Thursday, August 16, 2007
The Besnard Lakes
The Besnard Lakes eru enn ein efnileg hljómsveit frá Montreal. Þau gáfu út plötuna The Besnard Lakes Are The Dark Horse fyrr á árinu og hafa aldeilis valið plötunafn við hæfi því þessi plata hefur læðst aftan á mér án þess að ég hafi eiginlega fattað það. Hún greip mig alls ekki við fyrstu hlustun enda er hún frekar þung og ég var frekar óþolinmóð þegar ég hlustaði á hana í fyrstu skiptin. Núna er þetta hins vegar allt búið að smella og ég hef á tilfinningunni að þessi plata eigi lengi eftir að vera í uppáhaldi hjá mér. Lögin tvö hér að neðan eru mjög ólík en bæði stórgóð. Fyrra lagið vísar mjög sterkt í Beach Boys (það er þá annað lagið á tveimur dögum!) en það seinna minnti mig strax á hina allt of lítt þekktu Black Mountain sem eru einmitt einnig á mála hjá Jagjaguwar.
The Besnard Lakes - Disaster
The Besnard Lakes - Devastation
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment