Walk on the Wild Side - Lou Reed
Afbragðsbassalína og galdurinn er tveir bassar, hugmynd session gaursins Herbie Flowers.
Please Do Not Go - Violent Femmes
Skemmtilegt þegar (kassa)bassinn fær almennilegt rými og er ekki falinn á bak við önnur hljóðfæri. Hér er hann í raun lead-ið og með afar hresst og smekklegt sóló í miðjunni.
I Will - Bítlarnir
Bassalína sem lætur í raun ekki svo mikið yfir sér en við nánari hlustun (gott í heyrnartólum) heyrist að Paul spilar ekki bassann heldur syngur hann, og bara nokk vel.
Tommy the Cat - Primus
Les Claypool með sexstrengja bassann sinn verður að fá að vera með (og ekki sakar að Tom Waits syngur köttinn Tommy).
Hey - Pixies
Okei máski týpískt lag að setja á lista yfir bassalínur en með flottari lögum þar sem bassinn er ekki bara grunnurinn eða límið heldur það sem stendur mest upp úr í laginu.
Friday, August 24, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment