5. George Baker Selection - Little Green Bag
Eitursvala bassalínan sem byrjar lagið setur algjörlega tóninn fyrir það sem koma skal enda er þetta lag svo töff!
4. Beck - Go It Alone
Ég held svei mér þá að þetta sé uppáhalds Beck lagið mitt því það er bara svo grúví beibí! Já og hver skyldi þetta vera á bassanum nema hetjan mín hann Jack White? Hvern hefði grunað að hann ætti sér svona funky hlið?
3. The Cure - The Love Cats
Þetta er svo hresst lag og bouncy bassinn spilar ansi mikið þar inn í. Einhverra hluta vegna minnir þetta lag mig alltaf á hinn sáluga stað 22 en það er nú aukaatriði.
2. Primus - Jerry Was A Race Car Driver
Hvernig er hægt að setja saman bassalínulista án þess að hafa Primus lag á honum? Ég sver að gaurinn hlýtur að vera með fimm hendur því öðruvísi er bara ekki hægt að spila svona!
1. Paul Simon - You Can Call Me Al
Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf verið veik fyrir Paul Simon og þá sérstaklega þessu lagi. Manni dettur þetta lag kannski ekki fyrst í hug þegar talað er um bassalínur en það er nú samt í raun bassinn sem heldur laginu uppi og við erum að tala um fríkisjitt bassa! Svo er myndbandið líka tímalaus snilld...
Friday, August 24, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment