Friday, August 22, 2008

Topp 5 instrumental lög - Kristín Gróa


5. Pixies - Cecilia Ann

Smá surf frá Pixies.


4. Herb Alpert & The Tijuana Brass - Taste Of Honey

Þetta er held ég mesta pick-me-up lag ever. Það er einfaldlega ekki hægt annað en að dilla sér og brosa þegar þetta er að spilast... gaman!


3. The Shadows - Apache

Þetta er svo töff lag! Það spilar enginn á gítar eins og Hank Marvin og þetta klassíska lag er gott dæmi um það hvað hann getur gert.


2. Booker T & The MG's - Green Onions

Annað óendanlega töff lag sem verður aldrei þreytt.


1. Fleetwood Mac - Albatross

Sorrí ég veit að þetta er fyrirsjáanlegt val en þetta er að mínu mati besta instrumental lag ever og það hreyfir við mér í hvert skipti sem ég hlusta á það.

2 comments:

Unknown said...

frábær listi!

er að renna yfir green onions og albatross.

Ef ég má setja inn mína tvo aura þá finnst mér Apache jafnvel enn dásamlegra í flutningi Incredible Bongo Band

Kristín Gróa said...

Já það er alveg frábær útgáfa líka og ég átti satt að segja í miklum vandræðum með að velja á milli. Ég hef hins vegar alltaf verið svo veik fyrir The Shadows að ég fékk ekki af mér að sleppa þeim!