Wednesday, August 29, 2007

Topp 5 bassalínur - Krissa

Ég veit að þetta er svona 17 skipti í röð sem ég brýt reglu nr. 2 en ég lofa að vera á réttum tíma næst...lofa lofa lofa...!!!

5. Nirvana - Love Buzz
Einföld og flott bassalína...líklega helsta ástæðan fyrir því að Love Buzz er búið að vera eitt af uppáhalds Nirvana lögunum mínum frá því einhvern tíma í grunnskóla :)

4. The Strokes - Is This It
Bassalínan frá og með 2. erindinu er bara skemmtileg, playful og hress. Geri aðrir betur!

3. The George Baker Selection - Little Green Bag
Þetta lag væri ekkert án eitursvölu bassalínunnar! En jimminy hvað það er flott! Ekki skemmir svo fyrir að þetta lag minnir mig á systkini mín og rúnt í gráa escortinum...good times :)

2. Pink Floyd - Money
Bassalínan er bara alltof svöl í einfaldleika sínum :)

1. The Stranglers - Peaches
Bara svo óendanlega skemmtilegt!!! Lagið væri ekkert án bassalínunnar

Honourable mention verður samt eiginlega að vera Longview með Green Day...því það er æði og minnir mig á litlu systur :)

No comments: