Friday, August 31, 2007

Topp 5 Bob Dylan cover - Vignir

5. William Shatner - Mr. Tambourine Man
Ég er nú frekar viss um að Zvenni hafi sett þetta inn en ég setti þetta hérna bæði honum til heiðurs (þar sem að þetta eru nú tvær hetjur hans) og vegna þess að þetta er svo æðislega fyndið lag.
Shatnerinn er í algjöru rugli í þessu lagi, talar eins og allir sem að gerðu grín að honum í gamla daga og endar í algjörri geðshræringu sem minnir mann helst á Kahn mómentið hans.

4. Dave Matthews Band - All Along the Watchtower(live)
All Along the Watchtower er víst oft tekið af Dave Matthews Band sem ku víst vera alveg frábært band á tónleikum. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman af þeim þótt ég meiki þá bara í smáskömmtum, annars fæ ég dálítið mikinn Dream Theater hroll. Þessi útfærsla þeirra er þó alveg frábær og hlustaði ég mikið á hana í gamla daga og var bara að fatta hana aftur við gerð þessa lista.

3. Byrds - Mr. Tambourine Man
Það er nú dálítil klisja að setja þetta lag á listann en mér finnst það bara vera rosalega gott lag og gefur manni rosalega mikla nostalgíu fyrir tíma sem maður þekkir ekkert til.

2. Joan Baez - Sad-Eyed Lady of the Lowlands

Joan Baez gerði einu sinni heila plötu af Bob Dylan coverum sem ég hafði aldrei spáð í fyrr en ég að fór að hugsa út í þennan lista. Þetta lag greip mig strax og mér finnst það virkilega vel heppnað, treginn kemst betur til skila hjá Joan.

1. Jimi Hendrix - All Along the Watchtower
Einu sinni sagði ég að þetta væri eitt besta cover allra tíma og ég stend við þau orð. Þetta er svo ótrúlega gott cover sem gerir hinu upprunalega lagi vel skil og bætir ofan á það.

Ég veit að ég er í raun bara með þrjú lög hérna á þessum lista en það sýnir held ég bara enn betur styrkleika laganna hans Dylans að hægt væri að fara með þau í svona mismunandi áttir.

No comments: