Ég verð að viðurkenna að það er fátt skemmtilegra en að vera aðeins tipsy á uppáhaldsbarnum mínum með öllum vinum mínum og heyra skyndilega lag sem fullkomnar kvöldið. Þegar rétta lagið er spilað á nákvæmlega rétta augnablikinu þá fallast allir í faðma og syngja með laginu af lífi og sál með hnefa steytta til himins og gleyma sér í mómentinu. Sumir myndu segja að lög sem framkalla slík viðbrögð séu sönn fylleríslög. Aðrir tengja fylleríslög við einmana tónlistarmann sem drekkir sér hægt og rólega í viskíi á skuggalegri knæpu og raular raunalegan lagbút á meðan.
Næsta föstudag ætlum við að telja upp topp 5 fylleríslög og það er aldrei að vita nema við syngjum þau saman fullum rómi á barnum um kvöldið líka. Það er því alveg séns á að fá live performance í viðbót við lögin sjálf ef þið rambið inn á rétta barinn (ekki erfitt ef þið þekkið okkur hehemm).
Tuesday, August 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment