Wednesday, August 6, 2008
Leonard Cohen
Ég er alltaf að verða meira og meira heilluð af tónlist Leonard Cohen en það hefur satt að segja þurft dálitla þolinmæði til því ég gríp þetta ekkert allt við fyrstu hlustun. Ég er núna búin að kaupa fjórar plötur með honum þó það séu reyndar ekki þær fjórar fyrstu sem fólk myndi kannski venjulega kaupa (á t.d. hvorki Songs Of Love And Hate né I'm Your Man). Platan sem ég er að melta þessa dagana er Death Of A Ladies Man sem hafa alltaf verið skiptar skoðanir um.
Það sem einkennir plötuna fyrst og fremst er að hún er pródúseruð af Phil Spector sem gefur henni óneitanlega sérstakan hljóm. Ég skil alveg að á eftir hinni frábæru og lágstemmdu New Skin For The Old Ceremony hafi hljóðveggurinn hans Spectors með tilheyrandi lúðrum, strengjum og bakröddum hljómað frekar furðulega með tónlist Cohen. Sagan segir að Cohen hafi aldrei verið ánægður með þessa plötu en mér finnst hún venjast ágætlega. Lögin eru mörg hver mjög góð og textarnir auðvitað líka (þetta er jú Cohen) þó þeir séu oft nokkuð grófir. Pródúseringin er kannski það sem stendur mest í mér en með hverri hlustun stingur hún minna í eyrun og lögin standa meira upp úr.
Leonard Cohen - Memories
Leoanrd Cohen - Don't Go Home With Your Hard-On (Bob Dylan og Allen Ginsberg syngja bakraddir!)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég hef aldrei meikað Lenny og ég er hræddur um að þessi lög séu ekki að breyta skoðun minni á honum
Ég get vissulega skilið að ef þú fílar ekki Leonard Cohen þá séu þessi lög ekki að fara að snúa þér. Aftur á móti ef þú segist ekki fíla lög eins og 'Chelsea Hotel No. 2" þá veit ég ekki hvað ég á að gera við þig!
Post a Comment