Friday, August 31, 2007

Topp 5 Dylan cover


Jimi Hendrix fær honourable mention vikunnar en uppreisnarseggurinn í mér getur bara ekki fengið sig til að elta hjörðina og segja að All Along The Watchtower sé besta cover allra tíma. Það er gott cover en kommon, hleypum öðrum að!

5. Melanie - Lay Lady Lay

Hippadrottningin Melanie skrúfar upp í dramatíkinni og sleppir ofvirkum þverflautuleikara lausum en samt gengur þetta fyllilega upp. Mjög hippalegt þó.

4. The Byrds - My Back Pages

Það voru fáir duglegri við að covera Dylan heldur en The Byrds enda er ég með greatest hits plötuna þeirra og þar eru heil átta Dylan lög! Mér finnst þetta standa langt upp úr þeim, einfaldlega því harmónískur söngurinn og hringlandi hljóðfæraleikurinn undirstrikar alla styrkleika lagsins. Svo er live útgáfan af þessu lagi þar sem Dylan spilar það með Byrdsaranum Roger McGuinn, Tom Petty, Neil Young, Eric Clapton og George Harrison ansi mögnuð en þar spila þeir einmitt Byrds útgáfuna í stað þeirrar upprunalegu.

3. Nina Simone - I Shall Be Released

Örugglega besta lagið frá trúartímabili Dylans er hér flutt í fallegum gospelbúningi af sjálfri Ninu Simone. Hún segir við hljómsveitina í upphafi upptökunnar You're pushing it... it'll go out by itself... don't put nothing in it unless you can feel it og ég trúi virkilega að hún hafi fundið það. Það hlýtur að vera galdurinn við að taka gott cover, að finna lagið eins og það væri þitt eigið.

2. Nico - I'll Keep It With Mine

Æjj ég veit ég er eiginlega að svindla því þetta er ekki beint eiginlegt cover lag. Dylan lét Nico fá þetta lag til að setja á Chelsea Girl og það kom ekki út með honum sjálfum fyrr en mörgum árum seinna og þá á samtíningnum Biograph. Þetta er aftur á móti eitt af ótalmörgu uppáhalds lögunum mínum svo ég stenst einfaldlega ekki freistinguna að setja það á listann... það sleppur alveg er það ekki? ;)

1. Them - It's All Over Now Baby Blue

Þetta er nú alveg með fallegri Dylan lögum en svo er þar að auki búið að bæta við svo flottu stefi að Beck ákvað að nota það bara óbreytt í laginu Jackass með svona líka góðum árangri. Þetta stef og geltið í Van Morrison taka orginalinn og snúa honum á hlið en halda samt í sömu tilfinninguna. Er það ekki þannig sem gott cover á að vera?

1 comment:

Vignir Hafsteinsson said...

Ég gat ekki munað hverjir gerðu þetta frábæra cover af It's all over now. Takk fyrir að finna það ;)