Friday, August 10, 2007

Ástralía - zven

Colin Hay - Overkill

Colin Hay úr Men at Work í skondnu atriði í Nýgræðingum að taka slagara eftir gamla bandið sitt.




Rolf Harris - Stairway to Heaven

Heyrði þetta lag fyrir mörgum árum á plötunni "Stairways to Heaven: The Money or the Gun" þar sem 22 Ástralskir tónlistarmenn reyndu við lagið. Hér sést bútur úr upptöku þar sem Rolf Harris spilar sína útgáfu. Minnir að hinar hafi ekki verið neitt betri.




AC/DC - Jailbreak

AC/DC með gamla söngvaranum og stuttklipptum Angus. Myndbandið líklega tekið um sumar þar sem hann er ekki í skólabúningnum sínum. Skemmtilega retró-halló með dramatískum endi (sem undirstrikar þó merkingu textans).


Architecture in Helsinki - It'5!

Vissi ekki að þetta band væri ástralskt fyrr en við gagnaöflun fyrir þennan lista. Hresst lag með hressu bandi. Biðst afsökunar á myndgæðum.



Junkyard - Birthday Party

Ungur Cave með skemmtilegt hár, takið sérstaklega eftir mjaðmadilli Tracy Pew á bassanum.

No comments: