Thursday, August 23, 2007

Rogue Wave


Kaliforníska hljómsveitin Rogue Wave er ansi heit í dag og ég skil það satt að segja vel. Þetta er poppað og jangly indírokk með húkkum og handklöppum og slíkt hefur aldrei þótt slæmt í mínum bókum. Þriðja platan þeirra, Asleep At Heaven's Gate, kemur út í september og ég er að fíla þetta. Þetta lag hérna að neðan er svo hresst að ég fæ alveg fiðring!

Rogue Wave - Lake Michigan

Rogue Wave á Myspace

No comments: