Friday, August 31, 2007

Bob Dylan ábreiður - zvenni

William Shatner - Mr. Tambourine Man
Meistari hins mælta orðs með frumlega og skemmtilega ábreiðu.

Ramones - My Back Pages
Ramones taka þetta bara eins og vanalega, engar flækjur eða vesen, bara hresst og skemmtilegt.

Johnny Cash & June Carter - It Aint Me Babe
Afbragðs "naw naw naw" hjá hjúunum.

Nick Cave & the Bad Seeds & Co.- Death is not the End
Þverþjóðlegur flokkur syngur með Cave, löndur hans Kylie Minogue og Anita Lane, þjóðverjarnir Blixa Bargeld og Thomas Wydler (þessi smámælti) og hinn írski Shane McGowan. Fyrirtaks endalag á Murder Ballads. Eftir allann hryllingin sem vall úr Cave og co kemur smá vottur af bjartsýni "just remember that death is not the end".

Van Morrison - It´s All Over Now, Baby Blue
Öflug útgáfa með stefinu sem Beck fékk lánað seinna og setti í Jackass. Held að þetta sé uppáhalds Dylan ábreiðan mín.

No comments: