST-in hans Árna
Stanley Myers - Cavatina úr myndinni Deerhunter
Mynd sem ég trassaði að horfa á í all langan tíma en svo gaf hún mamma mín okkur bræðrunum myndina. Lengsta brúkaupssena sem ég hef séð og svakaleg rúlletta.
Jim Morrison og The Doors - Feast of friends úr myndinni The Doors
Morrison dauður í baðkari, myndavélin flakkar síðan um kirkjugarðinn Pére Lachaise þar sem glittir í stórmerkilegar manneskjur sem þar liggja grafnar og undir þessu öllu tautar Morrison ljóðið Feast of friends. Flottur endir á mynd sem hafði mikil áhrif óharðnaðan ungling.
Draumalandið – Brúðguminn
Íslensk sumarnótt, búið að dekka borð út á túni með dýrindis veitungum og guðaveigum og þar sitja saman nokkrir vinir. Skyndilega er þögnin rofin þegar einn byrjar að raula „Ó, leyf mér þig að leiða…“ og svo taka hinir undir.
Ísland, best í heimi.
Slowblow - Aim for a smile úr myndinni Nói albínói
Aldrei skilið það að hafa svaka gott lag þegar kreditlistinn rennur niður (eða upp?), flestir farnir úr bíósalnum eða búnir að slökkva á vídjóinu. En þetta finnst mér ansi smellið lag úr góðri mynd og ég er búinn að hafa þetta lag bakvið eyrað síðan ég byrjaði í þessum ágæta félagsskap en aldrei fundið rétt tilefni.
The Shins - New slang úr myndinni Garden State
Mikið uppáhaldslag og kemur vel út í þessari mynd sem er ágæt en hefði getað verið töluvert betri.
Föstudagur...en ekki topp5!
Til að byrja með, svona yfir sushiinu, er fínt að skella þessu á:
Bumblebeez 81 - Pony Ride (TV on the Radio remix) og Noah and the Whale - Rocks and Daggers
Næst ætti að sjást til toppfimm gellanna dillandi sér við:
Familjen - Det Snurrar I Min Skalle
Svo mun það líklega færast yfir í:
að syngja með Rolling Stones - She's a Rainbow og dilla sér við The Cure - Friday I'm In Love og Kings of Leon - Sex on Fire
Ooog...svo væri blimmin' awesome ef e-r tæki það á sig að leyfa okkur að heyra Yeti með Caribou e-s staðar í kvöld! Væri klár bónus :)
That's all I ask... :P
topp 5 OSTur - zvenni
Mark Mothersbaugh úr Devo velur afar smellin lög í myndir Wes Anderson. Hér má heyra minirokkóperuna A Quick One, While He's Away eftir Who undir hefndaratriðinu.
... svo I am Waiting með Stones...
........
Wild at Heart
Magnað atriði:
..... "we got some dancing to do"... klippt á Powermad, snákaskinnsræðu Sailors, hnefahögg og sígrattubruna, afsökunarbeiðni og endað á Elvis og píkuskrækjum...
Hér syngur Sailor (Nicholas Cage) Love Me Tender fyrir tilvonandi eiginkonu sína á húddi kádiljálks... gerist hvorki svalara né rómantískara...
........
Night on Earth
Tom Waits semur músík við kvikmynd Jim Jarmusch sem segir frá 5 leigubílum á 5 mismunandi stöðum í heiminum á sama tíma.
Upphafslagið Back in the Good Old World
og lokaatriðið (Good Old World (Waltz)) með þunglyndu og drykkfeldu finnunum..." hei Aki! veistu hvar þú ert?.... (þögn) já... Helsinki..."
........
Twin Peaks
(...og meiri Lynch) Súrsætt intróið sýnir það sem virðist meinlausan og saklausan Tvídrangabæ þó illskan leynist undir yfirborðinu. Smekklega tjáð af Angelo Badalamenti hirðskáldi David Lynch.
Tónlistin leynist víða og kemur upp á ólíklegustu stundum eins og hér er Leland vaknar einn morguninn hvíthærður og brestur í söng konu sinni og frænku til mikillar undrunar...
já tónlistin liggur í loftinu... jafnvel í svarta kofanum og fær dverga til að dansa...
.......
Midt Om Natten
Kvikmynd eftir handriti og músík Kim Larsens. Sagan fjallar um örlagaríkann tíma í lífi hústökufólks í köben og er að mínu mati afar skemmtileg. Minnir að ég hafi fyrst séð hana í dönskutíma í grunnskóla og ekki meikað hana en líkað mun betur einhverjum árum seinna.
Hér syngur Kim Tik Tik upphafslag myndarinnar.
...og svo skondin sena er hann tekur Papirsklip með föndur áherslum handlagins vinar síns og Susana horfir á.
..............
Wednesday, February 4, 2009
Topp 5 í boði Buddy Miles Express
Topp 5 byltingarlög
5. Thunderclap Newman – Something In The Air
Something in the Air/Wilhelmina [Single]
1969
Pródúsað af sjálfum Pete Townshend í The Who. Lagið hét upphaflega Revolution en hætt var við það nafn til að forðast rugling við samnefnt lag Bítlanna.
4. John Lennon - Give Me Some Truth
Imagine
1971
"Im sick and tired of hearing things
From uptight, short-sighted, narrow-minded hypocritics
All I want is the truth
Just gimme some truth
Ive had enough of reading things
By neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth
Just gimme some truth"
Lennon í flugbeittum gír. Í uppgjöri við sig og sína og skefur ekkert undan! Þetta getur átt við í dag!
3. The Clash – The Guns Of Brixton
London Calling
1979
Kreppa, óeirðir, lögregluofbeldi og skemmdaverk og þetta er England í lok áttunda áratugarins og í þessu lagi The Clash er þetta allt saman pakkað snilldarlega saman í baneitraðan samfélagsskírskotunarkokteil! ...annars bara frábært lag af frábærri plötu!
2. MC5 - Motor City Is Burning
Kick Out The Jams
1969
Gamalt John Lee Hooker lag í frábærum búningi þar sem framvarðarmaður MC5 liða Rob Tyner lofar leyniskyttur Svörtu hlébarðanna vegna aðkomu þeirra í frægum óeirðum í Detroit 1967.
1. Janis Ian - Society's Child
Society's Child (Baby I've Been Thinking)/Letter to Jon [Single]
gefið út 1965,1966 & 1967
Veit ekki alveg af hverju ég valdi þetta lag! Kannski að ég heyrði það fyrst í þætti um Bítlana og árið 1967 sem ég fann á bókasafni FVA hér í den. Þar heyrði ég þetta lag og líkaði vel við enda farinn að hlusta á Dylan, Donovan, Cohen o.fl. af meira mæli en áður þannig þessi unga vísna- og þjóðlagasöngkona hitti beint í mark með þessari samfélagsádeilu sem er sjálfsævisöguleg uppreisn gegn kerfinu. En það má geta þess til gamans að stelpan er ekki nema 13 ára gömul þegar hún semur og hljóðritar þetta lag en lagið fjallar um foriboðna ást stelpu og blökkumanns á viðkvæmum tímum í sögunni!